Fram kemur í „áríðandi tilkynningu“ frá aðgerðastjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra að tilfelli sem greinst hafi síðustu daga nái inn í flesta grunnskóla bæjarins.
Eru foreldrar hvattir til að halda börnum sínum til hlés í samskiptum við önnur börn á meðan rakning fer fram og yfirsýn næst, og á það einnig við um íþróttaæfingar. Jafnframt hvetur aðgerðastjórnin fólk til að skrá sig og börn sín í sýnatöku finni það til einkenna.
Ákveðið hefur verið að blása af fótboltamót nemenda í 8. til 10. bekk sem átti að fara fram á morgun vegna fjölgunar tilfella í grunnskólum bæjarins.