Söngleikur til minningar um Rúnar Júlíusson Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2021 21:00 Feðginin Karl Ágúst Úlfsson og Brynhildur Karlsdóttir, danshöfundur sem hafa verið allt í öllu á æfingarferli söngleiksins, ásamt öðru góðu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Andi Rúnars Júlíussonar heitins svífur yfir vötnum í Keflavík þessa dagana því nú er verið að setja upp söngleikinn „fyrsti kossinn“ honum til heiðurs hjá Leikfélagi Keflavíkur. Sýningin verður sú hundraðasta í sögu félagsins, sem fagnar nú sextíu ára afmæli. „Þetta eru mikil tímamót og allir gjörsamlega að sturlast af spenningi. Ég er svo heppin að fá að leikstýra þessu verki og þessum glæsilega hóp, sem er einstaklega hæfileikaríkur og metnaðarfullur og ég held að árangurinn verði eftir því,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, sem leikstýrir verkinu. „Andi Rúnars svífur hér yfir vötunum og það er mikill heiður að fá að heiðra minningu Rúnars þessarar hetju æsku minnar,“ bætir Karl Ágúst við. Dóttir hans, Brynhildur er danshöfundur sýningarinnar. „Það eru frábærar dansarar í sýningunni, ég eiginlega átti ekki von á því að þetta yrði svona flott, en það kom svo fljótt í ljós að það væru geggjaðir dansarar hér hjá leikfélaginu,“ segir Brynhildur. Verkið er að sögn höfundanna samið og sett upp til að heiðra minningu Rúnars Júlíussonar heitins í Keflavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Söngleikurinn verður frumsýndur föstudagskvöldið 22. október. Eins og flestir vita var Rúnar frábær tónlistarmaður og meðlimur í vinsælustu hljómsveitum landsins á sínum tíma. Hann samdi og gaf út óteljandi lög og rak útgáfufyrirtækið Geimstein sem enn er starfandi í Keflavík. Brynja Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugur Ómar Guðmundsson eru handritshöfundar verksins. „Rúnar hefur náttúrulega mikla tenginu við bæjarfélagið að sjálfsögðu. Hann er líka afi minn þannig að ég vildi heiðra hans minningu,“ segir Brynja Ýr. En um hvað fjallar verkið? „Um ástir og líf ungra tónlistarmanna , sem eru að reyna að slá í gegn í mjög stuttu máli,“ segir Guðlaugur Ómar. Verkið hefur að geyma lög og texta eftir Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson, Bubba Mortens og fleiri snillinga. Lögin eru þekktar perlur sem allir kunna og textinn sem tengir lögin snilldin ein hjá þessu unga fólki, sem tekur þátt í verkinu. Handritshöfundarnir Brynja Ýr Júlíusdóttir, barnabarn Rúnars Júlíussonar heitins og Guðlaugur Ómar Guðmundsson, sem eru mjög spennt fyrir frumsýningunni föstudagskvöldið 22. október í Keflavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér er hægt að nálgast miða á sýninguna Reykjanesbær Tónlist Leikhús Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Þetta eru mikil tímamót og allir gjörsamlega að sturlast af spenningi. Ég er svo heppin að fá að leikstýra þessu verki og þessum glæsilega hóp, sem er einstaklega hæfileikaríkur og metnaðarfullur og ég held að árangurinn verði eftir því,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, sem leikstýrir verkinu. „Andi Rúnars svífur hér yfir vötunum og það er mikill heiður að fá að heiðra minningu Rúnars þessarar hetju æsku minnar,“ bætir Karl Ágúst við. Dóttir hans, Brynhildur er danshöfundur sýningarinnar. „Það eru frábærar dansarar í sýningunni, ég eiginlega átti ekki von á því að þetta yrði svona flott, en það kom svo fljótt í ljós að það væru geggjaðir dansarar hér hjá leikfélaginu,“ segir Brynhildur. Verkið er að sögn höfundanna samið og sett upp til að heiðra minningu Rúnars Júlíussonar heitins í Keflavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Söngleikurinn verður frumsýndur föstudagskvöldið 22. október. Eins og flestir vita var Rúnar frábær tónlistarmaður og meðlimur í vinsælustu hljómsveitum landsins á sínum tíma. Hann samdi og gaf út óteljandi lög og rak útgáfufyrirtækið Geimstein sem enn er starfandi í Keflavík. Brynja Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugur Ómar Guðmundsson eru handritshöfundar verksins. „Rúnar hefur náttúrulega mikla tenginu við bæjarfélagið að sjálfsögðu. Hann er líka afi minn þannig að ég vildi heiðra hans minningu,“ segir Brynja Ýr. En um hvað fjallar verkið? „Um ástir og líf ungra tónlistarmanna , sem eru að reyna að slá í gegn í mjög stuttu máli,“ segir Guðlaugur Ómar. Verkið hefur að geyma lög og texta eftir Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson, Bubba Mortens og fleiri snillinga. Lögin eru þekktar perlur sem allir kunna og textinn sem tengir lögin snilldin ein hjá þessu unga fólki, sem tekur þátt í verkinu. Handritshöfundarnir Brynja Ýr Júlíusdóttir, barnabarn Rúnars Júlíussonar heitins og Guðlaugur Ómar Guðmundsson, sem eru mjög spennt fyrir frumsýningunni föstudagskvöldið 22. október í Keflavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér er hægt að nálgast miða á sýninguna
Reykjanesbær Tónlist Leikhús Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira