Klopp skýtur á Sádana: „Kannski vilja þeir kaupa alla ensku úrvalsdeildina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2021 15:00 Jürgen Klopp segir Roberto Firmino til á æfingu Liverpool. getty/Nick Taylor Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi nýjum eigendum Newcastle United pillu á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þeir gætu eflaust keypt alla ensku úrvalsdeildina ef þeir hefðu áhuga á því. Sádí-arabíski fjárfestingasjóðurinn PIF gekk frá yfirtöku á Newcastle í síðustu viku. Nýju eigendurnir eru vellauðugir en auðæfi þeirra eru metin á 320 milljarða punda. Ekkert fótboltafélag í heiminum á núna ríkari eigendur en Newcastle. Stuðningsmenn Newcastle eru mjög spenntir fyrir komandi tímum en ekki eru allir jafn ánægðir. Ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirtöku Sádí-Arabanna á Newcastle harðlega enda er staða mannréttinda þar í landi er afleit. Þá lýstu hin félögin í ensku úrvalsdeildinni yfir andstöðu við kaup Sádí-Arabanna á Newcastle. Á blaðamannafundi í dag sagði Klopp að ekki væri langt þar til Newcastle kæmist á toppinn á Englandi krafti auðæfa Sádí-Arabanna. „Það eru augljóslega áhyggjur af mannréttindum eins og við vitum öll. Hvað þýðir þetta fyrir fótboltann? Fyrir nokkrum mánuðum var mikið fjaðrafok vegna Ofurdeildarinnar, og það skiljanlega. Þetta er eins og að búa til ofurlið sem verður fastagestur í Meistaradeild Evrópu eftir nokkur ár. Það er alveg ljóst,“ sagði Klopp. „Ef eigendurnir eru þolinmóðir verða þeir með ofurlið eftir fimm til sex ár. Þeir eiga nógu mikinn pening til að kaupa alla ensku úrvalsdeildina og kannski vilja þeir það.“ Þriðja félagið sem er í eigu ríkis Klopp sagði jafnframt að fjárhagslegt bolmagn væri ekki ávísun á árangur og meira þurfi til. „Stuðningsmenn Newcastle elska þetta, að sjálfsögðu. En fyrir okkur hin er þetta nýtt ofurlið í Newcastle. Það er ekki hægt að kaupa allt með peningum. Þetta tekur tíma. Þeir hafa nógu mikinn tíma til að taka rangar ákvarðanir, svo réttar ákvarðanir og komast þangað sem þeir vilja,“ sagði Klopp. „Enska úrvalsdeildin hugsaði: prófum þetta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Þetta er þriðja félagið sem er í eigu ríkis. Við þurfum að glíma við þetta. Góðar ákvarðanir eru mikilvægari en peningar og þetta gerist ekki á einni nóttu. Það er ekki öruggt að Newcastle haldi sér uppi. Miklar breytingar eru í vændum.“ Liverpool sækir Watford heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun á meðan Newcastle fær Tottenham í heimsókn í fyrsta leiknum eftir yfirtöku Sádí-Arabanna á félaginu. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Sádí-arabíski fjárfestingasjóðurinn PIF gekk frá yfirtöku á Newcastle í síðustu viku. Nýju eigendurnir eru vellauðugir en auðæfi þeirra eru metin á 320 milljarða punda. Ekkert fótboltafélag í heiminum á núna ríkari eigendur en Newcastle. Stuðningsmenn Newcastle eru mjög spenntir fyrir komandi tímum en ekki eru allir jafn ánægðir. Ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirtöku Sádí-Arabanna á Newcastle harðlega enda er staða mannréttinda þar í landi er afleit. Þá lýstu hin félögin í ensku úrvalsdeildinni yfir andstöðu við kaup Sádí-Arabanna á Newcastle. Á blaðamannafundi í dag sagði Klopp að ekki væri langt þar til Newcastle kæmist á toppinn á Englandi krafti auðæfa Sádí-Arabanna. „Það eru augljóslega áhyggjur af mannréttindum eins og við vitum öll. Hvað þýðir þetta fyrir fótboltann? Fyrir nokkrum mánuðum var mikið fjaðrafok vegna Ofurdeildarinnar, og það skiljanlega. Þetta er eins og að búa til ofurlið sem verður fastagestur í Meistaradeild Evrópu eftir nokkur ár. Það er alveg ljóst,“ sagði Klopp. „Ef eigendurnir eru þolinmóðir verða þeir með ofurlið eftir fimm til sex ár. Þeir eiga nógu mikinn pening til að kaupa alla ensku úrvalsdeildina og kannski vilja þeir það.“ Þriðja félagið sem er í eigu ríkis Klopp sagði jafnframt að fjárhagslegt bolmagn væri ekki ávísun á árangur og meira þurfi til. „Stuðningsmenn Newcastle elska þetta, að sjálfsögðu. En fyrir okkur hin er þetta nýtt ofurlið í Newcastle. Það er ekki hægt að kaupa allt með peningum. Þetta tekur tíma. Þeir hafa nógu mikinn tíma til að taka rangar ákvarðanir, svo réttar ákvarðanir og komast þangað sem þeir vilja,“ sagði Klopp. „Enska úrvalsdeildin hugsaði: prófum þetta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Þetta er þriðja félagið sem er í eigu ríkis. Við þurfum að glíma við þetta. Góðar ákvarðanir eru mikilvægari en peningar og þetta gerist ekki á einni nóttu. Það er ekki öruggt að Newcastle haldi sér uppi. Miklar breytingar eru í vændum.“ Liverpool sækir Watford heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun á meðan Newcastle fær Tottenham í heimsókn í fyrsta leiknum eftir yfirtöku Sádí-Arabanna á félaginu.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira