Áframhaldandi skortur á íbúðarhúsnæði sem kyndir undir verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2021 19:21 Lækkun vaxta undanfarið ár hefur hvatt fólk til að breyta húsnæðislánum úr verðtryggðum í verðtryggð og skapað mikla umframeftirspurn eftir húsnæði. Vísir/Vilhelm Ekki er útlit fyrir að dragi úr umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á næstu misserum. Seðlabankastjóri vonar hins vegar að lækkun veðheimilda og vaxtahækkanir muni draga úr miklum hækkunum á verði íbúðarhúsnæðis sem kynnt hafa undir verðbólgu í landinu. Í dag er verðbólgan drifin áfram af miklum skorti á íbúðarhúsnæði sem aftur hefur leitt til mikilla verðhækkana. Eitt helsta stýritæki Seðlabankans til að berjast á móti verðbólgunni er hækkun vaxta. Í dag hækkaði bankinn meginvexti sína um 0,25 prósentur og eru vextirnir þá komnir í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólgu án húsnæðisliðar komna að markmiði Seðlabankans. Seðlabankastjóri telur að nýlegar aðgerðir fjármálastöðugleikanefndar um takmörk á greiðslubyrði fólks og vaxtahækkanir muni draga úr hækkun á verði íbúðarhúsnæðis.Vísir/Vilhelm „Við teljum að í samhengi við þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd hefur gripið til varðandi takmörkun á veðsetningu. Takmörkun í raun á greiðslubyrði fólks muni með vaxtahækkunum leiða til þess að fasteignaverð hætti að hækka,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 4,4 prósent og hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans frá því í júní í fyrra. Vaxtahækkun Seðlabankans í dag er sú þriðja í röðinni en lægst fóru meginvextirnir í 0,75 prósent eftir að þeir byrjuðu að lækka hratt í upphafi síðasta árs. Þær lækkanir leiddu síðan til mikillar umframeftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði og hafa íbúðir bæði selst hratt og langt yfir fasteignamati og jafnvel yfir ásettu verði. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir mikinn skort hafa verið á íbúðahúsnæði að undanförnu og verð hækkað eftir því. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir enn mikinn skort vera á íbúðarhúsnæði.Stöð 2/Arnar „Miðað við þær aðgerðir sem hefur verið gripið til mun væntanlega draga úr þessari þenslu. Hins vegar er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði enn þá. Það er í raun og veru ekki mikið af íbúðum að koma sem mætir þessari eftirspurn,“ segir Ólafur Sindri. Vaxtalækkanir sem áður hvöttu fólk til íbúðakaupa og breytinga á húsnæðislánum úr verðtryggðum í óverðtryggð, eru nú aðaldrifkrafturinn í verðbólgunni. „Íbúðafjárfesting núna á fyrstu tveimur ársfjórðungum er neikvæð um sjö prósent. En í fyrra var enginn samdráttur í íbúðafjárfestingum,“ segir Ólafur Sindri. En seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á öðrum sviðum. Vonandi verði verðbólgumarkmiðum náð um mitt næsta ár. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera.“ Þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson. Húsnæðismál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í dag er verðbólgan drifin áfram af miklum skorti á íbúðarhúsnæði sem aftur hefur leitt til mikilla verðhækkana. Eitt helsta stýritæki Seðlabankans til að berjast á móti verðbólgunni er hækkun vaxta. Í dag hækkaði bankinn meginvexti sína um 0,25 prósentur og eru vextirnir þá komnir í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólgu án húsnæðisliðar komna að markmiði Seðlabankans. Seðlabankastjóri telur að nýlegar aðgerðir fjármálastöðugleikanefndar um takmörk á greiðslubyrði fólks og vaxtahækkanir muni draga úr hækkun á verði íbúðarhúsnæðis.Vísir/Vilhelm „Við teljum að í samhengi við þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd hefur gripið til varðandi takmörkun á veðsetningu. Takmörkun í raun á greiðslubyrði fólks muni með vaxtahækkunum leiða til þess að fasteignaverð hætti að hækka,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 4,4 prósent og hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans frá því í júní í fyrra. Vaxtahækkun Seðlabankans í dag er sú þriðja í röðinni en lægst fóru meginvextirnir í 0,75 prósent eftir að þeir byrjuðu að lækka hratt í upphafi síðasta árs. Þær lækkanir leiddu síðan til mikillar umframeftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði og hafa íbúðir bæði selst hratt og langt yfir fasteignamati og jafnvel yfir ásettu verði. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir mikinn skort hafa verið á íbúðahúsnæði að undanförnu og verð hækkað eftir því. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir enn mikinn skort vera á íbúðarhúsnæði.Stöð 2/Arnar „Miðað við þær aðgerðir sem hefur verið gripið til mun væntanlega draga úr þessari þenslu. Hins vegar er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði enn þá. Það er í raun og veru ekki mikið af íbúðum að koma sem mætir þessari eftirspurn,“ segir Ólafur Sindri. Vaxtalækkanir sem áður hvöttu fólk til íbúðakaupa og breytinga á húsnæðislánum úr verðtryggðum í óverðtryggð, eru nú aðaldrifkrafturinn í verðbólgunni. „Íbúðafjárfesting núna á fyrstu tveimur ársfjórðungum er neikvæð um sjö prósent. En í fyrra var enginn samdráttur í íbúðafjárfestingum,“ segir Ólafur Sindri. En seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á öðrum sviðum. Vonandi verði verðbólgumarkmiðum náð um mitt næsta ár. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera.“ Þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson.
Húsnæðismál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30
Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50