Biðst afsökunar á eineltinu Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 08:01 Jeanette Ottesen er að gefa út bók þar sem hún segir sína sögu nú þegar sundferlinum er lokið. EPA/PATRICK B. KRAEMER Sundkonan Jeanette Ottesen viðurkennir í nýútkominni bók sinni að hafa tekið þátt í því að leggja liðsfélaga sinn í danska landsliðinu, Lotte Friis, í einelti um árabil. Ottesen og Friis eru 33 ára gamlar og unnu hvor um sig til verðlauna á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumótum. Orðrómur var uppi um það eftir Ólympíuleikana í London að þær væru óvinkonur en í viðtali við B.T. kváðu þær þann orðróm niður. Nú hefur Ottesen hins vegar viðurkennt, og beðist afsökunar á, sínum þætti í einelti í garð Friis sem hún segir danska sundhópinn hafa stundað: „Það voru sérstaklega strákarnir sem voru slæmir, og þeir gerðu grín að Lotte bæði fyrir framan hana og þegar hún heyrði ekki til. Þetta gat verið eitthvað varðandi það að hún væri með stóran rass, að hún væri þyngri en hún ætti að vera, að hún væri feit, hvernig hún synti, fötin sem hún klæddist eða sundgleraugun sem hún notaði,“ skrifaði Ottesen í bókina sína, sem TV 2 Sport hefur birt kafla úr. Lotte Friis á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún vann bronsverðlaun í 800 metra skriðsundi á leikunum í Peking 2008.Getty Fulltrúi samtaka sem berjast gegn einelti Ottesen segist hafa tekið þátt í eineltinu með því að segja ekki frá því heldur hlæja frekar að því þegar aðrir stríddu Friis. Nú er Ottesen fulltrúi samtaka sem berjist gegn einelti og segist ekki geta ímyndað sér neitt hræðilegra en að dóttir sín lendi í einelti. Það sé böl sem þurfi að útrýma. Hún viti það núna og einnig að aldrei sé of seint að biðjast afsökunar. „Ég man ekki hvort ég bað Lotte afsökunar. En ef ég gerði það þá vil ég endurtaka það hérna: Fyrirgefðu Lotte. Ég sé eftir hverju einasta skipti þar sem ég hló eða þér fannst ég vera að taka þátt í eineltinu. Ég harma það. Það var ekki í lagi og ég biðst afsökunar af öllu mínu hjarta,“ skrifaði Ottesen. Ottesen lagði sundbolinn á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar en Friis hætti árið 2017. Friis, sem starfar í dag hjá DR, sagðist í samtali við Ekstra Bladet ekki vilja tjá sig um skrif Ottesen fyrr en að hún hefði lesið bókina. Sund Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Fleiri fréttir Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ Sjá meira
Ottesen og Friis eru 33 ára gamlar og unnu hvor um sig til verðlauna á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumótum. Orðrómur var uppi um það eftir Ólympíuleikana í London að þær væru óvinkonur en í viðtali við B.T. kváðu þær þann orðróm niður. Nú hefur Ottesen hins vegar viðurkennt, og beðist afsökunar á, sínum þætti í einelti í garð Friis sem hún segir danska sundhópinn hafa stundað: „Það voru sérstaklega strákarnir sem voru slæmir, og þeir gerðu grín að Lotte bæði fyrir framan hana og þegar hún heyrði ekki til. Þetta gat verið eitthvað varðandi það að hún væri með stóran rass, að hún væri þyngri en hún ætti að vera, að hún væri feit, hvernig hún synti, fötin sem hún klæddist eða sundgleraugun sem hún notaði,“ skrifaði Ottesen í bókina sína, sem TV 2 Sport hefur birt kafla úr. Lotte Friis á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún vann bronsverðlaun í 800 metra skriðsundi á leikunum í Peking 2008.Getty Fulltrúi samtaka sem berjast gegn einelti Ottesen segist hafa tekið þátt í eineltinu með því að segja ekki frá því heldur hlæja frekar að því þegar aðrir stríddu Friis. Nú er Ottesen fulltrúi samtaka sem berjist gegn einelti og segist ekki geta ímyndað sér neitt hræðilegra en að dóttir sín lendi í einelti. Það sé böl sem þurfi að útrýma. Hún viti það núna og einnig að aldrei sé of seint að biðjast afsökunar. „Ég man ekki hvort ég bað Lotte afsökunar. En ef ég gerði það þá vil ég endurtaka það hérna: Fyrirgefðu Lotte. Ég sé eftir hverju einasta skipti þar sem ég hló eða þér fannst ég vera að taka þátt í eineltinu. Ég harma það. Það var ekki í lagi og ég biðst afsökunar af öllu mínu hjarta,“ skrifaði Ottesen. Ottesen lagði sundbolinn á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar en Friis hætti árið 2017. Friis, sem starfar í dag hjá DR, sagðist í samtali við Ekstra Bladet ekki vilja tjá sig um skrif Ottesen fyrr en að hún hefði lesið bókina.
Sund Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Fleiri fréttir Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ Sjá meira