Ein dýrasta útsending sögunnar muni skila milljörðum í þjóðarbúið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. október 2021 21:31 Ólafur Hrafn Steinarsson er formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. SIGURJÓN ÓLASON Ein dýrasta sjónvarpsútsending Íslandssögunnar fer nú fram í Laugardalshöll þar sem heimsmeistaramót í rafíþrótt fer fram. Reiknað er með að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið og að áhorfið sé meira en á Eurovision. Um er að ræða heimsmeistaramótið í League of legends sem er stærsti viðburður rafíþrótta á hverju ári. Mikið púður hefur farið í uppsetningu í höllinni sem nánast er óþekkjanleg á þessum myndum. „Og ég skora á alla að kíkja og hugsa: Vá þetta er í alvörunni bara í gömlu handboltahöllinni í Laugardal,“ sagði Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. Hátt í 250 milljónir horfa á úrslitin Hann segir að kostnaður við uppsetningu sviðanna sé trúnaðarmál en að hann hlaupi á nokkrum milljörðum. Útsendingin spannar yfir nokkra daga en reikna má með að 150 til 250 milljónir áhorfenda horfi á úrslitin á hundrað milljón stöðum - en áhorfstölur hafa verið meiri en á Eurovision og úrslitakeppni NBA. Virði 60 milljarða íslenskra króna Ólafur segir að verðmæti útsendingarinnar hlaupi á hálfum milljarði bandaríkjadala sem gera um rúma 60 milljarða íslenskra króna. „Þannig þetta er töluvert verðmæt útsending og í raun og veru verðmætari og stærri en Eurovision að öllu leyti.“ Stórstjörnur í höllinni Hann segir stórstjörnur keppa í höllinni. „Liðin sem eru að koma frá Kóreu flugu hingað í einkaþotu. Reynt var að kaupa stærstu stjörnuna yfir til Kína fyrir 10 milljónir dollara. Þegar hann flaug þangað á fund þá mættu þrjú þúsund manns á flugvöllinn og öskruðu yfir sig þannig það var eins og að Bítlarnir væru að mæta.“ Ólafur segir að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið. „Þá er ótalið yfir 20 þúsund gistinætur sem hafa komið með öllu starfsfólki og liðunum sem koma hingað og svo að sjálfsögðu verðmæti landkynningarinnar að halda útsendingu þar sem hundrað milljón manns á dag eru að horfa á það sem er að gerast í Laugardalnum hefur aukið hróður Íslands mikið á alþjóðavettvangi. Sérstaklega gagnvart nýjum hópi af nýfullorðnu fólki eða unglingum sérstaklega í Asíu sem hafa kannski aldrei heyrt um Ísland.“ Hægt er að fylgjast með útsendingunni á Stöð2 eSport. Rafíþróttir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Um er að ræða heimsmeistaramótið í League of legends sem er stærsti viðburður rafíþrótta á hverju ári. Mikið púður hefur farið í uppsetningu í höllinni sem nánast er óþekkjanleg á þessum myndum. „Og ég skora á alla að kíkja og hugsa: Vá þetta er í alvörunni bara í gömlu handboltahöllinni í Laugardal,“ sagði Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. Hátt í 250 milljónir horfa á úrslitin Hann segir að kostnaður við uppsetningu sviðanna sé trúnaðarmál en að hann hlaupi á nokkrum milljörðum. Útsendingin spannar yfir nokkra daga en reikna má með að 150 til 250 milljónir áhorfenda horfi á úrslitin á hundrað milljón stöðum - en áhorfstölur hafa verið meiri en á Eurovision og úrslitakeppni NBA. Virði 60 milljarða íslenskra króna Ólafur segir að verðmæti útsendingarinnar hlaupi á hálfum milljarði bandaríkjadala sem gera um rúma 60 milljarða íslenskra króna. „Þannig þetta er töluvert verðmæt útsending og í raun og veru verðmætari og stærri en Eurovision að öllu leyti.“ Stórstjörnur í höllinni Hann segir stórstjörnur keppa í höllinni. „Liðin sem eru að koma frá Kóreu flugu hingað í einkaþotu. Reynt var að kaupa stærstu stjörnuna yfir til Kína fyrir 10 milljónir dollara. Þegar hann flaug þangað á fund þá mættu þrjú þúsund manns á flugvöllinn og öskruðu yfir sig þannig það var eins og að Bítlarnir væru að mæta.“ Ólafur segir að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið. „Þá er ótalið yfir 20 þúsund gistinætur sem hafa komið með öllu starfsfólki og liðunum sem koma hingað og svo að sjálfsögðu verðmæti landkynningarinnar að halda útsendingu þar sem hundrað milljón manns á dag eru að horfa á það sem er að gerast í Laugardalnum hefur aukið hróður Íslands mikið á alþjóðavettvangi. Sérstaklega gagnvart nýjum hópi af nýfullorðnu fólki eða unglingum sérstaklega í Asíu sem hafa kannski aldrei heyrt um Ísland.“ Hægt er að fylgjast með útsendingunni á Stöð2 eSport.
Rafíþróttir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira