Klopp veit ekki hvort Salah verði áfram hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 07:30 Mohamed Salah fagnar einu marka sinna í Meistaradeildinni með þeim Curtis Jones og Jordan Henderson. EPA-EFE/JOSE COELHO Mohamed Salah á sannarlega sviðið hjá Liverpool liðinu þessa dagana en með frábærri frammistöðu leik eftir leik er hann að gera tilkall til þess að vera besti fótboltamaður heims í dag. Það eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool en það eru ekki eins góðar fréttir af framtíð Egyptans hjá félaginu. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var spurður út í framtíð Salah á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Atletico Madrid í kvöld. Jurgen Klopp on whether Mo Salah's form makes it easier to solve his contract situation:"I don't know. We will see." pic.twitter.com/ltOLhqeEBe— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 18, 2021 Salah hefur nú skorað í níu af tíu leikjum Liverpool á leiktíðinni og getur skorað í þriðja Meistaradeildarleiknum í röð á Anfield í kvöld. Eftir stórbrotið mark hans og magnaða stoðsendingu í 5-0 sigrinum á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina þá talað Klopp sjálfur um Salah sem besta leikmann heims. Liverpool hefur verið að framlengja samninga sína við lykilmenn á þessu ári en hefur enn ekki náð samkomulagi við Salah. Núverandi samningur hans rennur út í júní 2023. Klopp veit ekki hvort frammistaða Salah að undanförnu auki líkurnar á nýjum samningi. „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp taldi hins vegar vera meiri líkur á því að Salah geti unnið Gullhnöttinn í ár. Klopp was adamant this weekend that Salah is the best player in the world so will Liverpool break their wage structure to keep him around? https://t.co/ZUUigyCK8x— FourFourTwo (@FourFourTwo) October 18, 2021 „Ég hef ekki hugmynd um það hvernig þú ferð af því að vinna Gullhnöttinn. Ef það snýst um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar og skora flest mörk þá yrði það erfitt fyrir hann. Ef fólk er að verðlauna frammistöðu manna undanfarin tvö ár þá á hann möguleika að mínu mati,“ sagði Klopp. „Fær hann núna loksins viðurkenningu? Hann hefur alltaf fengið hana hér innanhúss en ég veit ekki með utanaðkomandi viðurkenningu. Eftir þessi tvö mögnuðu mörk þá heldur fólk allt í einu að hann geti verið besti leikmaður heims og það er frekar skrýtið. Hann hefur skorað svona mörk og spilað á þessu ótrúlega háa stigi í mörg ár,“ sagði Klopp. „Mínar áhyggjur snúast fyrst og fremst um að hann spili svona aftur og aftur. Ef þið viljið hrósa honum, gerið það endilega því hann á það skilið en núna skilum við undirbúa okkur fyrir Atletico,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Það eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool en það eru ekki eins góðar fréttir af framtíð Egyptans hjá félaginu. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var spurður út í framtíð Salah á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Atletico Madrid í kvöld. Jurgen Klopp on whether Mo Salah's form makes it easier to solve his contract situation:"I don't know. We will see." pic.twitter.com/ltOLhqeEBe— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 18, 2021 Salah hefur nú skorað í níu af tíu leikjum Liverpool á leiktíðinni og getur skorað í þriðja Meistaradeildarleiknum í röð á Anfield í kvöld. Eftir stórbrotið mark hans og magnaða stoðsendingu í 5-0 sigrinum á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina þá talað Klopp sjálfur um Salah sem besta leikmann heims. Liverpool hefur verið að framlengja samninga sína við lykilmenn á þessu ári en hefur enn ekki náð samkomulagi við Salah. Núverandi samningur hans rennur út í júní 2023. Klopp veit ekki hvort frammistaða Salah að undanförnu auki líkurnar á nýjum samningi. „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp taldi hins vegar vera meiri líkur á því að Salah geti unnið Gullhnöttinn í ár. Klopp was adamant this weekend that Salah is the best player in the world so will Liverpool break their wage structure to keep him around? https://t.co/ZUUigyCK8x— FourFourTwo (@FourFourTwo) October 18, 2021 „Ég hef ekki hugmynd um það hvernig þú ferð af því að vinna Gullhnöttinn. Ef það snýst um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar og skora flest mörk þá yrði það erfitt fyrir hann. Ef fólk er að verðlauna frammistöðu manna undanfarin tvö ár þá á hann möguleika að mínu mati,“ sagði Klopp. „Fær hann núna loksins viðurkenningu? Hann hefur alltaf fengið hana hér innanhúss en ég veit ekki með utanaðkomandi viðurkenningu. Eftir þessi tvö mögnuðu mörk þá heldur fólk allt í einu að hann geti verið besti leikmaður heims og það er frekar skrýtið. Hann hefur skorað svona mörk og spilað á þessu ótrúlega háa stigi í mörg ár,“ sagði Klopp. „Mínar áhyggjur snúast fyrst og fremst um að hann spili svona aftur og aftur. Ef þið viljið hrósa honum, gerið það endilega því hann á það skilið en núna skilum við undirbúa okkur fyrir Atletico,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira