„Dómarinn þekkir ekki okkar leikmenn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 22:25 Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, hrósaði sínu liði og stuðningsmönnum þess í leikslok. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins var Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, sáttur með sitt lið og frammistöðu þess. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga. „Við spiluðum vel og 85 prósent af leiknum vorum við mjög góðar. Við breyttum leikáætluninni aðeins og reyndum að þvinga þær í mistök sem við gerðum en nýttum okkur það ekki. En þegar við gerðum mistök nýttu þær sér það,“ sagði Nik eftir leik. Hann hefði viljað fá aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marks leiksins sem Karítas Tómasdóttir skoraði á 26. mínútu. „Í fyrsta markinu var brotið á Katie [Cousins] á miðjunni, brot sem hún fékk tveimur mínútum á undan. Allt í einu vorum við 1-0 undir því dómarinn var ekki samkvæmur sjálfum sér sem gerist svo oft,“ sagði Nik. Hann sagði að dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, þekki einfaldlega ekki sína leikmenn. „Það getur vel verið að hann sé góður en hann hefur aldrei dæmt hjá okkur í sumar þannig að hann þekkir ekki okkar leikmenn. Katie er lágvaxin, kemur sér í stöðu, það er brotið á henni og það er aukaspyrna. Hann veit það ekki því hann hefur ekki dæmt hjá okkur í sumar. Í framtíðinni þarf að velja dómara sem þekkja leikmennina í báðum liðum svo það sé samræmi.“ Þróttur var 2-0 undir í hálfleik en átti góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks án þess þó að skapa sér mörg afgerandi færi. „Ég bað leikmennina bara að halda áfram. Þetta var í fínu lagi. Þær fengu ekki haug af færum. Við ætluðum bara að gera það sem við höfðum gert og bíða eftir tækifærunum. Fram að þriðja markinu vorum við ofan á í leiknum. En þær nýttu sér mistök okkar. Þú gefur þeim eitt hálffæri og þær nýta sér það til fullnustu,“ sagði Nik. Þrátt fyrir tapið í kvöld gengur Nik sáttur frá tímabilinu enda náði Þróttur sínum besta árangri frá upphafi; endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar og komst í bikarúrslit. „Að sjálfsögðu. Fyrir tveimur árum voru þessir leikmenn í Lengjudeildinni og væntingarnar voru ekki miklar. En við unnum hana auðveldlega og höfum byggt ofan á það. Þetta er örugglega eitt af yngstu liðunum sem hefur komist í bikarúrslit og ég er mjög stoltur af því,“ sagði Nik. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmönnum Þróttar í hástert eftir leikinn en þeir fjölmenntu á leikinn og létu vel í sér heyra. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að við ættum frábæra stuðningsmenn en þetta var á allt öðrum skala. Fyrir Þrótt sem félag er þetta örugglega besti dagurinn sem þeir hafa átt, jafnvel þótt við höfum tapað. Þeir héldu alltaf áfram að syngja. Þetta er stuðningur sem á engan sinn líkan,“ sagði Nik að lokum. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Tengdar fréttir „Ógeðslega stolt af liðinu“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0. 1. október 2021 22:02 „Hún er magnaður leikmaður“ Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur. 1. október 2021 21:16 Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. 1. október 2021 21:38 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
„Við spiluðum vel og 85 prósent af leiknum vorum við mjög góðar. Við breyttum leikáætluninni aðeins og reyndum að þvinga þær í mistök sem við gerðum en nýttum okkur það ekki. En þegar við gerðum mistök nýttu þær sér það,“ sagði Nik eftir leik. Hann hefði viljað fá aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marks leiksins sem Karítas Tómasdóttir skoraði á 26. mínútu. „Í fyrsta markinu var brotið á Katie [Cousins] á miðjunni, brot sem hún fékk tveimur mínútum á undan. Allt í einu vorum við 1-0 undir því dómarinn var ekki samkvæmur sjálfum sér sem gerist svo oft,“ sagði Nik. Hann sagði að dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, þekki einfaldlega ekki sína leikmenn. „Það getur vel verið að hann sé góður en hann hefur aldrei dæmt hjá okkur í sumar þannig að hann þekkir ekki okkar leikmenn. Katie er lágvaxin, kemur sér í stöðu, það er brotið á henni og það er aukaspyrna. Hann veit það ekki því hann hefur ekki dæmt hjá okkur í sumar. Í framtíðinni þarf að velja dómara sem þekkja leikmennina í báðum liðum svo það sé samræmi.“ Þróttur var 2-0 undir í hálfleik en átti góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks án þess þó að skapa sér mörg afgerandi færi. „Ég bað leikmennina bara að halda áfram. Þetta var í fínu lagi. Þær fengu ekki haug af færum. Við ætluðum bara að gera það sem við höfðum gert og bíða eftir tækifærunum. Fram að þriðja markinu vorum við ofan á í leiknum. En þær nýttu sér mistök okkar. Þú gefur þeim eitt hálffæri og þær nýta sér það til fullnustu,“ sagði Nik. Þrátt fyrir tapið í kvöld gengur Nik sáttur frá tímabilinu enda náði Þróttur sínum besta árangri frá upphafi; endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar og komst í bikarúrslit. „Að sjálfsögðu. Fyrir tveimur árum voru þessir leikmenn í Lengjudeildinni og væntingarnar voru ekki miklar. En við unnum hana auðveldlega og höfum byggt ofan á það. Þetta er örugglega eitt af yngstu liðunum sem hefur komist í bikarúrslit og ég er mjög stoltur af því,“ sagði Nik. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmönnum Þróttar í hástert eftir leikinn en þeir fjölmenntu á leikinn og létu vel í sér heyra. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að við ættum frábæra stuðningsmenn en þetta var á allt öðrum skala. Fyrir Þrótt sem félag er þetta örugglega besti dagurinn sem þeir hafa átt, jafnvel þótt við höfum tapað. Þeir héldu alltaf áfram að syngja. Þetta er stuðningur sem á engan sinn líkan,“ sagði Nik að lokum. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Tengdar fréttir „Ógeðslega stolt af liðinu“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0. 1. október 2021 22:02 „Hún er magnaður leikmaður“ Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur. 1. október 2021 21:16 Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. 1. október 2021 21:38 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
„Ógeðslega stolt af liðinu“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0. 1. október 2021 22:02
„Hún er magnaður leikmaður“ Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur. 1. október 2021 21:16
Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. 1. október 2021 21:38
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn