Yfir 40% stuðningsmanna Tottenham segjast myndu hætta að mæta á leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. október 2021 08:00 Stuðningsmenn Tottenham Hotspur eru ekki hrifnir af yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á Newcastle. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Ný könnun meðal stuðningsmanna Tottenham sýnir að um 41% þeirra myndi hætta að mæta á leiki liðsins ef félagið myndi ganga í gegnum svipuð eigendaskipti og Newcastle, en liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Yfirtaka sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle hefur haft áhrif á öll hin 19 lið úrvalsdeildarinnar, en nýir eigendur félagsins eru þeir langríkustu, ekki bara í deildinni, heldur í heimsfótboltanum. Þar sem að Newcastle tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni seinna í dag, ákvað íþróttamiðillinn The Athletic að spyrja stuðningsmenn Tottenham hvernig þeim litist á yfirtöku andstæðinga þeirra. Stuðningsmennirnir fengu fimm spurningar, en svörin við einni þeirra koma þó kannski mest á óvart. Tæplega 2.000 manns tóku þátt í könnuninni. Í þeirri spurningu voru stuðningsmennirnir spurðir að því hvort að þeir myndu hætta að styðja liðið, eða hætta að mæta á leiki liðsins, ef svipuð eigendaskipti ætti sér stað hjá Tottenham. Af þeim sem svöruðu voru 41% sem svöruðu játandi. Í sömu könnun kom einnig fram að tæplega 80% stuðningsmanna Tottenham vilja hafa svipaða eigendauppbyggingu og er núna, frekar en þá sem er hjá Newcastle eftir yfirtökuna. 🗞[@TheAthleticUK] | Following a recent independent survey held with regards to how Tottenham Hotspur fans feel if the club was purchased by a Saudi equivalent to Newcastle Utd: 👋41%: Would Boycott Future Games 👔80%: Would Prefer ENIC Over Newcastle Utd Owners#THFC #COYS pic.twitter.com/xf0lDvVsWU— Last Word On Spurs🎙 (@LastWordOnSpurs) October 16, 2021 Þá sögðust 69% aðspurða finna fyrir reiði, pirringi, eða vera vonsviknir með yfirtökuna, á meðan aðeins rétt rúm 16% sögðust öfunda Newcastle af nýju eigendunum.Hvort sem að þessar niðurstöður endurspegli tilfinningar stuðningsmanna annara liða í ensku úrvalsdeildinni eða ekki, er nokkuð ljóst að mörgum þykir ekki mikið til hennar koma. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp skýtur á Sádana: „Kannski vilja þeir kaupa alla ensku úrvalsdeildina“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi nýjum eigendum Newcastle United pillu á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þeir gætu eflaust keypt alla ensku úrvalsdeildina ef þeir hefðu áhuga á því. 15. október 2021 15:00 Steve Bruce fær að stýra liði Newcastle á móti Tottenham Tími nýrra eiganda enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United hefst undir stjórn knattspyrnustjórans Steve Bruce eftir allt saman. 15. október 2021 13:31 Amnesty samtökin vilja fund með ensku úrvalsdeildinni og það strax Það eru margir ósáttir með Sádi Arabar hafi getað keypt enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United og framkvæmdastjóri Amnesty samtakanna í Bretlandi segir að kaupin veki upp margar óþægilegar spurningar. 13. október 2021 09:00 Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Yfirtaka sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle hefur haft áhrif á öll hin 19 lið úrvalsdeildarinnar, en nýir eigendur félagsins eru þeir langríkustu, ekki bara í deildinni, heldur í heimsfótboltanum. Þar sem að Newcastle tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni seinna í dag, ákvað íþróttamiðillinn The Athletic að spyrja stuðningsmenn Tottenham hvernig þeim litist á yfirtöku andstæðinga þeirra. Stuðningsmennirnir fengu fimm spurningar, en svörin við einni þeirra koma þó kannski mest á óvart. Tæplega 2.000 manns tóku þátt í könnuninni. Í þeirri spurningu voru stuðningsmennirnir spurðir að því hvort að þeir myndu hætta að styðja liðið, eða hætta að mæta á leiki liðsins, ef svipuð eigendaskipti ætti sér stað hjá Tottenham. Af þeim sem svöruðu voru 41% sem svöruðu játandi. Í sömu könnun kom einnig fram að tæplega 80% stuðningsmanna Tottenham vilja hafa svipaða eigendauppbyggingu og er núna, frekar en þá sem er hjá Newcastle eftir yfirtökuna. 🗞[@TheAthleticUK] | Following a recent independent survey held with regards to how Tottenham Hotspur fans feel if the club was purchased by a Saudi equivalent to Newcastle Utd: 👋41%: Would Boycott Future Games 👔80%: Would Prefer ENIC Over Newcastle Utd Owners#THFC #COYS pic.twitter.com/xf0lDvVsWU— Last Word On Spurs🎙 (@LastWordOnSpurs) October 16, 2021 Þá sögðust 69% aðspurða finna fyrir reiði, pirringi, eða vera vonsviknir með yfirtökuna, á meðan aðeins rétt rúm 16% sögðust öfunda Newcastle af nýju eigendunum.Hvort sem að þessar niðurstöður endurspegli tilfinningar stuðningsmanna annara liða í ensku úrvalsdeildinni eða ekki, er nokkuð ljóst að mörgum þykir ekki mikið til hennar koma.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp skýtur á Sádana: „Kannski vilja þeir kaupa alla ensku úrvalsdeildina“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi nýjum eigendum Newcastle United pillu á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þeir gætu eflaust keypt alla ensku úrvalsdeildina ef þeir hefðu áhuga á því. 15. október 2021 15:00 Steve Bruce fær að stýra liði Newcastle á móti Tottenham Tími nýrra eiganda enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United hefst undir stjórn knattspyrnustjórans Steve Bruce eftir allt saman. 15. október 2021 13:31 Amnesty samtökin vilja fund með ensku úrvalsdeildinni og það strax Það eru margir ósáttir með Sádi Arabar hafi getað keypt enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United og framkvæmdastjóri Amnesty samtakanna í Bretlandi segir að kaupin veki upp margar óþægilegar spurningar. 13. október 2021 09:00 Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Klopp skýtur á Sádana: „Kannski vilja þeir kaupa alla ensku úrvalsdeildina“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi nýjum eigendum Newcastle United pillu á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þeir gætu eflaust keypt alla ensku úrvalsdeildina ef þeir hefðu áhuga á því. 15. október 2021 15:00
Steve Bruce fær að stýra liði Newcastle á móti Tottenham Tími nýrra eiganda enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United hefst undir stjórn knattspyrnustjórans Steve Bruce eftir allt saman. 15. október 2021 13:31
Amnesty samtökin vilja fund með ensku úrvalsdeildinni og það strax Það eru margir ósáttir með Sádi Arabar hafi getað keypt enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United og framkvæmdastjóri Amnesty samtakanna í Bretlandi segir að kaupin veki upp margar óþægilegar spurningar. 13. október 2021 09:00
Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01
Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51