Fjögur íslensk sprotafyrirtæki fengið innspýtingu Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2021 12:24 Kjartan Örn Ólafsson, Árni Blöndal, Sigurður Arnljótsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir eru fjárfestingastjórar Brunns Ventures. Brunnur Fjögur íslensk sprotafyrirtæki – Overtune, Kosmi, The One Company og Standby Deposits – hafa á síðustu mánuðum fengið innspýtingu úr vísíssjóðnum Brunni vaxtarsjóði II. Trúnaður ríkir um stærð fjármögnunar gagnvart einstaka sprotafyrirtækjum, en áður hefur verið fjallað um 330 milljóna króna fjármögnun hjá Smitten Dating (The One Company) sem Brunnur tók þátt í ásamt erlendum fjárfestum. Brunnur Ventures og Landsbréf luku í mars síðastliðnum fjármögnun á 8,3 milljarða vísisjóðnum – Brunni vaxtarsjóði II – sem fjármagnaður af tíu lífeyrissjóðum og Landsbankanum. Í tilkynningu frá Brunni segir að frá í mars hafi Brunnur II fjárfest í fjórum sprotafyrirtækjum, tveimur á hugmyndastigi og tveimur á klakstigi: Overtune Í sumar fjárfesti Brunnur Ventures í Overtune sem er nýstárlegt tónlistarforrit hannað fyrir snjallsíma sem gerir notendum kleift að skapa tónlist án þess að hafa tónlistarlegan bakgrunn og einfaldar ferlið við að dreifa tónlistinni á öðrum samfélagsmiðlum eins og TikTok og Instagram Reels. Einn af stofnendum félagsins og framkvæmdastjóri þess er Sigurður Ásgeir Árnason. Fjármögnun kom meðal annars frá Brunni og nokkrum þekktum fjárfestum úr afþreyingariðnaðinum, þar á meðal stofnanda Guitar Hero. Nú þróar félagið svokallaða fyrstu útgáfu eða (e. minimum viable product) sem er væntanleg á íslenskan markað bráðlega. Kosmi Brunnur hefur fjárfest í Kosmi en það er vettvangur á netinu þar sem vinir geta hist og upplifað ýmiss konar afþreyingu sameiginlega á einfaldan hátt. Haukur Rosinkranz, ungur frumkvöðull og áður forritari hjá Takumi, hannaði sýndarfélagsmiðstöð (e. Virtual hang-out platform) og setti lausnina í loftið í upphafi árs 2020. Skyndilega bættist við mikill fjöldi notenda og í kjölfarið fer Haukur í gegnum sprotahraðal hjá Mozilla og fær síðan reyndan kanadískan frumkvöðul með sér í lið. The One Company The One Company þróar og rekur stefnumótasmáforritið Smitten Dating. Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir Jóhannsson eru stofnendur og hafa þeir margra ára reynslu af þróun samfélagsmiðla. Flest stefnumótaforrit snúast einfaldlega um að koma á stefnumóti en Smitten Dating leggur auk þess áherslu á fjölbreytt og skemmtileg samskipti. Brunnur tók þátt í fjármögnuninni ásamt nokkrum erlendum sjóðum, svo sem byFounders. Smitten hefur slegið í gegn á Íslandi undanfarið árið og fyrir nokkru hóf Smitten markaðssókn á sinn fyrsta erlenda markað, í Danmörku. Standby Deposits Brunnur fjárfesti nýverið í Standby Deposits, stofnað af Agli Almari Ágústssyni sem hefur búið og starfað í Bandaríkjunum. Hann kom auga á tækifæri á húsnæðismarkaði þar. Fyrirtækið þróar nú fjártækniafurð fyrir Bandaríkjamarkað sem nýtir bankaábyrgðir til að koma í staðinn fyrir öryggistryggingar (e. Security deposit) við leigu á húsnæði. Lausnin er þróuð í samstarfi við fasteignafélag á Miami, Flórída. Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Brunnur Ventures og Landsbréf luku í mars síðastliðnum fjármögnun á 8,3 milljarða vísisjóðnum – Brunni vaxtarsjóði II – sem fjármagnaður af tíu lífeyrissjóðum og Landsbankanum. Í tilkynningu frá Brunni segir að frá í mars hafi Brunnur II fjárfest í fjórum sprotafyrirtækjum, tveimur á hugmyndastigi og tveimur á klakstigi: Overtune Í sumar fjárfesti Brunnur Ventures í Overtune sem er nýstárlegt tónlistarforrit hannað fyrir snjallsíma sem gerir notendum kleift að skapa tónlist án þess að hafa tónlistarlegan bakgrunn og einfaldar ferlið við að dreifa tónlistinni á öðrum samfélagsmiðlum eins og TikTok og Instagram Reels. Einn af stofnendum félagsins og framkvæmdastjóri þess er Sigurður Ásgeir Árnason. Fjármögnun kom meðal annars frá Brunni og nokkrum þekktum fjárfestum úr afþreyingariðnaðinum, þar á meðal stofnanda Guitar Hero. Nú þróar félagið svokallaða fyrstu útgáfu eða (e. minimum viable product) sem er væntanleg á íslenskan markað bráðlega. Kosmi Brunnur hefur fjárfest í Kosmi en það er vettvangur á netinu þar sem vinir geta hist og upplifað ýmiss konar afþreyingu sameiginlega á einfaldan hátt. Haukur Rosinkranz, ungur frumkvöðull og áður forritari hjá Takumi, hannaði sýndarfélagsmiðstöð (e. Virtual hang-out platform) og setti lausnina í loftið í upphafi árs 2020. Skyndilega bættist við mikill fjöldi notenda og í kjölfarið fer Haukur í gegnum sprotahraðal hjá Mozilla og fær síðan reyndan kanadískan frumkvöðul með sér í lið. The One Company The One Company þróar og rekur stefnumótasmáforritið Smitten Dating. Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir Jóhannsson eru stofnendur og hafa þeir margra ára reynslu af þróun samfélagsmiðla. Flest stefnumótaforrit snúast einfaldlega um að koma á stefnumóti en Smitten Dating leggur auk þess áherslu á fjölbreytt og skemmtileg samskipti. Brunnur tók þátt í fjármögnuninni ásamt nokkrum erlendum sjóðum, svo sem byFounders. Smitten hefur slegið í gegn á Íslandi undanfarið árið og fyrir nokkru hóf Smitten markaðssókn á sinn fyrsta erlenda markað, í Danmörku. Standby Deposits Brunnur fjárfesti nýverið í Standby Deposits, stofnað af Agli Almari Ágústssyni sem hefur búið og starfað í Bandaríkjunum. Hann kom auga á tækifæri á húsnæðismarkaði þar. Fyrirtækið þróar nú fjártækniafurð fyrir Bandaríkjamarkað sem nýtir bankaábyrgðir til að koma í staðinn fyrir öryggistryggingar (e. Security deposit) við leigu á húsnæði. Lausnin er þróuð í samstarfi við fasteignafélag á Miami, Flórída.
Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira