Leggjast gegn smáhýsum fyrir heimilislausa í Laugardal Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2021 17:54 Smáhýsin eiga að rísa í Laugardalnum. vísir/vilhelm Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins líst ekkert á áform meirihlutans um að koma upp smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Laugardalnum og finnst að dalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum“. Meirihlutinn vill koma þeim fyrir í Laugardalnum þar sem ekki hefur reynst auðvelt að ná sátt um slík úrræði fyrir heimilislausa í íbúðabyggð. Málið var rætt á fundi borgarráðs í dag og samþykkt með fjórum atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í bókun Sjálfstæðismanna segir: „Áform um smáhýsi í Laugardal stangast á við þau sjónarmið sem hafa ríkt um að Laugardalurinn verði griðastaður útvistar og íþrótta. Ekki á að heimila íbúðabyggð með neinum hætti í Laugardalnum enda verður enn meiri þörf fyrir dalinn sem útivistar- og íþróttasvæði í framtíðinni en nú er.“ Í bókuninni segir þó mikilvægt að taka á vanda húnsæðislauss fólks en það verði að gera með „raunhæfum og góðum lausnum“. Tímabundið úrræði Smáhýsin eru hluti hugmyndafræði velferðarsviðs sem er kölluð „húsnæði fyrst“ og er hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið heimilislaust og hefur miklar þjónustuþarfir. „Hafa ber í huga að þó þessi hús séu tímabundin í staðsetningu sinni þá eru þau heimili fólks, ekki dvalarheimili eða lokuð stofnun, og þurfa að vera nálægt þeirri þjónustu og samfélagsinnviðum sem borgarbúar þurfa að nýta. Ekki er auðvelt ná sátt um staðsetningu þeirra í íbúðabyggð eða blandaðri byggð og því þarf að leita á staði sem eru í námunda við sömu innviði á öðrum skipulagssvæðum,“ segir í bókun meirihlutans. Laugardalurinn sé opið svæði og samkvæmt gildandi aðalskipulagi megi koma búsetuúræðum fyrir á slíku svæði. Þó beri að hafa í huga að þau séu víkjandi og hafi ekki áhrif á langtímanotkunarmöguleika svæðisins. „Fulltrúar meirihlutans telja að nálægð við útivistarsvæði, almenningssamgöngur og samfélagsinnviði muni hafa jákvæð áhrif á þau sem þar munu koma til með að búa og vona að hverfið taki vel á móti þeim,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans; Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Píratar og Vinstri grænna. Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Málið var rætt á fundi borgarráðs í dag og samþykkt með fjórum atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í bókun Sjálfstæðismanna segir: „Áform um smáhýsi í Laugardal stangast á við þau sjónarmið sem hafa ríkt um að Laugardalurinn verði griðastaður útvistar og íþrótta. Ekki á að heimila íbúðabyggð með neinum hætti í Laugardalnum enda verður enn meiri þörf fyrir dalinn sem útivistar- og íþróttasvæði í framtíðinni en nú er.“ Í bókuninni segir þó mikilvægt að taka á vanda húnsæðislauss fólks en það verði að gera með „raunhæfum og góðum lausnum“. Tímabundið úrræði Smáhýsin eru hluti hugmyndafræði velferðarsviðs sem er kölluð „húsnæði fyrst“ og er hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið heimilislaust og hefur miklar þjónustuþarfir. „Hafa ber í huga að þó þessi hús séu tímabundin í staðsetningu sinni þá eru þau heimili fólks, ekki dvalarheimili eða lokuð stofnun, og þurfa að vera nálægt þeirri þjónustu og samfélagsinnviðum sem borgarbúar þurfa að nýta. Ekki er auðvelt ná sátt um staðsetningu þeirra í íbúðabyggð eða blandaðri byggð og því þarf að leita á staði sem eru í námunda við sömu innviði á öðrum skipulagssvæðum,“ segir í bókun meirihlutans. Laugardalurinn sé opið svæði og samkvæmt gildandi aðalskipulagi megi koma búsetuúræðum fyrir á slíku svæði. Þó beri að hafa í huga að þau séu víkjandi og hafi ekki áhrif á langtímanotkunarmöguleika svæðisins. „Fulltrúar meirihlutans telja að nálægð við útivistarsvæði, almenningssamgöngur og samfélagsinnviði muni hafa jákvæð áhrif á þau sem þar munu koma til með að búa og vona að hverfið taki vel á móti þeim,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans; Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Píratar og Vinstri grænna.
Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira