Eina með Gaupa: Bjargvættur handboltans í Eyjum veðjaði á heimafólkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 11:30 Magnús Bragason ræðir við Gaupa en til hægri fagna Eyjamenn einum af mörgum titlum liðsins á síðustu árum. Samsett/S2 Sport&Daníel Guðjón Guðmundsson verður með reglulegan dagskrárlið í Seinni bylgjunni í vetur og í gær var frumsýnd nýjasta Eina innslagið hans Gaupa þar sem hann ræddi við Magnús Bragason, hótelstjóra og bjargvætt handboltans í Vestmannaeyjum. „ÍBV er eina stórveldið í handboltanum utan Stór-Reykjavíkursvæðsins. Það eru fáir sem vita að árið 2008 átti að leggja handboltann í Eyjum niður,“ sagði Guðjón Guðmundsson og kynnti til leiks manninn sem kom í veg fyrir að handboltinn í Vestmannaeyjum yrði lagður niður. „Magnús var formaður handknattleiksdeildar ÍBV frá 1997 til 2003 og aftur fékk hann deildina í fangið árið 2008 með tæpar fimmtíu milljónir í mínus og þá vildu menn leggja handboltann í Vestmannaeyjum niður,“ sagði Guðjón. Klippa: Seinni bylgjan: Eina og bjargvætturinn í Eyjum „Það var slæm staða og nógu erfitt er að reka handboltann fyrir hvað þá að draga svona háa skuld með sér. Við komum saman nokkur sem höfðum starfað í handboltanum áður og tókum ákvörðun um að keyra þetta áfram en á öðrum forsendum,“ sagði Magnús Bragason í viðtali við Gaupa. „Við keyrðum á heimamönnum og vissum að árangurinn myndi fara eitthvað niður. Það tókst vel, reksturinn jafnaði sig fljótt og við náðum betri árangri þar en við áttum von á. Við keyrðum á heimamönnum sem urðu svo uppistaðan að þessu gullaldarliði sem kom seinna,“ sagði Magnús. „Það gerðust svo margir hlutir sem komu okkur á óvart. Það voru allir tilbúnir að hjálpast að og það vissu allir að við værum í þessu erfiða verkefni. Við fengum styrki frá fyrirtækjum sem höfðu ekki gefið okkur styrki áður,“ sagði Magnús. 2013 komst ÍBV upp í efstu deild á ný og strax árið eftir varð liðið Íslandsmeistari eftir sigur á Haukum í oddaleik á Ásvöllum. Eyjamenn fagna bikarmeistaratitli sínum árið 2020. Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Þór Eyþórsson lyfta bikarnum.Vísir/Daníel Þór „Þetta hvarflaði ekki að okkur þegar við vorum að fara í þessa vegferð. Þegar við erum þarna niðri og taka þessi erfiðu ár þá fjölgaði stuðningsmönnum. Það fjölgaði í Krókódílunum, stuðningsmannafélaginu okkar sem við höfðum stofnað 2003. Allar afar og ömmur, pabbar og mömmur, eltu heimafólkið á leiki. Það varð einhver kraftur til, skapaðist neisti sem við lifum enn á,“ sagði Magnús. Frá því að Magnús steig frá borði árið 2011 hefur ÍBV unnið átta stóra titla og starfið í Vestmannaeyjum blómstrar. Það má sjá allt viðtalið og alla umfjöllun Gaupa um björgunarafrek handboltans í Eyjum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira
„ÍBV er eina stórveldið í handboltanum utan Stór-Reykjavíkursvæðsins. Það eru fáir sem vita að árið 2008 átti að leggja handboltann í Eyjum niður,“ sagði Guðjón Guðmundsson og kynnti til leiks manninn sem kom í veg fyrir að handboltinn í Vestmannaeyjum yrði lagður niður. „Magnús var formaður handknattleiksdeildar ÍBV frá 1997 til 2003 og aftur fékk hann deildina í fangið árið 2008 með tæpar fimmtíu milljónir í mínus og þá vildu menn leggja handboltann í Vestmannaeyjum niður,“ sagði Guðjón. Klippa: Seinni bylgjan: Eina og bjargvætturinn í Eyjum „Það var slæm staða og nógu erfitt er að reka handboltann fyrir hvað þá að draga svona háa skuld með sér. Við komum saman nokkur sem höfðum starfað í handboltanum áður og tókum ákvörðun um að keyra þetta áfram en á öðrum forsendum,“ sagði Magnús Bragason í viðtali við Gaupa. „Við keyrðum á heimamönnum og vissum að árangurinn myndi fara eitthvað niður. Það tókst vel, reksturinn jafnaði sig fljótt og við náðum betri árangri þar en við áttum von á. Við keyrðum á heimamönnum sem urðu svo uppistaðan að þessu gullaldarliði sem kom seinna,“ sagði Magnús. „Það gerðust svo margir hlutir sem komu okkur á óvart. Það voru allir tilbúnir að hjálpast að og það vissu allir að við værum í þessu erfiða verkefni. Við fengum styrki frá fyrirtækjum sem höfðu ekki gefið okkur styrki áður,“ sagði Magnús. 2013 komst ÍBV upp í efstu deild á ný og strax árið eftir varð liðið Íslandsmeistari eftir sigur á Haukum í oddaleik á Ásvöllum. Eyjamenn fagna bikarmeistaratitli sínum árið 2020. Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Þór Eyþórsson lyfta bikarnum.Vísir/Daníel Þór „Þetta hvarflaði ekki að okkur þegar við vorum að fara í þessa vegferð. Þegar við erum þarna niðri og taka þessi erfiðu ár þá fjölgaði stuðningsmönnum. Það fjölgaði í Krókódílunum, stuðningsmannafélaginu okkar sem við höfðum stofnað 2003. Allar afar og ömmur, pabbar og mömmur, eltu heimafólkið á leiki. Það varð einhver kraftur til, skapaðist neisti sem við lifum enn á,“ sagði Magnús. Frá því að Magnús steig frá borði árið 2011 hefur ÍBV unnið átta stóra titla og starfið í Vestmannaeyjum blómstrar. Það má sjá allt viðtalið og alla umfjöllun Gaupa um björgunarafrek handboltans í Eyjum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira