Reikna má með vaxandi austanátt í kvöld, með rigningu á Suðausturlandi. Hiti á landinu verður núll til átta stig og verður mildast sunnan heiða.
„Allhvöss eða hvöss norðaustan- og austanátt á morgun, en stormur eða rok syðst og á Vestfjörðum um kvöldið. Þessu fylgir rigning um allt land og má búast við talsverðri úrkomu síðdegis og annað kvöld. Hiti 4 til 10 stig,“ segir á vef Veðurstofunnar um veðrið á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Gengur í norðaustan og austan 15-23 m/s. Víða talsverð rigning og hiti 4 til 10 stig.
Á föstudag: Suðlæg átt 5-13, en hvöss norðaustanátt á Vestfjörðum í fyrstu. Rigning með köflum, en þurrt að kalla NA-til á landinu. Hiti 6 til 12 stig.
Á laugardag: Norðaustanátt og dálítil rigning, en styttir upp N- og V-lands. Kólnandi veður.
Á sunnudag: Norðvestlæg eða breytileg átt og léttir til, en stöku él á NA-landi. Hiti 0 til 6 stig að deginum, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.
Á mánudag og þriðjudag: Vestlæg átt, úrkomulítið og bjart með köflum. Hiti breytist lítið.