Hrökk upp við að loftsteinn lenti í rúminu Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2021 13:46 Eldhnöttur sást yfir Kanada nóttina sem loftsteinn fór í gegnum þak Ruth Hamilton og lenti í rúmi hennar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Kanadísk kona slapp með skrekkinn þegar loftsteinn hrapaði í gegnum þakið á húsi hennar og lenti í rúminu við hliðina á henni. Ruth Hamilton vaknaði með látum á heimili hennar í Bresku Kólumbíu fyrr í mánuðinum en hún hélt fyrst að tré hefði fallið á húsið. Hamilton hringdi í neyðarlínuna eftir að hún sá gatið á þakinu og á meðan hún talaði við starfsmann neyðarlínunnar tók hún eftir svörtum hlut á milli kodda hennar. Fyrst hélt Hamilton og lögregluþjónn sem mætti til hennar að steinninn hefði borist frá nærliggjandi framkvæmdum en þar á bæ sögðust menn ekkert hafa verið að sprengja. Hins vegar bentu þeir á að sprenging hefði sést á himni yfir svæðinu. Þá áttuðu þau sig á því að steinninn hefði líklegast fallið af himnum ofan. Það var svo staðfest af vísindamönnum. Í samtali við Vancouver Sun sagðist Hamilton hafa verið í áfalli. Líkurnar á atviki sem þessu væru gífurlega litlar og hún væri þakklát fyrir að hafa ekki dáið eða slasast. Steinninn er um 1,2 kíló að þyngd og á stærð við hnefa. Fjölmargir loftsteinar lenda á jörðinni á degi hverjum. Íbúar Golden, sem er bær í hundraða kílómetra fjarlægð frá heimili Hamilton, vöknuðu við háværar sprengingar sömu nótt og loftsteinninn lendi í rúminu. Þá sást eldhnöttur á himnum og er talið líklegt að loftsteinninn sem um ræðir hafi komið þaðan. New York Times segir loftsteina hafa lent á húsum áður og í görðum. Sérfræðingur segir það þó gífurlega ólíklegt. Það séu um það bil einn á móti 100 milljörðum að loftsteinn lendi á húsi og í rúmi einhvers. Annar loftsteinn sem talinn er vera úr sama stærri grjóti og steinninn sem lenti í rúmi Hamilton fannst á akri skammt frá heimili hennar. Hamilton segist ætla að eiga loftsteininn. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBS um loftsteininn og meðal annars nokkrar myndir úr svefnherbergi Hamilton. Kanada Geimurinn Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Hamilton hringdi í neyðarlínuna eftir að hún sá gatið á þakinu og á meðan hún talaði við starfsmann neyðarlínunnar tók hún eftir svörtum hlut á milli kodda hennar. Fyrst hélt Hamilton og lögregluþjónn sem mætti til hennar að steinninn hefði borist frá nærliggjandi framkvæmdum en þar á bæ sögðust menn ekkert hafa verið að sprengja. Hins vegar bentu þeir á að sprenging hefði sést á himni yfir svæðinu. Þá áttuðu þau sig á því að steinninn hefði líklegast fallið af himnum ofan. Það var svo staðfest af vísindamönnum. Í samtali við Vancouver Sun sagðist Hamilton hafa verið í áfalli. Líkurnar á atviki sem þessu væru gífurlega litlar og hún væri þakklát fyrir að hafa ekki dáið eða slasast. Steinninn er um 1,2 kíló að þyngd og á stærð við hnefa. Fjölmargir loftsteinar lenda á jörðinni á degi hverjum. Íbúar Golden, sem er bær í hundraða kílómetra fjarlægð frá heimili Hamilton, vöknuðu við háværar sprengingar sömu nótt og loftsteinninn lendi í rúminu. Þá sást eldhnöttur á himnum og er talið líklegt að loftsteinninn sem um ræðir hafi komið þaðan. New York Times segir loftsteina hafa lent á húsum áður og í görðum. Sérfræðingur segir það þó gífurlega ólíklegt. Það séu um það bil einn á móti 100 milljörðum að loftsteinn lendi á húsi og í rúmi einhvers. Annar loftsteinn sem talinn er vera úr sama stærri grjóti og steinninn sem lenti í rúmi Hamilton fannst á akri skammt frá heimili hennar. Hamilton segist ætla að eiga loftsteininn. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBS um loftsteininn og meðal annars nokkrar myndir úr svefnherbergi Hamilton.
Kanada Geimurinn Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira