Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2021 18:09 Starfsmaðurinn sem um ræðir var trúnaðarmaður hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli, að sögn Eflingar. Því er Icelandair ekki endilega sammála. Vísir/Vilhelm Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. Í tilkynningu frá Eflingu í morgun kom fram að félagið ætlaði að höfða mál fyrir héraðsdómi og félagsdómi vegna uppsagnar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Fullyrt er að Ólöfu Helgu hafi verið sagt upp á sama tíma og hún átti í viðræðum við fulltrúa Icelandair um réttindamál starfsmanna. Hún hafi verið trúnaðarmaður hlaðmanna frá 2018. Engin skýring hafi verið gefin á uppsögninni en yfirmenn hafi tjáð fyrrverandi samstarfsmönnum hennar að hún hefði gerst sek um alvarlegan trúnaðarbrest í starfi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, véfengir að Ólöf Helga hafi í raun verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp störfum í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Staðreyndin er sú að Icelandair er ósammála túlkun Eflingar og aðila greinir á um ákveðin efnisatriði málsins, svo sem það að viðkomandi starfsmaður hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnar kom,“ segir Ásdís Ýr. Icelandair harmi að Efling hafi ákveðið að reka málið í fjölmiðlum. Fyrirtækið geti að öðru leyti ekki tjáð sig um einstök starfsmannamál opinberlega. Þetta tiltekna mál sé „í farvegi“. Efling boðaði í tilkynningu sinni að félagið ætlaði að vekja athygli almennings á framgöngu Icelandair og Samtaka atvinnulífsins í máli Ólafar Helgu. Þannig hefði vefsíða verið opnuð um málið. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Í tilkynningu frá Eflingu í morgun kom fram að félagið ætlaði að höfða mál fyrir héraðsdómi og félagsdómi vegna uppsagnar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Fullyrt er að Ólöfu Helgu hafi verið sagt upp á sama tíma og hún átti í viðræðum við fulltrúa Icelandair um réttindamál starfsmanna. Hún hafi verið trúnaðarmaður hlaðmanna frá 2018. Engin skýring hafi verið gefin á uppsögninni en yfirmenn hafi tjáð fyrrverandi samstarfsmönnum hennar að hún hefði gerst sek um alvarlegan trúnaðarbrest í starfi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, véfengir að Ólöf Helga hafi í raun verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp störfum í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Staðreyndin er sú að Icelandair er ósammála túlkun Eflingar og aðila greinir á um ákveðin efnisatriði málsins, svo sem það að viðkomandi starfsmaður hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnar kom,“ segir Ásdís Ýr. Icelandair harmi að Efling hafi ákveðið að reka málið í fjölmiðlum. Fyrirtækið geti að öðru leyti ekki tjáð sig um einstök starfsmannamál opinberlega. Þetta tiltekna mál sé „í farvegi“. Efling boðaði í tilkynningu sinni að félagið ætlaði að vekja athygli almennings á framgöngu Icelandair og Samtaka atvinnulífsins í máli Ólafar Helgu. Þannig hefði vefsíða verið opnuð um málið.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira