Víkingar hafa ekki unnið Skagamenn í bikarnum í fimmtíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2021 10:31 Þjálfararnir Jóhannes Karl Guðjónsson hjá ÍA og Arnar Gunnlaugsson hjá Víkingum með bikarinn sem keppt verður um í dag. Vísir/Vilhelm ÍA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvellinum i dag en ætli Víkingar sér bikarinn þá þurfa þeir að gera eitthvað sem engu Víkingsliði hefur tekist í hálfa öld. Víkingar eru Íslandsmeistarar og sigurstranglegra liðið enda björguðu Skagamenn sér frá falli í lokaumferðinni. Bæði lið hafa þó unnið marga leiki í röð, Skagamenn síðustu fimm leiki sína og Víkingar undanfarna níu leiki. Þegar kemur að innbyrðis leikjum liðanna í bikarkeppninni þá er líka önnur sigurganga í gangi. Skagamenn hafa nefnilega unnið síðustu sjö bikarleiki félaganna eða alla bikarleiki þeirra síðan 1971. Víkingar unnu síðast Skagamenn í bikarnum í undanúrslitum keppninnar 1971. Leikurinn fór fram 24. október á Melavellinum og vann Víkingur leikinn 2-0. Mörkin skoruðu fyrirliðinn Gunnar Gunnarsson og svo Páll Björgvinsson sem er þekktastur fyrir handboltaferil sinn með félaginu enda lengi burðarás í sigursælu Víkingsliði. Víkingar fóru síðan alla leið og unnu bikarinn eftir 1-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum þar sem Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið. Víkingsliðið komst einnig í bikarúrslitaleikinn fjórum árum fyrr eftir að hafa unnið Skagamenn 2-1 í undanúrslitaleiknum. Frá og með árinu 1972 hafa liðin mæst sjö sinnum í bikarkeppninni og Skagamenn hafa unnið alla leikina og það með markatölunni 23-6. Skaginn vann leiki liðanna 1976, 1982, 1992, 1993, 1999, 2001 og 2007. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins milli ÍA og Víkings er sýndur beint á Stöð 2 Sport í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.00 en útsendingin hefst með upphitun klukkan 14.15. Bikarleikir ÍA og Víkings Reykjavíkur: 2007 - ÍA vann 2-1 í sextán liða úrslitum 2001 - ÍA vann 4-1 í sextán liða úrslitum 1999 - ÍA vann 5-0 í átta liða úrslitum 1993 - ÍA vann 4-1 í átta liða úrslitum 1992 - ÍA vann 3-2 í átta liða úrslitum 1982 - ÍA vann 2-1 í undanúrslitum 1976 - ÍA vann 3-0 í sextán liða úrslitum 1971 - Víkingur vann 2-0 í undanúrslitum 1967 - Víkingur vann 2-1 í undanúrslitum Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Víkingar eru Íslandsmeistarar og sigurstranglegra liðið enda björguðu Skagamenn sér frá falli í lokaumferðinni. Bæði lið hafa þó unnið marga leiki í röð, Skagamenn síðustu fimm leiki sína og Víkingar undanfarna níu leiki. Þegar kemur að innbyrðis leikjum liðanna í bikarkeppninni þá er líka önnur sigurganga í gangi. Skagamenn hafa nefnilega unnið síðustu sjö bikarleiki félaganna eða alla bikarleiki þeirra síðan 1971. Víkingar unnu síðast Skagamenn í bikarnum í undanúrslitum keppninnar 1971. Leikurinn fór fram 24. október á Melavellinum og vann Víkingur leikinn 2-0. Mörkin skoruðu fyrirliðinn Gunnar Gunnarsson og svo Páll Björgvinsson sem er þekktastur fyrir handboltaferil sinn með félaginu enda lengi burðarás í sigursælu Víkingsliði. Víkingar fóru síðan alla leið og unnu bikarinn eftir 1-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum þar sem Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið. Víkingsliðið komst einnig í bikarúrslitaleikinn fjórum árum fyrr eftir að hafa unnið Skagamenn 2-1 í undanúrslitaleiknum. Frá og með árinu 1972 hafa liðin mæst sjö sinnum í bikarkeppninni og Skagamenn hafa unnið alla leikina og það með markatölunni 23-6. Skaginn vann leiki liðanna 1976, 1982, 1992, 1993, 1999, 2001 og 2007. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins milli ÍA og Víkings er sýndur beint á Stöð 2 Sport í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.00 en útsendingin hefst með upphitun klukkan 14.15. Bikarleikir ÍA og Víkings Reykjavíkur: 2007 - ÍA vann 2-1 í sextán liða úrslitum 2001 - ÍA vann 4-1 í sextán liða úrslitum 1999 - ÍA vann 5-0 í átta liða úrslitum 1993 - ÍA vann 4-1 í átta liða úrslitum 1992 - ÍA vann 3-2 í átta liða úrslitum 1982 - ÍA vann 2-1 í undanúrslitum 1976 - ÍA vann 3-0 í sextán liða úrslitum 1971 - Víkingur vann 2-0 í undanúrslitum 1967 - Víkingur vann 2-1 í undanúrslitum
Bikarleikir ÍA og Víkings Reykjavíkur: 2007 - ÍA vann 2-1 í sextán liða úrslitum 2001 - ÍA vann 4-1 í sextán liða úrslitum 1999 - ÍA vann 5-0 í átta liða úrslitum 1993 - ÍA vann 4-1 í átta liða úrslitum 1992 - ÍA vann 3-2 í átta liða úrslitum 1982 - ÍA vann 2-1 í undanúrslitum 1976 - ÍA vann 3-0 í sextán liða úrslitum 1971 - Víkingur vann 2-0 í undanúrslitum 1967 - Víkingur vann 2-1 í undanúrslitum
Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira