Sannar dætur kaldrar vetrarnætur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 15. október 2021 15:31 Kælan Mikla var stofnuð fyrir ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013 og bar sigur úr býtum. Meðlimirnir voru þá undir tvítugu en í dag, átta árum síðar, er fjórða breiðskífa sveitarinnar komin út. kælan mikla Kælan Mikla gefur í dag út sína fjórðu breiðskífu, Undir köldum norðurljósum. Sveitin, sem nefnd er eftir holdgervingi vetrarins í Múmínálfunum, hefur átt góðu gengi að fagna erlendis með sínum myrku og köldu rafpönktónum. Platan nýja er poppaðri og þjóðlagaskotnari en fyrri verk en heldur þó áfram á sömu vegferð og síðasta plata, Nótt eftir nótt, lagði upp í. Sveitin hóf einmitt við gerð þeirrar plötu samstarf sitt við Barða Jóhannsson Bang Gang-bósa, sem pródúseraði plöturnar tvær. Undir Köldum Norðurljósum by Kælan Mikla Að sögn sveitarinnar segir platan frá sögum og ævintýrum. „Á plötunni er ábreiða af laginu Óskasteinar og lag um örlaganornirnar, Urði, Verðandi og Skuld. Einnig eru sögur skapaðar beint úr hugarheimi ísdrottningarinnar, Kælunnar Miklu. Allt eiga sögurnar það sameiginlegt að gerast undir köldum norðurljósum.“ Fjórar smáskífur hafa þegar litið dagsins ljós, hver með sínu tónlistarmyndbandi. Arna Beth gerði eitt þeirra, fyrir lagið Ósýnileg. Sveitin samanstendur af söngvaranum Laufeyju Soffíu, bassaleikaranum Margréti Rósu Dóru- Harrysdóttur og hljóðgervlaleikaranum Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur. Í einu laganna fá þær liðsstyrk frönsku síðþungarokksveitarinnar Alcest, sem þær fóru á tónleikaferðalag með skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Máni Sigfússon, sem hefur m.a. unnið visjúala fyrir Shawn Mendes og Rolling Stones, gerði myndband við lagið. Sveitin vakti á sínum athygli Robert Smith, forsprakka The Cure, sem sendi þeim handskrifað bréf með boði um að spila á Meltdown tónlistarhátíðinni í Lundúnum árið 2018, en hann var listrænn stjórnandi það árið. Hún hefur sömuleiðis vakið athygli sænska leikstjórans Lukas Moodysson, en lag þeirra Sýnir er opnunarlag HBO þáttaraðar hans, Gösta. Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Platan nýja er poppaðri og þjóðlagaskotnari en fyrri verk en heldur þó áfram á sömu vegferð og síðasta plata, Nótt eftir nótt, lagði upp í. Sveitin hóf einmitt við gerð þeirrar plötu samstarf sitt við Barða Jóhannsson Bang Gang-bósa, sem pródúseraði plöturnar tvær. Undir Köldum Norðurljósum by Kælan Mikla Að sögn sveitarinnar segir platan frá sögum og ævintýrum. „Á plötunni er ábreiða af laginu Óskasteinar og lag um örlaganornirnar, Urði, Verðandi og Skuld. Einnig eru sögur skapaðar beint úr hugarheimi ísdrottningarinnar, Kælunnar Miklu. Allt eiga sögurnar það sameiginlegt að gerast undir köldum norðurljósum.“ Fjórar smáskífur hafa þegar litið dagsins ljós, hver með sínu tónlistarmyndbandi. Arna Beth gerði eitt þeirra, fyrir lagið Ósýnileg. Sveitin samanstendur af söngvaranum Laufeyju Soffíu, bassaleikaranum Margréti Rósu Dóru- Harrysdóttur og hljóðgervlaleikaranum Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur. Í einu laganna fá þær liðsstyrk frönsku síðþungarokksveitarinnar Alcest, sem þær fóru á tónleikaferðalag með skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Máni Sigfússon, sem hefur m.a. unnið visjúala fyrir Shawn Mendes og Rolling Stones, gerði myndband við lagið. Sveitin vakti á sínum athygli Robert Smith, forsprakka The Cure, sem sendi þeim handskrifað bréf með boði um að spila á Meltdown tónlistarhátíðinni í Lundúnum árið 2018, en hann var listrænn stjórnandi það árið. Hún hefur sömuleiðis vakið athygli sænska leikstjórans Lukas Moodysson, en lag þeirra Sýnir er opnunarlag HBO þáttaraðar hans, Gösta.
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira