Þetta segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, um nýja spá Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sem gerir ráð fyrir að farþegaflug innan Evrópu muni aukast um 75 prósent á næsta ári og flug á milli Evrópu og Norður-Ameríku um 65 prósent.
Er þá verið að miða við aukningu frá 2019.
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Þar er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að aukið flækjustig á landamærunum, það er að segja hvað varðar sóttvarnaraðgerðir, hafi neikvæð áhrif.
„Það er ágætis eftirspurn eftir ferðum hingað núna en ef það verður þannig fram á næsta ár að það verði flóknara og dýrara að koma hingað en annað, þá hefur það áhrif á samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands,“ segir hann.