Fyrst til að selja netöryggistryggingu á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2021 09:48 Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri trygginga hjá TM. Aðsend Tryggingafélagið TM hefur hafið sölu á netöryggistryggingum, fyrst tryggingafélaga hér á landi. Eru tryggingar hugsaðar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem vilji lágmarka fjárhagslegt tap, verði þau fyrir netárás. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að netglæpir verði sífellt algengari og að tryggingin standi saman af fimm bótasviðum – netárás, gagnaleka, ábyrgð vegna gagnaleka, rekstrarstöðvun og auðkennisþjófnaði. Veiti hún aðgang að þjónustuaðilum hér á landi sem séu sérfræðingar í netöryggi. „Tryggingin bætir meðal annars kostnað við að endurreisa tölvukerfi og tölvugögn í kjölfar netárásar. Hún bætir þá rekstrarstöðvun sem verður í kjölfar netárásar og tekur jafnframt til kostnaðar ef gögn leka. Auk þess bætir hún kostnað sem kann að hljótast í kjölfar auðkennisþjófnaðar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hjálmari Sigurþórssyni, framkvæmdastjóra trygginga hjá TM, að forvörnum sé í mörgum tilfellum ábótavant. „Stærri fyrirtæki hafa haft aðgang að slíkum tryggingum í gegnum erlenda tryggingamarkaði. Við höfum því ákveðið að bjóða upp á þessar tryggingar fyrir þau fyrirtæki sem hefur ekki staðið slíkt til boða. Staðan er líka þannig að það eru ekki aðeins stór fyrirtæki sem lenda í netárásum heldur eru þær sífellt að verða algengari hjá minni og meðalstórum fyrirtækjum. Aðferðarfræðin við þessa glæpi hefur breyst þannig að allir geta lent í árás. Ekki er lengur endilega skipulögð árás á tiltekin fyrirtæki, heldur hent út beitum á þúsundir netfanga og getur hvert okkar sem er lent í þeirri gildru og þar með hleypt tölvuþrjótum inn í kerfin,“ er haft eftir Hjálmari. Tryggingar Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að netglæpir verði sífellt algengari og að tryggingin standi saman af fimm bótasviðum – netárás, gagnaleka, ábyrgð vegna gagnaleka, rekstrarstöðvun og auðkennisþjófnaði. Veiti hún aðgang að þjónustuaðilum hér á landi sem séu sérfræðingar í netöryggi. „Tryggingin bætir meðal annars kostnað við að endurreisa tölvukerfi og tölvugögn í kjölfar netárásar. Hún bætir þá rekstrarstöðvun sem verður í kjölfar netárásar og tekur jafnframt til kostnaðar ef gögn leka. Auk þess bætir hún kostnað sem kann að hljótast í kjölfar auðkennisþjófnaðar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hjálmari Sigurþórssyni, framkvæmdastjóra trygginga hjá TM, að forvörnum sé í mörgum tilfellum ábótavant. „Stærri fyrirtæki hafa haft aðgang að slíkum tryggingum í gegnum erlenda tryggingamarkaði. Við höfum því ákveðið að bjóða upp á þessar tryggingar fyrir þau fyrirtæki sem hefur ekki staðið slíkt til boða. Staðan er líka þannig að það eru ekki aðeins stór fyrirtæki sem lenda í netárásum heldur eru þær sífellt að verða algengari hjá minni og meðalstórum fyrirtækjum. Aðferðarfræðin við þessa glæpi hefur breyst þannig að allir geta lent í árás. Ekki er lengur endilega skipulögð árás á tiltekin fyrirtæki, heldur hent út beitum á þúsundir netfanga og getur hvert okkar sem er lent í þeirri gildru og þar með hleypt tölvuþrjótum inn í kerfin,“ er haft eftir Hjálmari.
Tryggingar Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira