„Ágengi manna á jörðina og byltingar kvenna gegn feðraveldinu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2021 09:01 Tónlistarkonan Sóley gefur út nýtt lag í dag af plötu sem kemur út síðar í mánuðinum. Í kjölfarið ætlar hún af stað í tónleikaferðalag um Evrópu. Sunna Ben Í dag gefur tónlistarkonan Sóley út fyrsta lagið af væntanlegri plötu sinni Mother Melancholia, sem kemur út 22. október. Samhliða útgáfu lagsins frumsýnum við hér tónlistarmyndband sem bandaríska listakonan Samantha Shay leikstýrir. Myndbandið Sunrise Skulls er fyrsti hluti dansmyndarinnar Mother Melancholia við tónlist af samnefndri plötu Sóleyjar og var tekið upp á Íslandi í lok júlí af alþjóðlegu teymi kvenna. Dansmyndin er unnið í samstarfi við Tanztheater Wuppertal Pina Bausch og fara dansararnir Barbara Kaufmann og Breanna O'Mara með hlutverk í myndinni ásamt Broadway-leikkonunni Chalia La Tour sem var nýverið tilnefnd til Tony-verðlauna fyrir hlutverk sitt í Slave Play. Dansmyndin og tónlistarmyndbandið er framleitt af Hallfríði Þóru Tryggvadóttur og framleiðslufyrirtækinu Source Material og kvikmyndagerðarkonan Victoria Sendra stýrði kvikmyndatökunni. Samantha Shay var undir áhrifum frá tónlist Sóleyjar og viðfangsefni plötunnar við sköpun myndbandsins. Hamfarir og feðraveldispólitík Sóley tekst á við stórar spurningar á Mother Melancholia-plötunni, bæði um ágengi manna á jörðina og byltingar kvenna gegn feðraveldinu og þær hliðstæður sem hægt er að sjá í orðræðu um konur og jörðina okkar. Sunrise Skulls er sjónrænt hljóðverk. Í laginu var Sóley mjög innblásin af byltingum kvenna, meðal annars Druslugöngunni og MeToo, og djöfulleiknum í því þegar konur, á mjög abstrakt hátt, rísa upp og berjast gegn feðraveldinu. „Uppfull af samviskubiti yfir fréttum af hamförum og endalausri feðraveldispólitík ákvað Sóley að semja plötu sem gæti verið einskonar hljóðverk fyrir síðasta dag mannkyns á jörðinni. Platan Mother Melancholia er fjórða breiðskífa Sóleyjar. Platan er konsept verk þar sem jörðin í einhverskonar kvengervi, gegnir aðalhlutverki. „Feðraveldið lítur oft á konur sem óstöðugar, hysterískar og ófyrirsjáanlegar. Konur eru annaðhvort bjargvættir okkar eða eyðileggjendur. Líka jörðin,“ segir um plötuna. Hvernig hljóma endalokin? „Það er svo auðvelt að misnota jörðina, eins og feðraveldið hefur beitt konur ofbeldi alltof lengi, biðja síðan um fyrirgefningu og lofa að gera það aldrei aftur,“ segir Sóley. Platan byrjar um morgun og endar um kvöld. Þegar feðraveldið hefur étið konurnar og mannfólkið hefur blóðmjólkað jörðina. Og hvernig hljóma endalokin? Sóley byrjaði að gera tilraunir með að semja lög á harmonikku. Úr þeim tilraunum kom út smáskífan Harmóník I árið 2017.“ Með því að semja á sjálflært hljóðfæri gaf það henni meira frelsi til gera einfaldari hluti og aggressívari tilraunir. „Ég keypti mér theremin þar sem ég var virkilega spennt yfir bjöguðu og ópitchuðu hljóði og það er engin fullkominn dúr hljómar á þessum degi sem platan fjallar um,“ segir Sóley. MeToo Tónlist Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Myndbandið Sunrise Skulls er fyrsti hluti dansmyndarinnar Mother Melancholia við tónlist af samnefndri plötu Sóleyjar og var tekið upp á Íslandi í lok júlí af alþjóðlegu teymi kvenna. Dansmyndin er unnið í samstarfi við Tanztheater Wuppertal Pina Bausch og fara dansararnir Barbara Kaufmann og Breanna O'Mara með hlutverk í myndinni ásamt Broadway-leikkonunni Chalia La Tour sem var nýverið tilnefnd til Tony-verðlauna fyrir hlutverk sitt í Slave Play. Dansmyndin og tónlistarmyndbandið er framleitt af Hallfríði Þóru Tryggvadóttur og framleiðslufyrirtækinu Source Material og kvikmyndagerðarkonan Victoria Sendra stýrði kvikmyndatökunni. Samantha Shay var undir áhrifum frá tónlist Sóleyjar og viðfangsefni plötunnar við sköpun myndbandsins. Hamfarir og feðraveldispólitík Sóley tekst á við stórar spurningar á Mother Melancholia-plötunni, bæði um ágengi manna á jörðina og byltingar kvenna gegn feðraveldinu og þær hliðstæður sem hægt er að sjá í orðræðu um konur og jörðina okkar. Sunrise Skulls er sjónrænt hljóðverk. Í laginu var Sóley mjög innblásin af byltingum kvenna, meðal annars Druslugöngunni og MeToo, og djöfulleiknum í því þegar konur, á mjög abstrakt hátt, rísa upp og berjast gegn feðraveldinu. „Uppfull af samviskubiti yfir fréttum af hamförum og endalausri feðraveldispólitík ákvað Sóley að semja plötu sem gæti verið einskonar hljóðverk fyrir síðasta dag mannkyns á jörðinni. Platan Mother Melancholia er fjórða breiðskífa Sóleyjar. Platan er konsept verk þar sem jörðin í einhverskonar kvengervi, gegnir aðalhlutverki. „Feðraveldið lítur oft á konur sem óstöðugar, hysterískar og ófyrirsjáanlegar. Konur eru annaðhvort bjargvættir okkar eða eyðileggjendur. Líka jörðin,“ segir um plötuna. Hvernig hljóma endalokin? „Það er svo auðvelt að misnota jörðina, eins og feðraveldið hefur beitt konur ofbeldi alltof lengi, biðja síðan um fyrirgefningu og lofa að gera það aldrei aftur,“ segir Sóley. Platan byrjar um morgun og endar um kvöld. Þegar feðraveldið hefur étið konurnar og mannfólkið hefur blóðmjólkað jörðina. Og hvernig hljóma endalokin? Sóley byrjaði að gera tilraunir með að semja lög á harmonikku. Úr þeim tilraunum kom út smáskífan Harmóník I árið 2017.“ Með því að semja á sjálflært hljóðfæri gaf það henni meira frelsi til gera einfaldari hluti og aggressívari tilraunir. „Ég keypti mér theremin þar sem ég var virkilega spennt yfir bjöguðu og ópitchuðu hljóði og það er engin fullkominn dúr hljómar á þessum degi sem platan fjallar um,“ segir Sóley.
MeToo Tónlist Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira