Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2021 08:00 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Arctic Circle, lofar heljarinnar fögnuði á ráðstefnunni sem fer fram í næstu viku. Vísir/Vilhelm Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. „Fögnum saman. Loksins! Við höldum partý 14. – 17. október. Allir velkomnir,“ segir Ólafur Ragnar í auglýsingunni. Auglýsinguna má sjá í meðfylgjandi spilara: Á Arctic Circle eru málefni Norðurslóða rædd og ráðstefnan hingað til, allavega út á við, ekki verið þekkt sem mikið partý. Og þá vekur þessi auglýsing sannarlega athygli fyrir þær sakir að það hafa ekki verið mörg risa partý haldin á Íslandi undanfarið ár, en þúsund manns eru væntanleg á ráðstefnuna frá 50 löndum og allir sagðir velkomnir, svo lengi sem þeir skrái sig. Allt er þetta skipulagt með hliðsjón af gildandi sóttvarnareglum. Það er ekki laust við að maður hafi heyrt glott færast yfir andlit Ólafs Ragnars þegar hann er spurður í gegnum síma út í þetta Arctic Circle partý sem hann boðar í auglýsingunni. „Arctic Circle er í senn umræðuvettvangur og gleðisamkoma,“ segir Ólafur Ragnar. „Þar er ekki bara setið á fundum heldur skemmtir fólk sér og hittir mann og annan.“ Ólafur þylur upp að fyrir nokkrum árum hafi verið haldið glæsilegt „Kína-kvöld“ og þá var Grænlandssamkvæmi fyrir tveimur árum. Fyrir fáeinum árum voru frumbyggjar með mikla samkomu. Hér má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi þar sem Ólafur ræðir málefnin sem verða undir á Arctic Circle: Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki hefur verið hægt að halda ráðstefnuna undanfarin tvö ár. „Og okkur fannst að það væri ekki bara ástæða til að mæta á ráðstefnuna og ræða málefnin og skiptast á skoðunum, heldur líka til að koma saman og fagna og gleðjast saman á ný á stærsta alþjóðlega vettvangi norðurslóða sem þessi þing eru,“ segir Ólafur Ragnar. Og þegar Ólafur Ragnar talar um partý, þá er það í þeim almenna og góða skilningi sem fólk leggur í það orð. „Það verða ýmsir sem tryggja það að tónlist muni létta mönnum lundina,“ segir Ólafur Ragnar spurður hvaða tónlistaatriði verða á ráðstefnunni. „Grænlendingar munu koma með tónlistarmenn. Síðast þegar Grænlendingar héldu Grænlendingakvöld þá mættu 900 manns.“ Grænlendingakvöldið fer fram á laugardagskvöldinu 16. október þar sem vinsælasta hljómsveit Grænlendinga, Nanook, mun koma fram. Ráðstefnan fer fram dagana 14. - 17. október en á meðal þeirra sem halda erindi er Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands. Norðurslóðir Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Fögnum saman. Loksins! Við höldum partý 14. – 17. október. Allir velkomnir,“ segir Ólafur Ragnar í auglýsingunni. Auglýsinguna má sjá í meðfylgjandi spilara: Á Arctic Circle eru málefni Norðurslóða rædd og ráðstefnan hingað til, allavega út á við, ekki verið þekkt sem mikið partý. Og þá vekur þessi auglýsing sannarlega athygli fyrir þær sakir að það hafa ekki verið mörg risa partý haldin á Íslandi undanfarið ár, en þúsund manns eru væntanleg á ráðstefnuna frá 50 löndum og allir sagðir velkomnir, svo lengi sem þeir skrái sig. Allt er þetta skipulagt með hliðsjón af gildandi sóttvarnareglum. Það er ekki laust við að maður hafi heyrt glott færast yfir andlit Ólafs Ragnars þegar hann er spurður í gegnum síma út í þetta Arctic Circle partý sem hann boðar í auglýsingunni. „Arctic Circle er í senn umræðuvettvangur og gleðisamkoma,“ segir Ólafur Ragnar. „Þar er ekki bara setið á fundum heldur skemmtir fólk sér og hittir mann og annan.“ Ólafur þylur upp að fyrir nokkrum árum hafi verið haldið glæsilegt „Kína-kvöld“ og þá var Grænlandssamkvæmi fyrir tveimur árum. Fyrir fáeinum árum voru frumbyggjar með mikla samkomu. Hér má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi þar sem Ólafur ræðir málefnin sem verða undir á Arctic Circle: Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki hefur verið hægt að halda ráðstefnuna undanfarin tvö ár. „Og okkur fannst að það væri ekki bara ástæða til að mæta á ráðstefnuna og ræða málefnin og skiptast á skoðunum, heldur líka til að koma saman og fagna og gleðjast saman á ný á stærsta alþjóðlega vettvangi norðurslóða sem þessi þing eru,“ segir Ólafur Ragnar. Og þegar Ólafur Ragnar talar um partý, þá er það í þeim almenna og góða skilningi sem fólk leggur í það orð. „Það verða ýmsir sem tryggja það að tónlist muni létta mönnum lundina,“ segir Ólafur Ragnar spurður hvaða tónlistaatriði verða á ráðstefnunni. „Grænlendingar munu koma með tónlistarmenn. Síðast þegar Grænlendingar héldu Grænlendingakvöld þá mættu 900 manns.“ Grænlendingakvöldið fer fram á laugardagskvöldinu 16. október þar sem vinsælasta hljómsveit Grænlendinga, Nanook, mun koma fram. Ráðstefnan fer fram dagana 14. - 17. október en á meðal þeirra sem halda erindi er Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands.
Norðurslóðir Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41