Reikna með töluverðum áhrifum á ferðaþjónustuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2021 12:00 Bjarnheiður Hallsdóttir fagnar því að Ísland sé loks komið af rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna. Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, fagnar því að Ísland sé ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og reiknar með því að breytingarnar muni hafa töluverð áhrif í för með sér. Um sé að ræða stærsta og einn mikilvægasta hóp ferðamanna hér á landi. „Þetta hafa verið um fimmtíu prósent af þeim ferðamönnum sem koma til landsins núna á þessu ári. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægur hópur og því er þetta mjög jákvætt að þetta skuli hafa gerst núna,“ segir Bjarnheiður. Ísland var sett í fjórða og efsta áhættuflokk stofnunarinnar í ágúst, sem þýddi að Bandaríkjamönnum var ráðlagt frá því að ferðast til landsins. Ísland er nú í þriðja flokki, sem er appelsínugulur, sem þýðir að Bandaríkjamenn eru beðnir um að hugsa sig um áður en þeir ferðast hingað og ekki gera það nema þeir séu fullbólusettir, því hætta sé á að þeir smitist af kórónuveirunni.„Þeir sem best þekkja til reikna með að þetta hafi kostað okkur 20 til 30 prósent af nýjum bókunum. Og þetta hafði sömuleiðis slæm áhrif a hópferðir þannig að það dró verulega úr komum hópa á ákveðnum tíma út af þessu. En vissulega voru margir sem létu þetta sem vind um eyru þjóta og komu samt.“ Bjarnheiður segir að þrátt fyrir að Ísland sé enn í áhættuflokki, þá sé þarna verið að ryðja annarri hindrun úr vegi, sem sé mjög jákvætt. „Við reiknum með að þetta hafi töluverð áhrif þannig að það verði töluvert meiri eftirspurn frá Bandaríkjunum en við vorum að horfa fram á þannig að við gerum okkur vonir um að Bandaríkjamenn verði enn þá öflugri núna á næstu mánuðum. Og veitir ekki af, því að við erum ekki búin að ná fullum styrk enn þá og töluvert í það virðist vera.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Þetta hafa verið um fimmtíu prósent af þeim ferðamönnum sem koma til landsins núna á þessu ári. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægur hópur og því er þetta mjög jákvætt að þetta skuli hafa gerst núna,“ segir Bjarnheiður. Ísland var sett í fjórða og efsta áhættuflokk stofnunarinnar í ágúst, sem þýddi að Bandaríkjamönnum var ráðlagt frá því að ferðast til landsins. Ísland er nú í þriðja flokki, sem er appelsínugulur, sem þýðir að Bandaríkjamenn eru beðnir um að hugsa sig um áður en þeir ferðast hingað og ekki gera það nema þeir séu fullbólusettir, því hætta sé á að þeir smitist af kórónuveirunni.„Þeir sem best þekkja til reikna með að þetta hafi kostað okkur 20 til 30 prósent af nýjum bókunum. Og þetta hafði sömuleiðis slæm áhrif a hópferðir þannig að það dró verulega úr komum hópa á ákveðnum tíma út af þessu. En vissulega voru margir sem létu þetta sem vind um eyru þjóta og komu samt.“ Bjarnheiður segir að þrátt fyrir að Ísland sé enn í áhættuflokki, þá sé þarna verið að ryðja annarri hindrun úr vegi, sem sé mjög jákvætt. „Við reiknum með að þetta hafi töluverð áhrif þannig að það verði töluvert meiri eftirspurn frá Bandaríkjunum en við vorum að horfa fram á þannig að við gerum okkur vonir um að Bandaríkjamenn verði enn þá öflugri núna á næstu mánuðum. Og veitir ekki af, því að við erum ekki búin að ná fullum styrk enn þá og töluvert í það virðist vera.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira