Upplifunarverk fyrir yngstu leikhúsgestina þar sem öll skynfæri eru virkjuð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. október 2021 12:08 Á æfingu fyrir frumsýningu Tjaldsins. Borgarleikhúsið/Eyþór Árnason „Tjaldið er fyrir allra yngstu leikhúsgestina og er ætlað börnum þriggja mánaða til þriggja ára. Verkið er vandað og metnaðarfullt og því munu foreldrar og eldri systkini njóta þess að koma með líka,“ segir Agnes Wild leikstjóri barnaverksins Tjaldið. Um er að ræða nýtt upplifunarverk úr smiðju Miðmættis. Frumsýningin er þann 10. október. og verður á fjölum leikhússins miðvikudagsmorgna og laugardaga á leikárinu 2021-2022. Borgarleikhúsið/Eyþór Árnason „Tjaldið er upplifunarverk þar sem öll skynfæri eru virkjuð,“ segir Agnes um þessa undirfallegu sýningu. Börnin fá að skyggnast undir leikhústjaldið og upplifa tóna, liti og snertingu sem bæði örvar, þroskar og gleður andann. Agnes Wild, Sigrún Harðardóttir, Nick Candy og Eva Björg Harðardóttir eru höfundar Tjaldsins.Borgarleikhúsið/Eyþór Árnason Fastir meðlimir í Miðnætti með Agnesi eru þær Eva Björg Harðardóttir, búninga- og sviðsmyndahönnuður og Sigrún Harðardóttir, tónlistarhöfundur- og flytjandi. Í sýningunni Tjaldið leikur einnig Nick Candy. Framleiðandi verksins er Kara Hergils. Borgarleikhúsið/Eyþór Árnason „Miðnætti hefur lengi langað til að búa til verk fyrir allra allra yngstu áhorfendurna og fjölskyldur þeirra enda sýna rannsóknir að örvun á heilastarfsemi snemma á ævinni er mjög mikilvæg í þroska barna. Hugmyndin að Tjaldinu kviknaði síðan bæði í kjölfar barneigna í hópnum, en líka í tengslum við tónlistartímana Bambaló fyrir ungabörn og foreldra sem Sigrún þróaði og kennir,“ segir Agnes. Borgarleikhúsið/Eyþór Árnason Leikhópurinn Miðnætti er barnafjölskyldum að góðu kunnur enda hefur hann á síðustu árum sett upp fjölmargar metnaðarfullar og stórskemmtilegar sýningar fyrir börn á öllum aldri. Hér má til dæmis nefna Geim-mér-ei, Á eigin fótum og sýningar og sjónvarpsþætti um álfana dásamlegu Þorra og Þuru. Borgarleikhúsið/Eyþór Árnason „Ekki er stuðst við móðurmál í sýningunni svo hún er ætluð öllum börnum óháð tungumáli.“ Sýningin er 45 mínútur að lengd og svo gefst fjölskyldum tækifæri á að vera áfram í rýminu og skoða og leika í leikmyndinni. Borgarleikhúsið/Eyþór Árnason „Allir gestir sýningarinnar sitja inn í Tjaldinu á sviðinu og er því mjög innileg upplifun. Fjarlægðar á milli áhorfendahópa er þó gætt og farið er eftir ítrustu sóttvörnum. Grímuskylda gildir fyrir foreldra og forráðamenn á meðan sýningunni stendur.“ Leikhús Börn og uppeldi Menning Tengdar fréttir Seldist upp á tíu sýningar á tólf klukkutímum Forsala á leikritið Emil í Kattholti hófst á miðnætti í gær og á hádegi í dag var búið að seljast upp 10 sýningar en sýningin verður á stóra sviði Borgarleikhússins. 1. október 2021 19:19 Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Um er að ræða nýtt upplifunarverk úr smiðju Miðmættis. Frumsýningin er þann 10. október. og verður á fjölum leikhússins miðvikudagsmorgna og laugardaga á leikárinu 2021-2022. Borgarleikhúsið/Eyþór Árnason „Tjaldið er upplifunarverk þar sem öll skynfæri eru virkjuð,“ segir Agnes um þessa undirfallegu sýningu. Börnin fá að skyggnast undir leikhústjaldið og upplifa tóna, liti og snertingu sem bæði örvar, þroskar og gleður andann. Agnes Wild, Sigrún Harðardóttir, Nick Candy og Eva Björg Harðardóttir eru höfundar Tjaldsins.Borgarleikhúsið/Eyþór Árnason Fastir meðlimir í Miðnætti með Agnesi eru þær Eva Björg Harðardóttir, búninga- og sviðsmyndahönnuður og Sigrún Harðardóttir, tónlistarhöfundur- og flytjandi. Í sýningunni Tjaldið leikur einnig Nick Candy. Framleiðandi verksins er Kara Hergils. Borgarleikhúsið/Eyþór Árnason „Miðnætti hefur lengi langað til að búa til verk fyrir allra allra yngstu áhorfendurna og fjölskyldur þeirra enda sýna rannsóknir að örvun á heilastarfsemi snemma á ævinni er mjög mikilvæg í þroska barna. Hugmyndin að Tjaldinu kviknaði síðan bæði í kjölfar barneigna í hópnum, en líka í tengslum við tónlistartímana Bambaló fyrir ungabörn og foreldra sem Sigrún þróaði og kennir,“ segir Agnes. Borgarleikhúsið/Eyþór Árnason Leikhópurinn Miðnætti er barnafjölskyldum að góðu kunnur enda hefur hann á síðustu árum sett upp fjölmargar metnaðarfullar og stórskemmtilegar sýningar fyrir börn á öllum aldri. Hér má til dæmis nefna Geim-mér-ei, Á eigin fótum og sýningar og sjónvarpsþætti um álfana dásamlegu Þorra og Þuru. Borgarleikhúsið/Eyþór Árnason „Ekki er stuðst við móðurmál í sýningunni svo hún er ætluð öllum börnum óháð tungumáli.“ Sýningin er 45 mínútur að lengd og svo gefst fjölskyldum tækifæri á að vera áfram í rýminu og skoða og leika í leikmyndinni. Borgarleikhúsið/Eyþór Árnason „Allir gestir sýningarinnar sitja inn í Tjaldinu á sviðinu og er því mjög innileg upplifun. Fjarlægðar á milli áhorfendahópa er þó gætt og farið er eftir ítrustu sóttvörnum. Grímuskylda gildir fyrir foreldra og forráðamenn á meðan sýningunni stendur.“
Leikhús Börn og uppeldi Menning Tengdar fréttir Seldist upp á tíu sýningar á tólf klukkutímum Forsala á leikritið Emil í Kattholti hófst á miðnætti í gær og á hádegi í dag var búið að seljast upp 10 sýningar en sýningin verður á stóra sviði Borgarleikhússins. 1. október 2021 19:19 Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Seldist upp á tíu sýningar á tólf klukkutímum Forsala á leikritið Emil í Kattholti hófst á miðnætti í gær og á hádegi í dag var búið að seljast upp 10 sýningar en sýningin verður á stóra sviði Borgarleikhússins. 1. október 2021 19:19