Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2021 20:35 Það tók meðalhraustan fréttamann í yngri kantinum um fimmtíu sekúndur að ganga rösklega úr nýja kvennaklefanum og upp í innilaugina í Sundhöllinni. Skjáskot/Stöð 2 Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. Styr hefur staðið um Sundhöllina eftir að doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir sendi bréf með umkvörtunum á bæði borgina og Landlækni. Í bréfinu sem Vilborg, fastagestur laugarinnar til margra ára, sendi landlækni lýsir hún því að ófremdarástand ríki í Sundhöllinni vegna ófullnægjandi nýbyggingar kvennaklefa. Núverandi ástand sé heilsuspillandi og hindri það að eldri konur og skólastúlkur geti sótt innilaug Sundhallarinnar að vetrarlagi. Þetta er jafnframt mál sem Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur vakið athygli á á vettvangi borgarstjórnar síðustu misseri. Frá því að nýi kvennaklefinn var opnaður í Sundhöllinni fyrir fáeinum árum hefur leiðin fyrir konur út í innilaug lengst talsvert. Og það er einmitt það sem gagnrýni Vilborgar lýtur helst að, að þessi leið sem fréttamaður sést fara fara í meðfylgjandi myndskeiði; frá nýja kvennaklefanum, fram hjá sundlauginni, heitapottinum og loks upp í innilaugina, sé alltof of löng. Gangan tók meðalhraustan fréttamann í yngri kantinum tæpar fimmtíu sekúndur. Fyrir breytingar gengu konur beint út úr gamla kvennaklefanum og í innilaugina. Bára Grímsdóttir og Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestir.Vísir/Sigurjón Fastagestir sem fréttastofa ræddi við taka að sumu leyti undir gagnrýni Vilborgar og taka litlu skólasundsstúlkurnar sem dæmi. „Þær þurfa að fara hérna í kulda og frosti og svo er ég aftur að hugsa um fullorðnu konurnar, og ég er orðin kannski fullorðin þó ég telji mig unga, þær þurfa líka að fara þessa löngu vegalengd,“ segir Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestur. Þá hefði verið betra að geta notað áfram gamla kvennaklefann, sem þó er verið að gera upp og ráðgert er að taka í notkun í einhverri mynd þegar verkinu er lokið. „Þetta er svo sjarmerandi og líka, ég hef ekki verið ánægð með að þurfa að labba í kuldanum þessa vegalengd,“ segir Bára Grímsdóttir, annar Sundhallargestur. Annars séu þær hæstánægðar með Sundhöllina eftir breytingar. „Arkítektúrinn þarna inni [í nýja kvennaklefanum] er stórkostlegur og það er yndislegt að vera þar. Ég byrjaði að koma hérna nokkurra ára og elska þessa Sundhöll,“ segir Selma. Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Styr hefur staðið um Sundhöllina eftir að doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir sendi bréf með umkvörtunum á bæði borgina og Landlækni. Í bréfinu sem Vilborg, fastagestur laugarinnar til margra ára, sendi landlækni lýsir hún því að ófremdarástand ríki í Sundhöllinni vegna ófullnægjandi nýbyggingar kvennaklefa. Núverandi ástand sé heilsuspillandi og hindri það að eldri konur og skólastúlkur geti sótt innilaug Sundhallarinnar að vetrarlagi. Þetta er jafnframt mál sem Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur vakið athygli á á vettvangi borgarstjórnar síðustu misseri. Frá því að nýi kvennaklefinn var opnaður í Sundhöllinni fyrir fáeinum árum hefur leiðin fyrir konur út í innilaug lengst talsvert. Og það er einmitt það sem gagnrýni Vilborgar lýtur helst að, að þessi leið sem fréttamaður sést fara fara í meðfylgjandi myndskeiði; frá nýja kvennaklefanum, fram hjá sundlauginni, heitapottinum og loks upp í innilaugina, sé alltof of löng. Gangan tók meðalhraustan fréttamann í yngri kantinum tæpar fimmtíu sekúndur. Fyrir breytingar gengu konur beint út úr gamla kvennaklefanum og í innilaugina. Bára Grímsdóttir og Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestir.Vísir/Sigurjón Fastagestir sem fréttastofa ræddi við taka að sumu leyti undir gagnrýni Vilborgar og taka litlu skólasundsstúlkurnar sem dæmi. „Þær þurfa að fara hérna í kulda og frosti og svo er ég aftur að hugsa um fullorðnu konurnar, og ég er orðin kannski fullorðin þó ég telji mig unga, þær þurfa líka að fara þessa löngu vegalengd,“ segir Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestur. Þá hefði verið betra að geta notað áfram gamla kvennaklefann, sem þó er verið að gera upp og ráðgert er að taka í notkun í einhverri mynd þegar verkinu er lokið. „Þetta er svo sjarmerandi og líka, ég hef ekki verið ánægð með að þurfa að labba í kuldanum þessa vegalengd,“ segir Bára Grímsdóttir, annar Sundhallargestur. Annars séu þær hæstánægðar með Sundhöllina eftir breytingar. „Arkítektúrinn þarna inni [í nýja kvennaklefanum] er stórkostlegur og það er yndislegt að vera þar. Ég byrjaði að koma hérna nokkurra ára og elska þessa Sundhöll,“ segir Selma.
Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira