Mótmæla aflífun dýra hverra eigendur hafa greinst með Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. október 2021 08:17 Parið hlóð öllum sínum veraldlegu eigum á mótorhjól og ferðaðist 280 km, með fimmtán hunda með sér. Pham Minh Hung Yfir 150 þúsund manns í Víetnam hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að þarlend yfirvöld hætti að drepa dýr af ótta við smithættu vegna Covid-19. Undirskriftasöfnuninni var hrundið af stað eftir að tólf gæludýr pars sem greindist með sjúkdóminn voru drepin á meðan þau dvöldu á spítala. Pham Minh Hung, 49 ára, og Nguyen Thi Chi Em, 35 ára, eru meðal þeirra sem hafa yfirgefið stórborgir Víetnam í kórónuveirufaraldrinum til að leita vinnu annars staðar. Þau lögðu af stað 8. október síðastliðinn eftir að hafa hlaðið öllum veraldlegum eigum sínum á mótorhjól. Með í för voru „börnin“ þeirra, það er að segja hundarnir þeirra. Voru þau í samfloti með þremur ættingjum, sem höfðu með þrjá hunda og einn kött. Leiðin lá frá Long An-héraði í Khanh Hung í Ca Mau-héraði, um 280 km leið. Þar býr enn annað skyldmenni og útbreiðsla Covid-19 er ekki jafn mikil. Parið birti myndir og myndskeið úr ferðinni á samfélagsmiðlum og nutu nokkurra vinsælda, ekki síst fyrir að hugsa vel um hundana sína. Þegar þau lögðu af stað voru dýrin fimmtán en þau gáfu tvo frá sér og einn drapst. Þegar komið var til Khanh Hung þurfti hópurinn að gangst undir Covid-19 próf og allir reyndust ferðalangarnir smitaðir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en á meðan voru hundarnir tólf drepnir og gæludýr ættingjanna. Það liggur ekki fyrir hvernig en svo virðist sem hræ þeirra hafi verið brennd. „Konan mín og ég grétum svo mikið að við gátum ekki sofið,“ sagði maðurinn. „Ég vildi ekki trúa því að þetta hefði gerst. Ég gat ekki gert neitt til að vernda börnin mín,“ sagði hann í samtali við BBC. Margir sem fylgdust með ferð parsins á samfélagsmiðlum voru djúpt snortnir yfir því hversu vel þau hugsuðu um dýrin sín.Pham Minh Hung Á samfélagsmiðlum létu viðbrögðin við tíðindunum ekki á sér standa og ákvörðunin um að drepa hundana var sögð „grimmileg“ og „villimannsleg“. Nguyen Hong Vu, vísindamaður við City of Hope National Medical Center í Bandaríkjunum sagði ákvörðunina fáránlega, þar sem engar ábendingar væru um að grípa þyrfti til þess að aflífa dýr ef eigendur greindust með Covid-19. Ekki sé vitað um tilvik þar sem smit hafi borist úr gæludýrum í fólk en hins vegar hafi fólk smitað gæludýrin sín. Rannsókn í Texas náði til 76 gæludýra á 39 heimilum þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu greinst með Covid-19. Þrír kettir og einn hundur reyndust hafa smitast en sýndu lítil eða engin einkenni og náðu sér fljótt. Viðbrögð yfirvalda í Víetnam við kórónuverufaraldrinum þykja almennt hafa verið nokkuð hörð. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn fyrir að dreifa SAR-CoV-2, vírusnum sem veldur Covid-19, og sumir fangelsaðir í allt að fimm ár. Þá vakti mikla hneykslað þegar myndskeið fór í birtingu í september síðastliðnum sem sýndi lögreglumenn brjótast inn í íbúð í Binh Duong-héraði og draga konu út á meðan ungur sonur hennar grét. Hafði konan orðið útsett fyrir smiti og hugðist lögregla láta hana undirgangast próf. BBC greindi frá. Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Pham Minh Hung, 49 ára, og Nguyen Thi Chi Em, 35 ára, eru meðal þeirra sem hafa yfirgefið stórborgir Víetnam í kórónuveirufaraldrinum til að leita vinnu annars staðar. Þau lögðu af stað 8. október síðastliðinn eftir að hafa hlaðið öllum veraldlegum eigum sínum á mótorhjól. Með í för voru „börnin“ þeirra, það er að segja hundarnir þeirra. Voru þau í samfloti með þremur ættingjum, sem höfðu með þrjá hunda og einn kött. Leiðin lá frá Long An-héraði í Khanh Hung í Ca Mau-héraði, um 280 km leið. Þar býr enn annað skyldmenni og útbreiðsla Covid-19 er ekki jafn mikil. Parið birti myndir og myndskeið úr ferðinni á samfélagsmiðlum og nutu nokkurra vinsælda, ekki síst fyrir að hugsa vel um hundana sína. Þegar þau lögðu af stað voru dýrin fimmtán en þau gáfu tvo frá sér og einn drapst. Þegar komið var til Khanh Hung þurfti hópurinn að gangst undir Covid-19 próf og allir reyndust ferðalangarnir smitaðir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en á meðan voru hundarnir tólf drepnir og gæludýr ættingjanna. Það liggur ekki fyrir hvernig en svo virðist sem hræ þeirra hafi verið brennd. „Konan mín og ég grétum svo mikið að við gátum ekki sofið,“ sagði maðurinn. „Ég vildi ekki trúa því að þetta hefði gerst. Ég gat ekki gert neitt til að vernda börnin mín,“ sagði hann í samtali við BBC. Margir sem fylgdust með ferð parsins á samfélagsmiðlum voru djúpt snortnir yfir því hversu vel þau hugsuðu um dýrin sín.Pham Minh Hung Á samfélagsmiðlum létu viðbrögðin við tíðindunum ekki á sér standa og ákvörðunin um að drepa hundana var sögð „grimmileg“ og „villimannsleg“. Nguyen Hong Vu, vísindamaður við City of Hope National Medical Center í Bandaríkjunum sagði ákvörðunina fáránlega, þar sem engar ábendingar væru um að grípa þyrfti til þess að aflífa dýr ef eigendur greindust með Covid-19. Ekki sé vitað um tilvik þar sem smit hafi borist úr gæludýrum í fólk en hins vegar hafi fólk smitað gæludýrin sín. Rannsókn í Texas náði til 76 gæludýra á 39 heimilum þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu greinst með Covid-19. Þrír kettir og einn hundur reyndust hafa smitast en sýndu lítil eða engin einkenni og náðu sér fljótt. Viðbrögð yfirvalda í Víetnam við kórónuverufaraldrinum þykja almennt hafa verið nokkuð hörð. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn fyrir að dreifa SAR-CoV-2, vírusnum sem veldur Covid-19, og sumir fangelsaðir í allt að fimm ár. Þá vakti mikla hneykslað þegar myndskeið fór í birtingu í september síðastliðnum sem sýndi lögreglumenn brjótast inn í íbúð í Binh Duong-héraði og draga konu út á meðan ungur sonur hennar grét. Hafði konan orðið útsett fyrir smiti og hugðist lögregla láta hana undirgangast próf. BBC greindi frá.
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent