Nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa: Segir Facebook ógna lýðræðinu Þorgils Jónsson skrifar 9. október 2021 15:01 Blaðakonan og nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa gagnrýnir Facebook harðlega fyrir að skaða lýðræði með því að dreifa lygum og hatri. Blaðakonan Maria Ressa, sem var sæmd friðarverðlaunum Nóbels í gær ásamt rússneskum kollega sínum Dmitry Muratov, sakar samfélagsmiðlarisann Facebook um að ógna lýðræði með því að „dreifa lygum, gegnsýrðum af reiði og hatri“. Ressa, sem hlaut viðurkenninguna fyrir starf sitt í heimalandinu Filippseyjum, sagði í viðtali við fréttastofu Reuters að Facebook væri stærsti fréttamiðill heims, „en þar hallar engu að síður á staðreyndir og blaðamennsku“. „Án staðreynda er enginn sannleikur og ekkert traust. Án þessara þátta er ekkert lýðræði,“ sagði hún. Ressa hefur sætt miklum árásum frá stuðningsfólki Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, síðan tilkynnt var um að hún hlyti friðarverðlaunin í ár. Hún segir takmark þeirra vera að draga úr trúverðugleika hennar sjálfrar og miðli hennar Rappler. „Þessar árásir á samfélagsmiðlum eru gerðar með beinum tilgangi, þeim er beitt eins og vopni.“ Síðustu daga og vikur hefur gustað hressilega um Facebook. Meðal annars duttu þjónustur þeirra út í marga klukkutíma og uppljóstrari sem vann áður hjá fyrirtækinu kom fyrir þingnefnd í vikunni þar sem hún sakaði stjórnendur um að láta gróða ganga fyrir samfélagslegum hagsmunum. Talsmaður Facebook svaraði ávirðingum Ressa með því að fullyrða að fyrirtækið hafi lagt mikið upp út því að fjarlægja og draga úr sýnileika skaðlegs efnis. Þá trúi þau á og styðji við fjölmiðla um allan heim. Nóbelsverðlaun Samfélagsmiðlar Filippseyjar Facebook Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Ressa, sem hlaut viðurkenninguna fyrir starf sitt í heimalandinu Filippseyjum, sagði í viðtali við fréttastofu Reuters að Facebook væri stærsti fréttamiðill heims, „en þar hallar engu að síður á staðreyndir og blaðamennsku“. „Án staðreynda er enginn sannleikur og ekkert traust. Án þessara þátta er ekkert lýðræði,“ sagði hún. Ressa hefur sætt miklum árásum frá stuðningsfólki Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, síðan tilkynnt var um að hún hlyti friðarverðlaunin í ár. Hún segir takmark þeirra vera að draga úr trúverðugleika hennar sjálfrar og miðli hennar Rappler. „Þessar árásir á samfélagsmiðlum eru gerðar með beinum tilgangi, þeim er beitt eins og vopni.“ Síðustu daga og vikur hefur gustað hressilega um Facebook. Meðal annars duttu þjónustur þeirra út í marga klukkutíma og uppljóstrari sem vann áður hjá fyrirtækinu kom fyrir þingnefnd í vikunni þar sem hún sakaði stjórnendur um að láta gróða ganga fyrir samfélagslegum hagsmunum. Talsmaður Facebook svaraði ávirðingum Ressa með því að fullyrða að fyrirtækið hafi lagt mikið upp út því að fjarlægja og draga úr sýnileika skaðlegs efnis. Þá trúi þau á og styðji við fjölmiðla um allan heim.
Nóbelsverðlaun Samfélagsmiðlar Filippseyjar Facebook Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03