Sebastian: Nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. október 2021 21:47 Sebastian Alexanderssyni var ekki skemmt í leikslok. vísir/vilhelm Sebastian Alexanderson, þjálfari HK í handbolta, var allt annað en sáttur eftir 4 marka tap á móti FH er liðin mættust í Kórnum í kvöld. FH leiddi leikinn nánast frá upphafi. Lokatölur 29-25. „Ég er mjög ósáttur, ekki endilega við tapið. Við héldum engum fókus á því sem við áttum að vera að gera en vorum rosalega fljótir að æsa okkur upp og missa hausinn í einhverja helvítis þvælu. Ég veit ekki hvað menn héldu að þeir væru eða hvaða íþrótt þeir voru að spila, en menn héldu engri athygli á hluti sem við höfðum stjórn á. Ég nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi, það hefur ekkert með reynslu að gera.“ Aðspurður hvaða kafli hafi orðið þeim að falli hafði Sebastian þetta að segja: „Það kom enginn kafli. Það kom bara eitt atvik og þá misstum við hausinn. Þá fær leikmaður hjá okkur olnbogaskot og allir missa sig í geðshræringu og eftir það gátum við ekki spilað í 10 mínútur. Við fengum 10-1 kafla á okkur því menn misstu fókus. Svo erum við að gera okkur seka um ótrúlega þvælu. Við erum með 16 tapaða bolta og flesta sem við eigum ekki að bjóða upp á. Með aðeins betri leik hefðum við auðveldlega getað unnið þennan leik.“ HK eru einungis búnir að spila einn leik og það í 1. umferð sem fór fram 16. september. „Það er ekkert brjálæðislega skemmtileg staða að loksins að fá að byrja Íslandsmótið og fara svo í þriggja vikna pásu meðan að aðrir eru að spila. Það er algjört fíaskó. Við verðum víst að taka þátt í því að Valur er í Evrópukeppni.“ Kristján Ottó Hjálmarsson fékk tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir að rífa kjaft við dómarann og var Sebastian ekki par hrifinn af því. „Þetta er bara heimskulegt og hann á ekkert að vera að tala við dómarann. Hann hefur engan stjórn á því sem er dæmt og hann á að beina sinni athygli að leiknum í stað þess að rífa kjaft. Ég er ánægður með dómarann að gefa honum auka tvær.“ Fyrir næsta leik vill Sebastian sjá strákana halda fókus. „Halda athygli á því sem við eigum að vera að gera. Við erum að reyna að búa til lið og við erum að hugsa til framtíðar og til lengri tíma. Allir leikir eru erfið verkefni fyrir okkur og nánast óyfirstíganleg. Við verðum líka að sýna framfarir í hverjum einasta leik og takast á við verkefnið betur og betur. Við tókumst ekki betur á við verkefnið í dag en á móti KA. FH gaf bullandi færi á sér til þess að það kæmu óvænt úrslit en við nýttum það ekki því við misstum fókus.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. HK Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn seigum HK-mönnum HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25. 7. október 2021 22:35 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
„Ég er mjög ósáttur, ekki endilega við tapið. Við héldum engum fókus á því sem við áttum að vera að gera en vorum rosalega fljótir að æsa okkur upp og missa hausinn í einhverja helvítis þvælu. Ég veit ekki hvað menn héldu að þeir væru eða hvaða íþrótt þeir voru að spila, en menn héldu engri athygli á hluti sem við höfðum stjórn á. Ég nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi, það hefur ekkert með reynslu að gera.“ Aðspurður hvaða kafli hafi orðið þeim að falli hafði Sebastian þetta að segja: „Það kom enginn kafli. Það kom bara eitt atvik og þá misstum við hausinn. Þá fær leikmaður hjá okkur olnbogaskot og allir missa sig í geðshræringu og eftir það gátum við ekki spilað í 10 mínútur. Við fengum 10-1 kafla á okkur því menn misstu fókus. Svo erum við að gera okkur seka um ótrúlega þvælu. Við erum með 16 tapaða bolta og flesta sem við eigum ekki að bjóða upp á. Með aðeins betri leik hefðum við auðveldlega getað unnið þennan leik.“ HK eru einungis búnir að spila einn leik og það í 1. umferð sem fór fram 16. september. „Það er ekkert brjálæðislega skemmtileg staða að loksins að fá að byrja Íslandsmótið og fara svo í þriggja vikna pásu meðan að aðrir eru að spila. Það er algjört fíaskó. Við verðum víst að taka þátt í því að Valur er í Evrópukeppni.“ Kristján Ottó Hjálmarsson fékk tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir að rífa kjaft við dómarann og var Sebastian ekki par hrifinn af því. „Þetta er bara heimskulegt og hann á ekkert að vera að tala við dómarann. Hann hefur engan stjórn á því sem er dæmt og hann á að beina sinni athygli að leiknum í stað þess að rífa kjaft. Ég er ánægður með dómarann að gefa honum auka tvær.“ Fyrir næsta leik vill Sebastian sjá strákana halda fókus. „Halda athygli á því sem við eigum að vera að gera. Við erum að reyna að búa til lið og við erum að hugsa til framtíðar og til lengri tíma. Allir leikir eru erfið verkefni fyrir okkur og nánast óyfirstíganleg. Við verðum líka að sýna framfarir í hverjum einasta leik og takast á við verkefnið betur og betur. Við tókumst ekki betur á við verkefnið í dag en á móti KA. FH gaf bullandi færi á sér til þess að það kæmu óvænt úrslit en við nýttum það ekki því við misstum fókus.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
HK Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn seigum HK-mönnum HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25. 7. október 2021 22:35 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Leik lokið: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn seigum HK-mönnum HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25. 7. október 2021 22:35