Heimsfrægt listaverk eftir Banksy selst á rúma þrjá milljarða króna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. október 2021 20:16 Listaverkið seldist á 25,4 milljónir bandaríkjadali eða tæpa 3,3 milljarða íslenskra króna. Getty/Scheuber Listaverk eftir breka götulistamanninn Banksy seldist á rúma þrjá milljarða á uppboði í London í dag. Verðið er það hæsta sem fengist hefur fyrir Banksy-verk. Verðmæti verksins var talið vera á bilinu 700 milljónir upp í allt að milljarð íslenskra króna fyrir uppboðið. Salan fór því fram úr björtustu vonum og seldist verkið á þrefalt meiri pening en ríkulegasta verðmat hafði gert ráð fyrir. AP News segir frá. Listaverkið hlaut heimsathygli fyrir um þremur árum þegar það var fyrst selt á uppboði. Þegar listaverkið hafði verið selt á uppboðinu fór tætari falinn í ramma verksins skyndilega í gang. Myndin rann niður í rammanum í gegnum þartilgerðan tætara og stór partur verksins tættist í strimla. Banksy tjáði sig um málið í kjölfar gjörningsins og sagði löngunina til að eyðileggja einnig vera listræna löngun. Verkið seldist ótætt á tæpar 150 milljónir króna á þeim tíma og hefur verðmæti listaverksins því nærri tuttugufaldast á þremur árum. Listaverkið var áður kallað „Stúlka með blöðru“. Eftir gjörninginn hefur verkið verið kallað „´Ástin er í ruslinu“.Getty/Luque Götulistamaðurinn er heimsfrægur en hefur aldrei komið fram undir nafni. Hann vakti upphaflega athygli með götulistaverkum sínum í Bristol í Bretlandi. Banksy hefur meðal annars notað list sína til að vekja athygli á pólitískum málefnum líðandi stundar. Myndlist Bretland Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Lífið samstarf Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Lífið samstarf „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Verðmæti verksins var talið vera á bilinu 700 milljónir upp í allt að milljarð íslenskra króna fyrir uppboðið. Salan fór því fram úr björtustu vonum og seldist verkið á þrefalt meiri pening en ríkulegasta verðmat hafði gert ráð fyrir. AP News segir frá. Listaverkið hlaut heimsathygli fyrir um þremur árum þegar það var fyrst selt á uppboði. Þegar listaverkið hafði verið selt á uppboðinu fór tætari falinn í ramma verksins skyndilega í gang. Myndin rann niður í rammanum í gegnum þartilgerðan tætara og stór partur verksins tættist í strimla. Banksy tjáði sig um málið í kjölfar gjörningsins og sagði löngunina til að eyðileggja einnig vera listræna löngun. Verkið seldist ótætt á tæpar 150 milljónir króna á þeim tíma og hefur verðmæti listaverksins því nærri tuttugufaldast á þremur árum. Listaverkið var áður kallað „Stúlka með blöðru“. Eftir gjörninginn hefur verkið verið kallað „´Ástin er í ruslinu“.Getty/Luque Götulistamaðurinn er heimsfrægur en hefur aldrei komið fram undir nafni. Hann vakti upphaflega athygli með götulistaverkum sínum í Bristol í Bretlandi. Banksy hefur meðal annars notað list sína til að vekja athygli á pólitískum málefnum líðandi stundar.
Myndlist Bretland Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Lífið samstarf Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Lífið samstarf „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54
Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“