Ræða við borgaryfirvöld um lélegt skyggni Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 11:06 Skyggnið yfir bensíndælunum er 254 fermetrar. Það er úr stáli og timbri, Vísir/Vilhelm Festi hf. ætlar ekki að kæra ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að synja fyrirtækinu um leyfi til að rífa skyggni við bensínstöð á Ægisíðu sem er orðið lélegt. Samráð á sér nú stað milli Festar og borgaryfirvalda um framtíð skyggnisins. Umsókn Festar hf. um að rífa skyggnið við bensínstöðina við Ægisíðu 102 var hafnað á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. október. Vísað var til þess að ekki lægju fyrir skýrar uppbyggingaáætlanir á lóðinni og því væri ekki hægt að verða við óskum um niðurrif á núverandi húsnæði, hvort sem er að hluta eða öllu leyti. Morgunblaðið sagði frá synjuninni á föstudag. Bensínstöðin við Ægissíðu er ein nokkurra sem Festi og aðrir rekendur eldsneytisstöðva sömdu við Reykjavíkurborg um að leggja niður á næstu árum. Hætta á rekstri stöðvarinnar fyrir 1. janúar árið 2023 samkvæmt samkomulaginu. Í umsókn Festar um að rífa niður skyggnið kom fram að það væri orðið lélegt en í ljósi samkomulagsins um breytt skipulag á lóðinni teldi fyrirtækið ekki forsvaranlegt að gangast í endurbætur á því sem væru annars taldar brýnar. Kjósa samtal við borgina frekar en kæru Ívar Örn Þrastarson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Festar, segir í samtali við Vísi að ástand skyggnisins sé ekki gott þó svo að engin bráðahætta stafi af því. Í ljósi ákvörðunar byggingarfulltrúa um að synja umsókninni um niðurrif verði ástand skyggnisins metið betur og ráðist í aðgerðir ef þörf þykir á. Festi gæti kært niðurstöðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en Ívar Örn segir fyrirtækið ekki ætla að fara þá leið. „Við munum ekki kæra þessa niðurstöðu heldur bara taka samtalið áfram við Reykjavíkurborg um hvernig málið þróast í takt við samkomulagið sem var gert,“ segir hann. Í umsögn skipulagsfulltrúans í Reykjavík um umsókn Festar kom fram að hann muni endurskoða afstöðu sína til niðurrifsins þegar skýrar áætlanir liggja fyrir um uppbyggingu í samræmi við samkomulag borgarinnar og rekstraraðila bensínstöðva um nýtt hlutverk lóð í þeirra eigu. Í stað bensínstöðvarinnar hefur Festi lagt til að reist verði tveggja til fjögurra hæða hús á reitnum, hugsanlega með matvöruverslun á hluta jarðhæðar en íbúðum í öðrum hlutum þess. Festi hefur leyfi til að flytja tvær eldsneytisdælur af Ægisíðu á Fiskislóð þegar bensínstöðin verður rifin. Reykjavík Skipulag Bensín og olía Stjórnsýsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Umsókn Festar hf. um að rífa skyggnið við bensínstöðina við Ægisíðu 102 var hafnað á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. október. Vísað var til þess að ekki lægju fyrir skýrar uppbyggingaáætlanir á lóðinni og því væri ekki hægt að verða við óskum um niðurrif á núverandi húsnæði, hvort sem er að hluta eða öllu leyti. Morgunblaðið sagði frá synjuninni á föstudag. Bensínstöðin við Ægissíðu er ein nokkurra sem Festi og aðrir rekendur eldsneytisstöðva sömdu við Reykjavíkurborg um að leggja niður á næstu árum. Hætta á rekstri stöðvarinnar fyrir 1. janúar árið 2023 samkvæmt samkomulaginu. Í umsókn Festar um að rífa niður skyggnið kom fram að það væri orðið lélegt en í ljósi samkomulagsins um breytt skipulag á lóðinni teldi fyrirtækið ekki forsvaranlegt að gangast í endurbætur á því sem væru annars taldar brýnar. Kjósa samtal við borgina frekar en kæru Ívar Örn Þrastarson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Festar, segir í samtali við Vísi að ástand skyggnisins sé ekki gott þó svo að engin bráðahætta stafi af því. Í ljósi ákvörðunar byggingarfulltrúa um að synja umsókninni um niðurrif verði ástand skyggnisins metið betur og ráðist í aðgerðir ef þörf þykir á. Festi gæti kært niðurstöðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en Ívar Örn segir fyrirtækið ekki ætla að fara þá leið. „Við munum ekki kæra þessa niðurstöðu heldur bara taka samtalið áfram við Reykjavíkurborg um hvernig málið þróast í takt við samkomulagið sem var gert,“ segir hann. Í umsögn skipulagsfulltrúans í Reykjavík um umsókn Festar kom fram að hann muni endurskoða afstöðu sína til niðurrifsins þegar skýrar áætlanir liggja fyrir um uppbyggingu í samræmi við samkomulag borgarinnar og rekstraraðila bensínstöðva um nýtt hlutverk lóð í þeirra eigu. Í stað bensínstöðvarinnar hefur Festi lagt til að reist verði tveggja til fjögurra hæða hús á reitnum, hugsanlega með matvöruverslun á hluta jarðhæðar en íbúðum í öðrum hlutum þess. Festi hefur leyfi til að flytja tvær eldsneytisdælur af Ægisíðu á Fiskislóð þegar bensínstöðin verður rifin.
Reykjavík Skipulag Bensín og olía Stjórnsýsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira