Ómar Ingi og Gísli Þorgeir enn með fullt hús stiga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2021 19:17 Ómar Ingi Magnússon lætur vaða á markið yfir Arnar Freyr Arnarsson í leik Magdeburg og Melsungen í dag. Swen Pförtner/picture alliance via Getty Images Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en þrír af þeim voru Íslendingaslagir. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa unnið alla sex leiki sína í deildinn með Magdeburg eftir þriggja marka sigur gegn MT Melsungen, 27-24. Gestirnir í Magdeburg lentu undir á fyrstu mínútum leiksins, en tóku völdin fljótlega eftir það. Liðið náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik og staðan var 15-11 þegar gengið var til búningsherbergja. Í liði Melsungen eru þrír Íslendingar. Það eru þeir Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og Alexander Petersson, en þeir náðu að minnka muninn í eitt mark í seinni hálfleik. Nær komust þeir þó ekki og það voru því Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson sem fögnuðu 27-24 sigri með Magdeburg. Magdeburg er á toppi deildarinnar með sex sigra í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Melsungen hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum og situr í 11. sæti. Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen unnu góðan sigur þegar að liðið tók á móti Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum hans í Bergischer, 27-24. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en í þeim seinni virtust Janus og félagar alltaf vera skrefi á undan. Þeir unnu að lokum góðan þriggja marka sigur og sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir fimm leiki, tveim stigum á undan Bergischer sem situr í því sjötta. Í þriðja Íslendingaslag dagsins tóku Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo á móti Daníel Þór Ingasyni og félögum í HBW Balingen-Weilstetten. Sigur Lemgo var aldrei í hættu, en í hálfleik var staðan 21-13. Seinni hálfleikur var heldur jafnari og að lokum unnu Bjarki Már og félagar tíu marka sigur, 38-28. Þetta var fyrsti sigur Lemgo á tímabilinu, en liðið situr í 12. sæti með þrjú stig, einu stigi meira en Balingen sem situr í 16. sæti. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Gestirnir í Magdeburg lentu undir á fyrstu mínútum leiksins, en tóku völdin fljótlega eftir það. Liðið náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik og staðan var 15-11 þegar gengið var til búningsherbergja. Í liði Melsungen eru þrír Íslendingar. Það eru þeir Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og Alexander Petersson, en þeir náðu að minnka muninn í eitt mark í seinni hálfleik. Nær komust þeir þó ekki og það voru því Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson sem fögnuðu 27-24 sigri með Magdeburg. Magdeburg er á toppi deildarinnar með sex sigra í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Melsungen hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum og situr í 11. sæti. Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen unnu góðan sigur þegar að liðið tók á móti Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum hans í Bergischer, 27-24. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en í þeim seinni virtust Janus og félagar alltaf vera skrefi á undan. Þeir unnu að lokum góðan þriggja marka sigur og sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir fimm leiki, tveim stigum á undan Bergischer sem situr í því sjötta. Í þriðja Íslendingaslag dagsins tóku Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo á móti Daníel Þór Ingasyni og félögum í HBW Balingen-Weilstetten. Sigur Lemgo var aldrei í hættu, en í hálfleik var staðan 21-13. Seinni hálfleikur var heldur jafnari og að lokum unnu Bjarki Már og félagar tíu marka sigur, 38-28. Þetta var fyrsti sigur Lemgo á tímabilinu, en liðið situr í 12. sæti með þrjú stig, einu stigi meira en Balingen sem situr í 16. sæti.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira