Skoraði úr víti með hægri | Jafnfættar vítaskyttur Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. október 2021 11:00 Perisic á punktinum EPA-EFE/CLAUDIO PERI Ivan Perisic, leikmaður Inter Milan, skoraði fyrsta mark liðsins í tapi fyrir Lazio á útivelli í gær. Markið var sérstakt því Perisic skoraði með hægri fæti, en hann skoraði úr víti með vinstri fæti á móti Frosinione í apríl 2019. Perisic er fyrsti leikmaðurinn í Serie A til þess að skora úr vítum með báðum fótum síðan 2004 þegar tölfræði um með hvaða fæti leikmaður skorar var fyrst tekin saman. Hann er þó alls ekki sá eini sem hefur sýnt af sér þessa fjölhæfni. Sá sem var hvað frægastur fyrir slíka jafnfætni var þjóðverjinn og vinstri bakvörðurinn Andreas Brehme. Brehme, sem lék meðal annars með Bayern Munchen og Inter Milan, er þekktur fyrir að hafa einn allra besta vinstri fót sögunnar en hægri fóturinn var ekkert slor heldur. Brehme, sem skoraði úr víti á móti Mexíkó á heimsmeistaramótinu 1986 með vinstri fæti skoraði frægt sigurmark á 85. mínútu í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu 1990 úr víti. Með hægri fæti. After losing two #WorldCup finals in a row, it was third time's a charm for @DFB_Team_EN as they edged holders Argentina 1-0 in the Italy 1990 final thanks to Andreas Brehme's penalty pic.twitter.com/spe9KDolU9— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 18, 2020 Í ensku úrvalsdeildinni hafa tveir leikmenn gert þetta. Bobby Zamora skoraði úr nokkrum vítum í deildinni, flestum með vinstri fæti. Hann tók þó óvænt víti með Fulham gegn Newcastle árið 2012 með hægri og skoraði. Hinn leikmaðuriinn er hinn síungi Obafemi Martins sem skoraði einungis úr tveimur vítum í deildinni. Eitt með hægri á móti Reading árið 2006 og eitt með vinstri á móti Birmingham árið 2007. Santi Cazorla á sennilega skemmtilegustu útgáfuna. Hann skoraði með hægri fæti með svokölluðum Panenka stíl úr víti fyrir Arsenal gegn Newcastle í desember 2014. Hann endurtók svo leikinn fyrr á þessu ári sem leikmaður Al Sadd í Katar á móti erkifjendunum í Al Arabi. Panenka spyrna, en í þetta sinn með vinstri. Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Sjá meira
Perisic er fyrsti leikmaðurinn í Serie A til þess að skora úr vítum með báðum fótum síðan 2004 þegar tölfræði um með hvaða fæti leikmaður skorar var fyrst tekin saman. Hann er þó alls ekki sá eini sem hefur sýnt af sér þessa fjölhæfni. Sá sem var hvað frægastur fyrir slíka jafnfætni var þjóðverjinn og vinstri bakvörðurinn Andreas Brehme. Brehme, sem lék meðal annars með Bayern Munchen og Inter Milan, er þekktur fyrir að hafa einn allra besta vinstri fót sögunnar en hægri fóturinn var ekkert slor heldur. Brehme, sem skoraði úr víti á móti Mexíkó á heimsmeistaramótinu 1986 með vinstri fæti skoraði frægt sigurmark á 85. mínútu í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu 1990 úr víti. Með hægri fæti. After losing two #WorldCup finals in a row, it was third time's a charm for @DFB_Team_EN as they edged holders Argentina 1-0 in the Italy 1990 final thanks to Andreas Brehme's penalty pic.twitter.com/spe9KDolU9— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 18, 2020 Í ensku úrvalsdeildinni hafa tveir leikmenn gert þetta. Bobby Zamora skoraði úr nokkrum vítum í deildinni, flestum með vinstri fæti. Hann tók þó óvænt víti með Fulham gegn Newcastle árið 2012 með hægri og skoraði. Hinn leikmaðuriinn er hinn síungi Obafemi Martins sem skoraði einungis úr tveimur vítum í deildinni. Eitt með hægri á móti Reading árið 2006 og eitt með vinstri á móti Birmingham árið 2007. Santi Cazorla á sennilega skemmtilegustu útgáfuna. Hann skoraði með hægri fæti með svokölluðum Panenka stíl úr víti fyrir Arsenal gegn Newcastle í desember 2014. Hann endurtók svo leikinn fyrr á þessu ári sem leikmaður Al Sadd í Katar á móti erkifjendunum í Al Arabi. Panenka spyrna, en í þetta sinn með vinstri.
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Sjá meira