Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2021 13:11 Guðný Camilla Aradóttir, fjölmiðlafulltrúi IKEA á Íslandi. Stöð 2 Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. Frá því í sumar hefur víða borið á vöruskorti í verslunum hér á landi. Hjá IKEA eru það fyrst og fremst vandræði með sjóflutningsleiðir sem skýra tómar hillur á lagernum. „Helstu vandræðin eru frá Asíu, Kyrrahafssvæðinu og yfir til Evrópu og Bandaríkjanna. það er leiðin til að bregðast við þessu, það er leiðin til að rbegðast við þessu, það er reynt að fá vörur frá Evrópu eða nær,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, fjölmiðlafulltrúi IKEA á Íslandi. Vörur berist yfirleitt á endanum - en komið hefur fyrir að þurft hafi að skammta þær viðskiptavinum. „Einhverjar vörur eru mjög vinsælar og svo þegar framboðið eykst þarf að passa að allir fái eitthvað.“ Guðný segir að ástandið verði viðvarandi eitthvað áfram en vonandi muni horfa til betri vegar á næsta ári. Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar.Vísir/Sigurjón Hjá bílasölum er það framleiðsluvandi og íhlutaskortur sem sett hefur strik í reikninginn. Vandinn hefur ágerst síðustu mánuði, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Biðtími eftir nýjum bílum hafi lengst verulega. „Kúnninn oft sættir sig við kannski sextíu daga en þetta getur verið að teygjast upp í 90, 100 daga.“ Þá ríki oft algjör óvissa um hvenær þeir berist. „Við erum að lenda í málum eins og til dæmis með Volvo, sem er okkar sterkasta vörumerki, við höfum varla fengið bíl í ágúst og september en svo í gær fengum við tölvupóst: þið eruð að fá þrjú hundruð og fjörutíu bíla á næstu þremur mánuðum.“ Ástandið byrju líklega að skána næsta vor. „Verður sennilega leyst næsta haust en það er eins og með mörg vandamál, þau verða alveg rosalega erfið áður en þau fara að batna,“ segir Egill. Umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið má sjá hér fyrir neðan. IKEA Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Frá því í sumar hefur víða borið á vöruskorti í verslunum hér á landi. Hjá IKEA eru það fyrst og fremst vandræði með sjóflutningsleiðir sem skýra tómar hillur á lagernum. „Helstu vandræðin eru frá Asíu, Kyrrahafssvæðinu og yfir til Evrópu og Bandaríkjanna. það er leiðin til að bregðast við þessu, það er leiðin til að rbegðast við þessu, það er reynt að fá vörur frá Evrópu eða nær,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, fjölmiðlafulltrúi IKEA á Íslandi. Vörur berist yfirleitt á endanum - en komið hefur fyrir að þurft hafi að skammta þær viðskiptavinum. „Einhverjar vörur eru mjög vinsælar og svo þegar framboðið eykst þarf að passa að allir fái eitthvað.“ Guðný segir að ástandið verði viðvarandi eitthvað áfram en vonandi muni horfa til betri vegar á næsta ári. Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar.Vísir/Sigurjón Hjá bílasölum er það framleiðsluvandi og íhlutaskortur sem sett hefur strik í reikninginn. Vandinn hefur ágerst síðustu mánuði, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Biðtími eftir nýjum bílum hafi lengst verulega. „Kúnninn oft sættir sig við kannski sextíu daga en þetta getur verið að teygjast upp í 90, 100 daga.“ Þá ríki oft algjör óvissa um hvenær þeir berist. „Við erum að lenda í málum eins og til dæmis með Volvo, sem er okkar sterkasta vörumerki, við höfum varla fengið bíl í ágúst og september en svo í gær fengum við tölvupóst: þið eruð að fá þrjú hundruð og fjörutíu bíla á næstu þremur mánuðum.“ Ástandið byrju líklega að skána næsta vor. „Verður sennilega leyst næsta haust en það er eins og með mörg vandamál, þau verða alveg rosalega erfið áður en þau fara að batna,“ segir Egill. Umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið má sjá hér fyrir neðan.
IKEA Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira