Stjórn KSÍ gangi ósátt frá borði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. október 2021 12:09 Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Fyrrverandi varaformaður KSÍ sagði kröfu um afsögn stjórnar vonbrigði og gengur stjórnin ósátt frá borði. Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. Vanda er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embætti formanns KSÍ. Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd stjórnarinnar. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við undirrituð sem höfum setið í stjórn KSÍ og haft til þess skýrt umboð ársþings sambandsins urðum fyrir vonbrigðum með niðurstöðu formanna og þar með félaga innan ÍTF. En þegar svo stór hluti hreyfingarinnar kallar eftir afsögn stjórnarinnar er að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að verða við því ákalli og það varð að sjálfsögðu niðurstaða okkar.“ Brenna fyrir fótboltann Þá sagði hann jafnframt að stjórnin gangi ósátt frá borði enda brennur hún fyrir fótboltann. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann. En að því sögðu höfum við engu að síðar fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin, því það eru heildarhagsmunir knattspyrnunnar og KSÍ sem eru ofar öllu öðru.“ „Við öxlum því okkar ábyrgð og stígum auðmjúk til hliðar svo friður geti skapast um starfsemi hreyfingarinnar og hægt verði að byggja upp traust að nýju. Við bendum jafnframt stolt á þau framfaraskref sem stigin hafa verið í knattspyrnunni á síðustu árum og misserum m.a. við að bæta stöðu kvenna í knattspyrnu og jöfnun ferðakostnaðar aðildarfélaga.“ Viðurkenna mistök Stjórnin viðurkennir að hafa ekki brugðist við ábendingum um ofbeldi innan hreyfingarinnar með afgerandi hætti og biðst afsökunar á því. Fráfarandi stjórn skorar á ráðamenn að byggja upp nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu. „Þrátt fyrir að það sé ekki aðalefni þessa aukaþings er engu að síður tilefni til að taka upp þráðinn frá síðasta aukaþingi KSÍ fyrir 65 árum og skora á ráðamenn í þessu landi að byggja upp nýjan og glæsilegan þjóðarleikvang í knattspyrnu sem við getum öll verið stolt af.“ Ekki náðist í Vöndu Sigurgeirsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í morgun. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. Vanda er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embætti formanns KSÍ. Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd stjórnarinnar. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við undirrituð sem höfum setið í stjórn KSÍ og haft til þess skýrt umboð ársþings sambandsins urðum fyrir vonbrigðum með niðurstöðu formanna og þar með félaga innan ÍTF. En þegar svo stór hluti hreyfingarinnar kallar eftir afsögn stjórnarinnar er að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að verða við því ákalli og það varð að sjálfsögðu niðurstaða okkar.“ Brenna fyrir fótboltann Þá sagði hann jafnframt að stjórnin gangi ósátt frá borði enda brennur hún fyrir fótboltann. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann. En að því sögðu höfum við engu að síðar fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin, því það eru heildarhagsmunir knattspyrnunnar og KSÍ sem eru ofar öllu öðru.“ „Við öxlum því okkar ábyrgð og stígum auðmjúk til hliðar svo friður geti skapast um starfsemi hreyfingarinnar og hægt verði að byggja upp traust að nýju. Við bendum jafnframt stolt á þau framfaraskref sem stigin hafa verið í knattspyrnunni á síðustu árum og misserum m.a. við að bæta stöðu kvenna í knattspyrnu og jöfnun ferðakostnaðar aðildarfélaga.“ Viðurkenna mistök Stjórnin viðurkennir að hafa ekki brugðist við ábendingum um ofbeldi innan hreyfingarinnar með afgerandi hætti og biðst afsökunar á því. Fráfarandi stjórn skorar á ráðamenn að byggja upp nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu. „Þrátt fyrir að það sé ekki aðalefni þessa aukaþings er engu að síður tilefni til að taka upp þráðinn frá síðasta aukaþingi KSÍ fyrir 65 árum og skora á ráðamenn í þessu landi að byggja upp nýjan og glæsilegan þjóðarleikvang í knattspyrnu sem við getum öll verið stolt af.“ Ekki náðist í Vöndu Sigurgeirsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í morgun.
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira