Breska lögreglan hefur rætt við Giuffre um Andrés Bretaprins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 15:13 Giuffre er sögð hafa rætt við bresku lögregluna um Andrés Bretaprins og meint kynferðisofbeldi sem hann hafi beitt hana. EPA-EFE/ALBA VIGARAY Breskir rannsóknarlögreglumenn hafa tekið skýrslu af Virginiu Roberts Giuffre, konunni sem hefur sakað Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Giuffre kærði Andrés fyrir nauðgun í ágúst og stuttu eftir það sagði Cressida Dick, lögreglusjóri í Lundúnum, í viðtali að enginn væri yfir lögin hafinn. Þá væri lögreglan með málið til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar kannað málið tvisvar en nú þyrfti að meta hvort næg sönnunargögn séu til staðar og hvort málið falli yfir höfuð undir breskt valdsvið. Samkvæmt frétt The Sunday Times hefur Giuffre þegar rætt við bresku lögregluna um málið en hún býr í Ástralíu. Óljóst sé þó hvort um formlega skýrslutöku hafi verið að ræða. Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og Krúnan hefur lýst því yfir að áskanirnar séu falskar og byggðar á völtum grunni. Stækkuð mynd af Andrési og Giuffre. Á myndinni sést einnig Ghislaine Maxwell, sem hefur verið sökuð um að sjá Epstein og vinum hans fyrir ungum stúlkum. Getgátur eru uppi um að Epstein sjálfur hafi tekið myndina. Í kæru Giuffre gegn Andrési er hann sakaður um að hafa brotið kynferðislega á henni á heimili bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell í Lundúnum og á heimilum í eigu auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Giuffre heldur því fram að hún hafi verið „lánuð í kynferðislegum tilgangi“ af Epstein, sem var dæmdur kynferðisbrotamaður og var til rannsóknar fyrir mansal og kynferðisbrot áður en hann tók eigið líf í fangelsi árið 2019. Þá stendur aðalmeðferð í máli Maxwell yfir um þessar mundir en hún er talin hafa verið samverkakona Epsteins. Andrés prins þarf að bregðast við ákærunni fyrir 29. október næstkomandi en Giuffre hefur krafst þess að hann greiði henni miskabætur. Hversu háar er þó ekki tekið fram í kærunni. Kóngafólk Bretland Erlend sakamál Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37 Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17. september 2021 15:01 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Giuffre kærði Andrés fyrir nauðgun í ágúst og stuttu eftir það sagði Cressida Dick, lögreglusjóri í Lundúnum, í viðtali að enginn væri yfir lögin hafinn. Þá væri lögreglan með málið til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar kannað málið tvisvar en nú þyrfti að meta hvort næg sönnunargögn séu til staðar og hvort málið falli yfir höfuð undir breskt valdsvið. Samkvæmt frétt The Sunday Times hefur Giuffre þegar rætt við bresku lögregluna um málið en hún býr í Ástralíu. Óljóst sé þó hvort um formlega skýrslutöku hafi verið að ræða. Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og Krúnan hefur lýst því yfir að áskanirnar séu falskar og byggðar á völtum grunni. Stækkuð mynd af Andrési og Giuffre. Á myndinni sést einnig Ghislaine Maxwell, sem hefur verið sökuð um að sjá Epstein og vinum hans fyrir ungum stúlkum. Getgátur eru uppi um að Epstein sjálfur hafi tekið myndina. Í kæru Giuffre gegn Andrési er hann sakaður um að hafa brotið kynferðislega á henni á heimili bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell í Lundúnum og á heimilum í eigu auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Giuffre heldur því fram að hún hafi verið „lánuð í kynferðislegum tilgangi“ af Epstein, sem var dæmdur kynferðisbrotamaður og var til rannsóknar fyrir mansal og kynferðisbrot áður en hann tók eigið líf í fangelsi árið 2019. Þá stendur aðalmeðferð í máli Maxwell yfir um þessar mundir en hún er talin hafa verið samverkakona Epsteins. Andrés prins þarf að bregðast við ákærunni fyrir 29. október næstkomandi en Giuffre hefur krafst þess að hann greiði henni miskabætur. Hversu háar er þó ekki tekið fram í kærunni.
Kóngafólk Bretland Erlend sakamál Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37 Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17. september 2021 15:01 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59
Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37
Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17. september 2021 15:01
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna