Tárvotar, tólf ára stelpur fengu að hitta liðsfélaga Berglindar eftir metleikinn Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 08:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur í Hammarby eiga sér marga stuðningsmenn en þrjár af þeim dyggustu táruðust af gleði þegar þær fengu að hitta leikmenn eftir leik í gær. Skjáskot Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eitt marka Hammarby í metleiknum gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Alls voru 18.537 áhorfendur á leiknum en þrjár tólf ára stelpur úr stuðningsmannahópi Hammarby skáru sig úr. Ljóst var fyrir helgi að metfjöldi áhorfenda yrði á leiknum en áður höfðu mest 9.413 áhorfendur mætt á leik í sænsku kvennadeildinni, svo metfjöldinn nánast tvöfaldaðist í gær. Það var því vel fagnað þegar Berglind skoraði laglegt mark og kom Hammarby í 3-1 en liðið fagnaði að lokum 4-1 sigri gegn Hallberu Guðnýju Gísladóttur og hennar liði. Berglind lagði upp fyrsta mark leiksins og hér að neðan má sjá mörkin og stemninguna á leiknum sögulega: Stuðningsmenn Hammarby fögnuðu mislengi en þrjár tólf ára stelpur héldu lengi áfram að fagna fyrir utan Tele2 Arena leikvanginn. Söngur þeirra heyrðist vel og allt í einu opnuðust dyrnar og þeim var hleypt inn til að gleðjast með leikmönnum Hammarby, og taka af sér myndir með þeim. „Ég var að fá taugaáfall,“ sagði Mary Olsson, ein af þríeykinu. „Ég gat varla andað. Ég fékk tár í augun,“ bætti Alma Rensfelt við en viðbrögð stelpnanna má sjá hér að neðan. pic.twitter.com/D2GkA4AieE— Sportbladet (@sportbladet) October 11, 2021 Matilda Vinberg, Emma Jansson og Madelen Janogy hittu aðdáendurna ungu og spjölluðu við þá. „Ég hélt að það væri bara verið að hleypa okkur inn svo við gætum aðeins hlýjað okkur en svo stóðu þær þarna,“ sagði Rensfelt. „Þetta var bara algjört sjokk,“ sagði Moa Bohlin. Janogy spurði hvort þeim væri ekki kalt og stelpurnar ungu svöruðu því játandi en voru svo fljótar að koma sér í það að taka „sjálfur“ með hetjunum sínum. Emma Jansson sagði svo hlæjandi að eftir næsta heimaleik, 30. október, yrðu þær að vera fljótari að opna dyrnar. Eftir sigurinn er Hammarby með 28 stig í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Evrópusæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Íslendingaliðið Kristianstad er í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa unnið liðið í 3. sæti, Eskilstuna, 2-0 í gær. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru að vanda í liði Kristianstad. Sænski boltinn Tengdar fréttir Berglind Björg á skotskónum í stórsigri Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. október 2021 14:51 Berglind og Hallbera mætast í algjörum metleik Áhorfendametið á leik í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð verður stórbætt á sunnudaginn þegar Stokkhólmsliðin Hammarby og AIK mætast. 8. október 2021 17:01 Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Sjá meira
Ljóst var fyrir helgi að metfjöldi áhorfenda yrði á leiknum en áður höfðu mest 9.413 áhorfendur mætt á leik í sænsku kvennadeildinni, svo metfjöldinn nánast tvöfaldaðist í gær. Það var því vel fagnað þegar Berglind skoraði laglegt mark og kom Hammarby í 3-1 en liðið fagnaði að lokum 4-1 sigri gegn Hallberu Guðnýju Gísladóttur og hennar liði. Berglind lagði upp fyrsta mark leiksins og hér að neðan má sjá mörkin og stemninguna á leiknum sögulega: Stuðningsmenn Hammarby fögnuðu mislengi en þrjár tólf ára stelpur héldu lengi áfram að fagna fyrir utan Tele2 Arena leikvanginn. Söngur þeirra heyrðist vel og allt í einu opnuðust dyrnar og þeim var hleypt inn til að gleðjast með leikmönnum Hammarby, og taka af sér myndir með þeim. „Ég var að fá taugaáfall,“ sagði Mary Olsson, ein af þríeykinu. „Ég gat varla andað. Ég fékk tár í augun,“ bætti Alma Rensfelt við en viðbrögð stelpnanna má sjá hér að neðan. pic.twitter.com/D2GkA4AieE— Sportbladet (@sportbladet) October 11, 2021 Matilda Vinberg, Emma Jansson og Madelen Janogy hittu aðdáendurna ungu og spjölluðu við þá. „Ég hélt að það væri bara verið að hleypa okkur inn svo við gætum aðeins hlýjað okkur en svo stóðu þær þarna,“ sagði Rensfelt. „Þetta var bara algjört sjokk,“ sagði Moa Bohlin. Janogy spurði hvort þeim væri ekki kalt og stelpurnar ungu svöruðu því játandi en voru svo fljótar að koma sér í það að taka „sjálfur“ með hetjunum sínum. Emma Jansson sagði svo hlæjandi að eftir næsta heimaleik, 30. október, yrðu þær að vera fljótari að opna dyrnar. Eftir sigurinn er Hammarby með 28 stig í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Evrópusæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Íslendingaliðið Kristianstad er í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa unnið liðið í 3. sæti, Eskilstuna, 2-0 í gær. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru að vanda í liði Kristianstad.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Berglind Björg á skotskónum í stórsigri Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. október 2021 14:51 Berglind og Hallbera mætast í algjörum metleik Áhorfendametið á leik í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð verður stórbætt á sunnudaginn þegar Stokkhólmsliðin Hammarby og AIK mætast. 8. október 2021 17:01 Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Sjá meira
Berglind Björg á skotskónum í stórsigri Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. október 2021 14:51
Berglind og Hallbera mætast í algjörum metleik Áhorfendametið á leik í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð verður stórbætt á sunnudaginn þegar Stokkhólmsliðin Hammarby og AIK mætast. 8. október 2021 17:01