„Hann hatar mig í tvo daga“ Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2021 14:31 Astrit Selmani var ekki ánægður með ákvörðun þjálfarans Milos Milojevic en hún virðist þó hafa skilað árangri. EPA/Stina Stjernkvist Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks, og lið hans Hammarby gerði erkifjendunum í AIK mikinn óleik í titilbaráttunni í Svíþjóð í gær með 1-0 sigri. Svekktur framherji Hammarby sendi Milosi sneið eftir leikinn. Það kom mjög á óvart að Milos skyldi ákveð að setja sinn aðalframherja, Astrit Selmani, á varamannabekkinn fyrir leikinn. Selmani kom svo inn á eftir 55 mínútna leik og lagði í kjölfarið upp sigurmark leiksins. Selmani viðurkenndi að hann hefði verið mjög vonsvikinn með liðsval þjálfarans: „Þetta er hans ákvörðun. Hann ræður henni. Það sem ég get gert er að koma inn á og breyta hlutunum. Það er mitt starf. Hans starf er að velja lið sem getur unnið. Við sjáum til hvernig þetta verður í næsta leik,“ sagði Selmani. Milos sagði við Discovery+ eftir leik að hann hefði viljað þreyta sterka miðverði AIK. „Ég vildi láta þá elta snögga stráka svo að þeir yrðu þreyttir þegar Astrit kæmi inn á í seinni hálfleik og færi að pressa á þá. Hann stóð sig virkilega vel. Hann hatar mig í tvo daga en ég get alveg tekið því. Ég held að hann verði sáttur með mig eftir leikinn og það er mikilvægast,“ sagði Milos. „Haltu kjafti og spilaðu“ „Hann segist ekki vera ánægður með að fá ekki að spila. Ég segi: „Þú þarft ekki að vera ánægður með að spila ekki en við erum lið. Þetta snýst um 20 leikmenn, ekki bara þig og mig.“ Ég ber ábyrgðina en þegar hann kom inn á þá breytti hann leiknum svo ég er virkilega ánægður með hann,“ sagði Milos. Aðspurður hvað hann myndi segja við Selmani eftir leikinn svaraði Milos: „Haltu kjafti og spilaðu.“ Selmani var spurður hvað honum þætti um það sem Milos sagði, um að hann myndi hata þjálfarann í tvo daga: „Það skilja það allir að maður vill spila í svona grannaslag. Ég held að það sé enginn ánægður með að vera á bekknum í svona leik,“ sagði Selmani en var hæstánægður með sína innkomu. Þess má geta að á meðal stuðningsmanna Hammarby í leiknum voru Valsararnir Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason, fyrrverandi leikmenn sænska liðsins, sem skemmtu sér vel yfir sigrinum. Isländsk stöttning från norra övre i dag #Bajen pic.twitter.com/x5N9jON9fh— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 17, 2021 Sænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Það kom mjög á óvart að Milos skyldi ákveð að setja sinn aðalframherja, Astrit Selmani, á varamannabekkinn fyrir leikinn. Selmani kom svo inn á eftir 55 mínútna leik og lagði í kjölfarið upp sigurmark leiksins. Selmani viðurkenndi að hann hefði verið mjög vonsvikinn með liðsval þjálfarans: „Þetta er hans ákvörðun. Hann ræður henni. Það sem ég get gert er að koma inn á og breyta hlutunum. Það er mitt starf. Hans starf er að velja lið sem getur unnið. Við sjáum til hvernig þetta verður í næsta leik,“ sagði Selmani. Milos sagði við Discovery+ eftir leik að hann hefði viljað þreyta sterka miðverði AIK. „Ég vildi láta þá elta snögga stráka svo að þeir yrðu þreyttir þegar Astrit kæmi inn á í seinni hálfleik og færi að pressa á þá. Hann stóð sig virkilega vel. Hann hatar mig í tvo daga en ég get alveg tekið því. Ég held að hann verði sáttur með mig eftir leikinn og það er mikilvægast,“ sagði Milos. „Haltu kjafti og spilaðu“ „Hann segist ekki vera ánægður með að fá ekki að spila. Ég segi: „Þú þarft ekki að vera ánægður með að spila ekki en við erum lið. Þetta snýst um 20 leikmenn, ekki bara þig og mig.“ Ég ber ábyrgðina en þegar hann kom inn á þá breytti hann leiknum svo ég er virkilega ánægður með hann,“ sagði Milos. Aðspurður hvað hann myndi segja við Selmani eftir leikinn svaraði Milos: „Haltu kjafti og spilaðu.“ Selmani var spurður hvað honum þætti um það sem Milos sagði, um að hann myndi hata þjálfarann í tvo daga: „Það skilja það allir að maður vill spila í svona grannaslag. Ég held að það sé enginn ánægður með að vera á bekknum í svona leik,“ sagði Selmani en var hæstánægður með sína innkomu. Þess má geta að á meðal stuðningsmanna Hammarby í leiknum voru Valsararnir Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason, fyrrverandi leikmenn sænska liðsins, sem skemmtu sér vel yfir sigrinum. Isländsk stöttning från norra övre i dag #Bajen pic.twitter.com/x5N9jON9fh— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 17, 2021
Sænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira