Zúistabræðrum hafnað um gögn sem leiddu til rannsóknar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2021 15:54 Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir. Einar hlaut 3 ára og 9 mánaða fangelsisdóm vegna fjársvika árið 2017. Vísir Landsréttur hefur hafnað kröfum forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að fá aðgang að erindi frá Skrifstofu fjármálagerninga lörgeglu (SFL) og tilkynningu sem erindið byggði á. Forsvarsmennirnir sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Verjendur bræðranna kröfðust þess í Héraðsdómi Reykjavíkur að málinu yrði vísað frá en þeirri kröfu var hafnað í apríl síðastliðnum. Nú kröfðust þeir að fá fyrrnefnt erindi frá SFL. Um er að ræða erindi til Embættis héraðssaksóknara sem leiddi til rannsóknar saksóknara á umsvifum bræðranna Ágústs Arnar og Einars. Verjendurnir ýjuðu að því að rannsókn á málinu hefði mögulega hafist áður en sú tilkynning barst héraðssaksóknara. Öll atriði þyrftu að vera uppi á borðum og mikilvægt að geta fullvissað sig um að rétt hafi verið að málum staðið. Þá bentu verjendurnir á að SFL væri ekki tilkynningaskyldur aðili heldu hafi einhver sem beri tilkynningaskyldu á grundvelli laganna sett tilkynninguna fram og þá væntanlega einungis tilkynnt um óeðlilega fjármunafærslu. Liggja þurfi fyrir hvað varð til þess að tilkynningin var send og hvers vegna færsla hjá skráðu trúfélagi hafi vakið grunsemdir. Einnig kunni að vera í tilkynningunni upplýsingar um meint frumbrot sem SFL hafi fengið upplýsingar um. Þá bentu verjendur á að skrifstofa SFL væri á sama gangi og héraðssaksóknari. Réttmæt ástæða væri til að ætla að málatilbúnaður hæfist á skrifstofu héraðssaksóknara og allt annað væri einhvers konar fyrirsláttur til að afla sér heimildar til að hefja rannsókn málsins. Það væri einnig ástæða þess að ákærðu vildu fá skjalið inn í málið og teldu að það kynni að varpa ljósi á hæfi ákæruvaldsins til að fara með málið. Landsréttur hafnaði beiðni verjendanna og sagði meðal annars að hvorki í gögnum málsins né undirliggjandi lagaákvæðum liggi nokkuð fyrir um að sóknaraðili hafi fengið eða átt að fá sent afrit af þeirri tilkynningu sem erindi SFL til héraðssaksóknara byggði á. Þá hefðu verjendur bræðranna ekki bent á ákveðin atriði sem þeir telji vera í erindi SFL til sóknaraðila eða útskýrt hvernig það geti haft áhrif á úrlausn málsins. Ekkert lægi fyrir um að erindið hafi að geyma sönnun um atvik máls sem héraðssaksóknara sé skylt að leggja fram. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur. Zuism Dómsmál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Verjendur bræðranna kröfðust þess í Héraðsdómi Reykjavíkur að málinu yrði vísað frá en þeirri kröfu var hafnað í apríl síðastliðnum. Nú kröfðust þeir að fá fyrrnefnt erindi frá SFL. Um er að ræða erindi til Embættis héraðssaksóknara sem leiddi til rannsóknar saksóknara á umsvifum bræðranna Ágústs Arnar og Einars. Verjendurnir ýjuðu að því að rannsókn á málinu hefði mögulega hafist áður en sú tilkynning barst héraðssaksóknara. Öll atriði þyrftu að vera uppi á borðum og mikilvægt að geta fullvissað sig um að rétt hafi verið að málum staðið. Þá bentu verjendurnir á að SFL væri ekki tilkynningaskyldur aðili heldu hafi einhver sem beri tilkynningaskyldu á grundvelli laganna sett tilkynninguna fram og þá væntanlega einungis tilkynnt um óeðlilega fjármunafærslu. Liggja þurfi fyrir hvað varð til þess að tilkynningin var send og hvers vegna færsla hjá skráðu trúfélagi hafi vakið grunsemdir. Einnig kunni að vera í tilkynningunni upplýsingar um meint frumbrot sem SFL hafi fengið upplýsingar um. Þá bentu verjendur á að skrifstofa SFL væri á sama gangi og héraðssaksóknari. Réttmæt ástæða væri til að ætla að málatilbúnaður hæfist á skrifstofu héraðssaksóknara og allt annað væri einhvers konar fyrirsláttur til að afla sér heimildar til að hefja rannsókn málsins. Það væri einnig ástæða þess að ákærðu vildu fá skjalið inn í málið og teldu að það kynni að varpa ljósi á hæfi ákæruvaldsins til að fara með málið. Landsréttur hafnaði beiðni verjendanna og sagði meðal annars að hvorki í gögnum málsins né undirliggjandi lagaákvæðum liggi nokkuð fyrir um að sóknaraðili hafi fengið eða átt að fá sent afrit af þeirri tilkynningu sem erindi SFL til héraðssaksóknara byggði á. Þá hefðu verjendur bræðranna ekki bent á ákveðin atriði sem þeir telji vera í erindi SFL til sóknaraðila eða útskýrt hvernig það geti haft áhrif á úrlausn málsins. Ekkert lægi fyrir um að erindið hafi að geyma sönnun um atvik máls sem héraðssaksóknara sé skylt að leggja fram. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur.
Zuism Dómsmál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira