Margrét gerir upp æskuna á nýrri plötu Vök: „Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2021 16:00 Nýja platan frá VÖK er uppgjör Margrétar við æskuárin. Dóra Dúna Hljómsveitin Vök hefur látið til sín taka í útgáfumálum á þessu ári og sendir nú frá sér EP plötuna, Feeding on a Tragedy. Nýjasta lagið heitir Running Wild. „Þetta lag er svona smásaga úr villta vestrinu. Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes,“ segir Margrét Rán sem fæddist og ólst þar upp. Platan er hennar uppgjör við æskuárin. „Á uppvaxtaráranum mínum á Skaganum fannst mér ég aldrei passa inn. Ég þjáðist af innilokunarkennd og þráði að komast í burtu. Á endanum ákvað ég að elta draumana mína og fór. Þessi flóttatilfinning kraumar undir í textanum og er um leið hvatning til allra um að láta drauma sína rætast. Hamingjan er þess virði að hlaupa á eftir henni.” Hjómsveitin Vök hefur löngu getið sér gott orð fyrir draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem electro og indie poppi er blandað saman. „Tónlistarlega þá sóttumst við eftir því að gera eitthvað allt öðruvísi en áður. Við blönduðum saman hip hop takti með grámyglulegum gítar, smá kántrí og rafmagnssynta. Þetta var mótsagnakennd tilraun á sínum tíma en hún passar vel við textann og við erum ofboðslega ánægð með útkomuna.” Auk, Running Wild þá má finna lögin No Coffee at the Funeral, Skin og Lost in the Weekend sem hafa öll hafa fengið mikla útvarpsspilun. Hljóðblöndun lagsins Running Wild var í höndum David Wrench sem hefur meðal annars unnið með tónlistarfólki á borð við Jungle, David Byrne, Caribou og The XX. Þríeykið sem myndar Vök eru Margrét Rán söngkona og hljómborð, Einar Stef gítar- og bassaleikari og Bergur Dagbjartsson trommuleikari. Þau hafa unnið að plötugerðinni í hljóðverum sínum í Hafnarfirði og Reykjavík. Vök er að mála hjá alþjóðlega fyrirtækinu Nettwerk en gefa út undir eigin merkjum á Íslandi. Platan Feeding on a Tragedy er komin út á Spotify. Til gamans má geta að Bobby Breiðholt gerði grafík fyrir plötuumslagið ásamt tveimur öðrum á plötum sem komu út í dag, Mold með Emmsjé Gauta og Helga Sæmundi og Víðihlíð með Snorra Helgasyni. Í dag komu út þrjár plötur sem ég hef verið svo heppinn að fá að gera grafík fyrir. Lifi tónlistin! Til hamingju með daginn Gauti, Helgi, Vök fam, Snorri, Dóra Dúna, Eygló og öll sem komu að þessum plötum ❤️✨🥁✨❤️ pic.twitter.com/yxxr2CINWq— Bobby Breiðholt (@Breidholt) October 8, 2021 Tónlist Akranes Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Þetta lag er svona smásaga úr villta vestrinu. Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes,“ segir Margrét Rán sem fæddist og ólst þar upp. Platan er hennar uppgjör við æskuárin. „Á uppvaxtaráranum mínum á Skaganum fannst mér ég aldrei passa inn. Ég þjáðist af innilokunarkennd og þráði að komast í burtu. Á endanum ákvað ég að elta draumana mína og fór. Þessi flóttatilfinning kraumar undir í textanum og er um leið hvatning til allra um að láta drauma sína rætast. Hamingjan er þess virði að hlaupa á eftir henni.” Hjómsveitin Vök hefur löngu getið sér gott orð fyrir draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem electro og indie poppi er blandað saman. „Tónlistarlega þá sóttumst við eftir því að gera eitthvað allt öðruvísi en áður. Við blönduðum saman hip hop takti með grámyglulegum gítar, smá kántrí og rafmagnssynta. Þetta var mótsagnakennd tilraun á sínum tíma en hún passar vel við textann og við erum ofboðslega ánægð með útkomuna.” Auk, Running Wild þá má finna lögin No Coffee at the Funeral, Skin og Lost in the Weekend sem hafa öll hafa fengið mikla útvarpsspilun. Hljóðblöndun lagsins Running Wild var í höndum David Wrench sem hefur meðal annars unnið með tónlistarfólki á borð við Jungle, David Byrne, Caribou og The XX. Þríeykið sem myndar Vök eru Margrét Rán söngkona og hljómborð, Einar Stef gítar- og bassaleikari og Bergur Dagbjartsson trommuleikari. Þau hafa unnið að plötugerðinni í hljóðverum sínum í Hafnarfirði og Reykjavík. Vök er að mála hjá alþjóðlega fyrirtækinu Nettwerk en gefa út undir eigin merkjum á Íslandi. Platan Feeding on a Tragedy er komin út á Spotify. Til gamans má geta að Bobby Breiðholt gerði grafík fyrir plötuumslagið ásamt tveimur öðrum á plötum sem komu út í dag, Mold með Emmsjé Gauta og Helga Sæmundi og Víðihlíð með Snorra Helgasyni. Í dag komu út þrjár plötur sem ég hef verið svo heppinn að fá að gera grafík fyrir. Lifi tónlistin! Til hamingju með daginn Gauti, Helgi, Vök fam, Snorri, Dóra Dúna, Eygló og öll sem komu að þessum plötum ❤️✨🥁✨❤️ pic.twitter.com/yxxr2CINWq— Bobby Breiðholt (@Breidholt) October 8, 2021
Tónlist Akranes Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira