Nina Kraviz með besta lag mánaðarins Tinni Sveinsson skrifar 1. október 2021 20:01 Nina Kraviz á sviði á tónlistarhátíðinni Coachella árið 2019. Frazer Harrison/Getty Images Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög septembermánaðar. Á toppnum trónir hin rússneska Nina Kraviz. Nina Kraviz er hlustendum PartyZone að góðu kunn en hún hefur verið með vinsælustu tónlistarmönnum danstónlistarsenunnar síðastliðinn áratug. Lagið sem trónir á toppi PartyZone listans þennan mánuðinn heitir Skyscrapers og er endurhljóðblöndun gerð af hinum þýska Solomun. Nýr þáttur af PartyZone fer í loftið hér á Vísi á föstudögum og er hann síðan aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og á Mixcloud-rás þáttarins. „PartyZone listinn fyrir september er mál málanna í þætti vikunnar. Sem fyrr grömsum við í plötukössunum hjá íslenskum plötusnúðum og skoðum allt það helsta sem er að koma út eða er að trylla á dansgólfunum þessa dagana,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna þáttarins en hægt er að hlusta á hann hér fyrir neðan. Klippa: Party Zone listinn fyrir september Djúpt og lágskýjað stöff „Listinn er troðfullur af funheitri tónlist úr öllum áttum. Það er komið haust í tónlistina, djúpt og lágskýjað stöff í bland við þétta og klúbbavæna tónlist. Þó má þarna finna einstaka lög fyrir sundlaugabakka. Gorgon City, Disclosure, Kraak & Smaak og Sofia Kourtesis hafa verið að gefa út flott efni á þessu ári. Gamlar hetjur eins og Áme, NY hetjurnar David Morales og og Louie Vega, DJ Spinna og Laurent Garnier koma síðan sterkar inn með lög eða endurhljóðblandanir. Í þriðja sæti listans er geggjað remix af gamla Rósenberg trans slagaranum Age of Love (1992). Þá má finna eitt íslenskt lag á listanum að þessu sinni en það er ný endurhljóðblöndun af gömlu teknólagi frá Exos frá 1999 sem heitir Áttfalt,“ segir Helgi ennfremur. Hér má renna yfir listann í heild sinni. Lag ársins 2001 Í þættinum er að finna dagskrárliðinn Múmía kvöldsins, sem er gömul klassík úr danstónlistinni. Að þessu sinni var PartyZone listinn fyrir nákvæmlega 20 árum skoðaður en þar sat á toppnum lag sem átti síðar eftir að vera topplagið á árslista þáttarins 2001. Norsku kapparnir í Royksopp voru sjóðheitir á þessum tíma og er umrætt lag endurhljóðblöndun þeirra af laginu Please Stay með Mekon og 80s söngvaranum Marc Almond. Hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan. PartyZone Tengdar fréttir Völdu Andrés plötusnúð mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. 10. september 2021 20:00 Halda kúlinu þrátt fyrir vinsældir PartyZone gaf út vikulegan þátt sinn í hádeginu í dag. Þar er kynntur til leiks topplisti fyrir ágúst. 27. ágúst 2021 21:00 Símon Fknhndsm með yfirtöku í nýjasta þætti PartyZone Í nýjasta þætti PartyZone er Símon Fknhndsm, einn öflugasti plötusnúður landsins og einn stjórnenda þáttarins, með DJ takeover og spilar og hljóðblandar sína uppáhalds tónlist. 24. ágúst 2021 17:50 Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nina Kraviz er hlustendum PartyZone að góðu kunn en hún hefur verið með vinsælustu tónlistarmönnum danstónlistarsenunnar síðastliðinn áratug. Lagið sem trónir á toppi PartyZone listans þennan mánuðinn heitir Skyscrapers og er endurhljóðblöndun gerð af hinum þýska Solomun. Nýr þáttur af PartyZone fer í loftið hér á Vísi á föstudögum og er hann síðan aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og á Mixcloud-rás þáttarins. „PartyZone listinn fyrir september er mál málanna í þætti vikunnar. Sem fyrr grömsum við í plötukössunum hjá íslenskum plötusnúðum og skoðum allt það helsta sem er að koma út eða er að trylla á dansgólfunum þessa dagana,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna þáttarins en hægt er að hlusta á hann hér fyrir neðan. Klippa: Party Zone listinn fyrir september Djúpt og lágskýjað stöff „Listinn er troðfullur af funheitri tónlist úr öllum áttum. Það er komið haust í tónlistina, djúpt og lágskýjað stöff í bland við þétta og klúbbavæna tónlist. Þó má þarna finna einstaka lög fyrir sundlaugabakka. Gorgon City, Disclosure, Kraak & Smaak og Sofia Kourtesis hafa verið að gefa út flott efni á þessu ári. Gamlar hetjur eins og Áme, NY hetjurnar David Morales og og Louie Vega, DJ Spinna og Laurent Garnier koma síðan sterkar inn með lög eða endurhljóðblandanir. Í þriðja sæti listans er geggjað remix af gamla Rósenberg trans slagaranum Age of Love (1992). Þá má finna eitt íslenskt lag á listanum að þessu sinni en það er ný endurhljóðblöndun af gömlu teknólagi frá Exos frá 1999 sem heitir Áttfalt,“ segir Helgi ennfremur. Hér má renna yfir listann í heild sinni. Lag ársins 2001 Í þættinum er að finna dagskrárliðinn Múmía kvöldsins, sem er gömul klassík úr danstónlistinni. Að þessu sinni var PartyZone listinn fyrir nákvæmlega 20 árum skoðaður en þar sat á toppnum lag sem átti síðar eftir að vera topplagið á árslista þáttarins 2001. Norsku kapparnir í Royksopp voru sjóðheitir á þessum tíma og er umrætt lag endurhljóðblöndun þeirra af laginu Please Stay með Mekon og 80s söngvaranum Marc Almond. Hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan.
PartyZone Tengdar fréttir Völdu Andrés plötusnúð mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. 10. september 2021 20:00 Halda kúlinu þrátt fyrir vinsældir PartyZone gaf út vikulegan þátt sinn í hádeginu í dag. Þar er kynntur til leiks topplisti fyrir ágúst. 27. ágúst 2021 21:00 Símon Fknhndsm með yfirtöku í nýjasta þætti PartyZone Í nýjasta þætti PartyZone er Símon Fknhndsm, einn öflugasti plötusnúður landsins og einn stjórnenda þáttarins, með DJ takeover og spilar og hljóðblandar sína uppáhalds tónlist. 24. ágúst 2021 17:50 Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Völdu Andrés plötusnúð mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. 10. september 2021 20:00
Halda kúlinu þrátt fyrir vinsældir PartyZone gaf út vikulegan þátt sinn í hádeginu í dag. Þar er kynntur til leiks topplisti fyrir ágúst. 27. ágúst 2021 21:00
Símon Fknhndsm með yfirtöku í nýjasta þætti PartyZone Í nýjasta þætti PartyZone er Símon Fknhndsm, einn öflugasti plötusnúður landsins og einn stjórnenda þáttarins, með DJ takeover og spilar og hljóðblandar sína uppáhalds tónlist. 24. ágúst 2021 17:50