„Það virðist hreinlega allt klikka í þessu máli“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2021 14:31 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að verktakar skili af sér ófullgerðum verkum. Visir/Arnar Formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að fólk standi uppi með mikið tjón vegna vanhæfni verktaka. Það sé þó óvenjulegt að eftirlit með verkefni fari líka úrskeiðis eins og gerðist í tugmilljóna nýframkvæmd í fjölbýli í Breiðholti. Fréttastofa fjallaði nýlega um nýframkvæmd í Breiðholti þar sem íbúar lýstu því hvernig verkefnið fór algjörlega úrskeiðis í höndum verktaka. Þá kom fram að verkfræðistofa sem var ráðin til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu hafi ekki sinnt því. Um er að ræða tugamilljóna króna framkvæmd sem þarf samkvæmt óháðum aðila að vinna upp á nýtt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að verktakar skili af sér ófullgerðum verkum. „Við fáum reglulega til okkar dæmi um verktaka sem ekki standast kröfur eða standa ekki við verk sín og yfirleitt eru þetta stór og viðamikil mál,“ segir Breki. Hann segir þó óvanalegt að eftirlit eins og virðist vera í þessu dæmi sé líka í ólagi. „Það virðist vera sem húsfélagið hafi verið að gera allt sitt til að koma í veg fyrir svona gallamál með því að ráða verkfræðistofu til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu. En því miður virðist það eftirlit og sú umsjón ekki hafa staðist. Við höfum ekki fengið beint svona dæmi um að eftirlitsaðili sinni ekki verkefni sínu. Það er sjaldgæft að eftirlitið klikki líka. Hins vegar eru fjölmörg mál þar sem aðilar hafa farið í gjaldþrot og ekki klárað verk en samt þegið greiðslu að hluta eða heild eins og gerðist í þessu tilviki,“ segir Breki. Allt virðist fara úrskeiðis í þessu máli. „Það virðist allt hreinlega klikka í þessu máli,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk kynni sér verktaka áður en þeir séu fengnir í framkvæmdir. „Svona mál eru of algeng og eitthvað sem við verðum að takast á því þetta er stórtjón fyrir þá sem lenda í þessu en þetta er líka þjóðfélagstjón,“ segir Breki. Breki segir að bregðast þurfi við kennitöluflakki með markvissum aðgerðum. „Til að koma í veg fyrir svona kennitöluflakk og fúsk þá verða að koma til aðgerðir stjórnvalda og félagasamtaka. Með því væri hægt að leggja á raunverulegt atvinnubann á þá sem stunda slíkt,“ segir Breki. Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. 1. október 2021 20:30 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Fréttastofa fjallaði nýlega um nýframkvæmd í Breiðholti þar sem íbúar lýstu því hvernig verkefnið fór algjörlega úrskeiðis í höndum verktaka. Þá kom fram að verkfræðistofa sem var ráðin til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu hafi ekki sinnt því. Um er að ræða tugamilljóna króna framkvæmd sem þarf samkvæmt óháðum aðila að vinna upp á nýtt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að verktakar skili af sér ófullgerðum verkum. „Við fáum reglulega til okkar dæmi um verktaka sem ekki standast kröfur eða standa ekki við verk sín og yfirleitt eru þetta stór og viðamikil mál,“ segir Breki. Hann segir þó óvanalegt að eftirlit eins og virðist vera í þessu dæmi sé líka í ólagi. „Það virðist vera sem húsfélagið hafi verið að gera allt sitt til að koma í veg fyrir svona gallamál með því að ráða verkfræðistofu til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu. En því miður virðist það eftirlit og sú umsjón ekki hafa staðist. Við höfum ekki fengið beint svona dæmi um að eftirlitsaðili sinni ekki verkefni sínu. Það er sjaldgæft að eftirlitið klikki líka. Hins vegar eru fjölmörg mál þar sem aðilar hafa farið í gjaldþrot og ekki klárað verk en samt þegið greiðslu að hluta eða heild eins og gerðist í þessu tilviki,“ segir Breki. Allt virðist fara úrskeiðis í þessu máli. „Það virðist allt hreinlega klikka í þessu máli,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk kynni sér verktaka áður en þeir séu fengnir í framkvæmdir. „Svona mál eru of algeng og eitthvað sem við verðum að takast á því þetta er stórtjón fyrir þá sem lenda í þessu en þetta er líka þjóðfélagstjón,“ segir Breki. Breki segir að bregðast þurfi við kennitöluflakki með markvissum aðgerðum. „Til að koma í veg fyrir svona kennitöluflakk og fúsk þá verða að koma til aðgerðir stjórnvalda og félagasamtaka. Með því væri hægt að leggja á raunverulegt atvinnubann á þá sem stunda slíkt,“ segir Breki.
Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. 1. október 2021 20:30 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. 1. október 2021 20:30