„Eðlilegt að gefa rautt spjald þó að mér finnist brotið sem slíkt ekki gróft“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. október 2021 19:04 Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu á sínum tíma. fréttablaðið/afp Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, var eðlilega ánægður með sigur liðsins gegn KA. Liðið hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í upphafi tímabils. „Ég er mjög ánægður með þetta. Við vorum í smá vandræðum í vörninni, en augljóslega ekki í sókninni,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigur dagsins. „Við fengum Bjössa [Björn Viðar Björnsson] inn á lykilaugnanblikum og vorum að fá gott framlag frá öllum sem var mjög mikilvægt. Þannig að jú, ég er bara mjög ánægður með að vinna og vera taplaus.“ Leikur liðanna var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik, en stuttu fyrir hlé tóku Eyjamenn völdin og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Gestirnir að norðan komu þó ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og söxuðu vel á forskot Eyjamanna. „Þetta er kannski eitthvað sem við verðum að pæla í. Við erum að byrja leikinn og seinni hálfleikinn ekki nægilega vel, við þurfum að kíkja á það.“ „En mér fannst við bara vera mjög sannfærandi í mörgu af því sem við vorum að gera og mér fannst eins og liðið hafi bara þjappað sig vel saman við það að ég fékk þetta rauða spjald og bara gaman að sjá það. Bara frábær liðsheild í dag.“ Rúnar átti góðan leik fram að rauða spjaldinu, en hann skoraði sjö mörk í dag. Rúnar segist skilja dóminn, en að brotið hafi í sjálfu sér ekki verið gróft. „Hann [Patrekur Stefánsson] er að koma á fleygiferð og ég er kannski ekki nógu vel staðsettur. Ég held að ég hafi farið í öxlina á honum en þetta gerðist á mikilli ferð og hann fer illa út úr þessu og þetta lítur illa út.“ „Í raun og veru eðlilegt að gefa rautt spjald þarna þó að mér finnist brotið sem slíkt ekki gróft. En svona er þetta bara og ég var bara óheppinn þarna.“ En fannst Rúnari rautt spjald vera réttur dómur? „Ég ætla að segja að ég skilji af hverju þeir dæma það. En réttur eða rangur dómur. Ég skil þetta, en er ekki bara nógu slæmt að vera kominn með rautt og blátt spjald? Að fara að rífa kjaft ofan á það, ég ætla ekki að gera illt verra.“ Eyjamenn eru nú á toppi deildarinnar með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjum sínum. Rúnar segist vera virkilega ánægður í Vestmannaeyjum, og að umgjörðin í kringum liðið sé jafnvel betri en úti í atvinnumennskunni. „Þetta er bara búið að vera mjög gott. Það kom mér smá á óvart, en samt ekki, og maður var búinn að heyra góða hluti um Eyjamenn. Við fjölskyldan erum ánægð og ef konana og börnin eru ánægð og ég í handboltanum þá er ekki hægt að kvarta mikið.“ „Það er betri stemning hérna en þar sem ég var síðast allavega. Atvinnumannaumhverfið er eiginlega bara betra hér. Frábær umgjörð og hvernig er staðið að þessu öllu, þjálfarar og bara allt í kringum liðið þannig að það er ekki yfir neinu að kvarta hér.“ Handbolti Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. 10. október 2021 17:42 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með þetta. Við vorum í smá vandræðum í vörninni, en augljóslega ekki í sókninni,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigur dagsins. „Við fengum Bjössa [Björn Viðar Björnsson] inn á lykilaugnanblikum og vorum að fá gott framlag frá öllum sem var mjög mikilvægt. Þannig að jú, ég er bara mjög ánægður með að vinna og vera taplaus.“ Leikur liðanna var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik, en stuttu fyrir hlé tóku Eyjamenn völdin og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Gestirnir að norðan komu þó ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og söxuðu vel á forskot Eyjamanna. „Þetta er kannski eitthvað sem við verðum að pæla í. Við erum að byrja leikinn og seinni hálfleikinn ekki nægilega vel, við þurfum að kíkja á það.“ „En mér fannst við bara vera mjög sannfærandi í mörgu af því sem við vorum að gera og mér fannst eins og liðið hafi bara þjappað sig vel saman við það að ég fékk þetta rauða spjald og bara gaman að sjá það. Bara frábær liðsheild í dag.“ Rúnar átti góðan leik fram að rauða spjaldinu, en hann skoraði sjö mörk í dag. Rúnar segist skilja dóminn, en að brotið hafi í sjálfu sér ekki verið gróft. „Hann [Patrekur Stefánsson] er að koma á fleygiferð og ég er kannski ekki nógu vel staðsettur. Ég held að ég hafi farið í öxlina á honum en þetta gerðist á mikilli ferð og hann fer illa út úr þessu og þetta lítur illa út.“ „Í raun og veru eðlilegt að gefa rautt spjald þarna þó að mér finnist brotið sem slíkt ekki gróft. En svona er þetta bara og ég var bara óheppinn þarna.“ En fannst Rúnari rautt spjald vera réttur dómur? „Ég ætla að segja að ég skilji af hverju þeir dæma það. En réttur eða rangur dómur. Ég skil þetta, en er ekki bara nógu slæmt að vera kominn með rautt og blátt spjald? Að fara að rífa kjaft ofan á það, ég ætla ekki að gera illt verra.“ Eyjamenn eru nú á toppi deildarinnar með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjum sínum. Rúnar segist vera virkilega ánægður í Vestmannaeyjum, og að umgjörðin í kringum liðið sé jafnvel betri en úti í atvinnumennskunni. „Þetta er bara búið að vera mjög gott. Það kom mér smá á óvart, en samt ekki, og maður var búinn að heyra góða hluti um Eyjamenn. Við fjölskyldan erum ánægð og ef konana og börnin eru ánægð og ég í handboltanum þá er ekki hægt að kvarta mikið.“ „Það er betri stemning hérna en þar sem ég var síðast allavega. Atvinnumannaumhverfið er eiginlega bara betra hér. Frábær umgjörð og hvernig er staðið að þessu öllu, þjálfarar og bara allt í kringum liðið þannig að það er ekki yfir neinu að kvarta hér.“
Handbolti Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. 10. október 2021 17:42 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. 10. október 2021 17:42