Allir vinnufélagar fyrirliða Þróttar ætla að mæta á stærsta leik í sögu félagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 11:31 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir getur í kvöld orðið fyrsti fyrirliði Þróttar til að lyfta bikarnum. stöð 2 sport Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir að bikarúrslitaleikurinn gegn Breiðabliki sé stærsti leikur í sögu félagsins. Þróttur endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og er komið í bikarúrslit í fyrsta sinn. Andstæðingurinn er öllu reyndari á því sviði en Breiðablik hefur tólf sinnum orðið bikarmeistari. Álfhildur svaraði því játandi er hún var spurð hvort bikarúrslitaleikurinn væri sá stærsti í sögu Þróttar. „Jú, ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er sögulegt afrek hjá okkur í meistaraflokki kvenna,“ sagði fyrirliðinn. Sigur út af fyrir sig að vera komnar í bikarúrslit Álfhildur segir að Þróttarar líti alltaf á sumarið sem jákvætt sama hvernig úrslitaleikurinn fer. En þær ætla sér að sjálfsögðu sigur í honum. „Auðvitað horfum við alltaf á tímabilið sem ótrúlega gott hjá okkur. Þetta er rosalega stór leikur og sigur út af fyrir sig að vera kominn í hann. Við reynum að fagna sama hvernig fer en auðvitað reynum við að ná sigri,“ sagði Álfhildur í samtali við Vísi. Ekki eru nema tvö ár síðan Þróttur var í næstefstu deild og liðið hefur tekið stór skref fram á við. „Svo margt hefur spilað inn í ótrúlegan árangur hjá okkur, þjálfarateymið, kjarninn í liðinu, útlendingarnir sem við höfum fengið og aðdáendurnir líka. Þeir hafa gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Álfhildur. Held að stúkan verði mjög rauð Greinileg tilhlökkun er fyrir bikarúrslitaleiknum í Laugardalnum og Álfhildur á von á að Þróttarar fjölmenni í kvöld. „Það hefur verið ótrúlega mikil stemmning í félaginu og þau styðja svo ótrúlega vel við okkur. Maður hefur náð að draga fullt af fólki að og öll vinnan ætlar að mæta. Ég held að stúkan verði mjög rauð,“ sagði Álfhildur. Breiðablik og Þróttur mættust í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar 12. september. Þar unnu Blikar 6-1 sigur. Álfhildur segir að það skipti litlu þegar út í leik kvöldsins verði komið. „Nei, það er allt annar pakki. Við erum búnar að fá nokkrar stelpur inn sem voru ekki þá. Maður var auðvitað hundfúll eftir þann leik en þetta verður allt annað,“ sagði Álfhildur að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Þróttur endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og er komið í bikarúrslit í fyrsta sinn. Andstæðingurinn er öllu reyndari á því sviði en Breiðablik hefur tólf sinnum orðið bikarmeistari. Álfhildur svaraði því játandi er hún var spurð hvort bikarúrslitaleikurinn væri sá stærsti í sögu Þróttar. „Jú, ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er sögulegt afrek hjá okkur í meistaraflokki kvenna,“ sagði fyrirliðinn. Sigur út af fyrir sig að vera komnar í bikarúrslit Álfhildur segir að Þróttarar líti alltaf á sumarið sem jákvætt sama hvernig úrslitaleikurinn fer. En þær ætla sér að sjálfsögðu sigur í honum. „Auðvitað horfum við alltaf á tímabilið sem ótrúlega gott hjá okkur. Þetta er rosalega stór leikur og sigur út af fyrir sig að vera kominn í hann. Við reynum að fagna sama hvernig fer en auðvitað reynum við að ná sigri,“ sagði Álfhildur í samtali við Vísi. Ekki eru nema tvö ár síðan Þróttur var í næstefstu deild og liðið hefur tekið stór skref fram á við. „Svo margt hefur spilað inn í ótrúlegan árangur hjá okkur, þjálfarateymið, kjarninn í liðinu, útlendingarnir sem við höfum fengið og aðdáendurnir líka. Þeir hafa gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Álfhildur. Held að stúkan verði mjög rauð Greinileg tilhlökkun er fyrir bikarúrslitaleiknum í Laugardalnum og Álfhildur á von á að Þróttarar fjölmenni í kvöld. „Það hefur verið ótrúlega mikil stemmning í félaginu og þau styðja svo ótrúlega vel við okkur. Maður hefur náð að draga fullt af fólki að og öll vinnan ætlar að mæta. Ég held að stúkan verði mjög rauð,“ sagði Álfhildur. Breiðablik og Þróttur mættust í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar 12. september. Þar unnu Blikar 6-1 sigur. Álfhildur segir að það skipti litlu þegar út í leik kvöldsins verði komið. „Nei, það er allt annar pakki. Við erum búnar að fá nokkrar stelpur inn sem voru ekki þá. Maður var auðvitað hundfúll eftir þann leik en þetta verður allt annað,“ sagði Álfhildur að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira