Elísabet fer að ráðum lækna og hættir við heimsókn til Norður-Írlands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2021 12:51 Það vakti athygli að Elísabet gekk við staf í gær en hún virtist að öðru leiti við góða heilsu. AP/Frank Augstein Elísabet Englandsdrottning hefur ákveðið að fara að ráðum lækna og hætta við fyrirhugaða heimsókn til Norður-Írlands. Mun hún nota næstu daga til að hvílast, samkvæmt yfirlýsingu frá Buckingham-höll. Elísabet, sem er 95 ára, dvelur nú í Windsor-kastala en er sögð ákveðin í að sækja COP21 loftslagsráðstefnuna í Glasgow síðar í mánuðinum. Þá er sagt liggja vel á drottningunni en það séu vonbrigði að hafa þurft að falla frá heimsókninni til Norður-Írlands. Til stóð að hún hæfist á morgun. Elísabet hefur verið önnum kafin síðustu daga og stóð meðal annars fyrir alþjóðlegri fjárfestingaráðstefnu í gærkvöldi. Fyrr um daginn átti hún fjarfund með japanska sendiherranum Hajime Hayashi og Joao de Almeida, sendiherra Evrópusambandsins. Á mánudag ræddi hún við nýjan fulltrúa sinn á Nýja-Sjálandi, Cindy Kiro, og um helgina sótti hún veðreiðar á Ascot. Í gær var greint frá því að drottningin hefði hafnað Gamalmenni ársins-verðlaununum (e. Oldie of the Year award), sem eru veitt af samnefndu tímariti. Ráðleggingar lækna drottningarinnar eru ekki sagðar tengjast Covid-19. Það vakti athygli að Elísabet gekk við staf í gær, í fyrsta sinn í langan tíma, en hún virtist að öðru leiti við góða heilsu. Drottningin heimsótti Norður-Írland fyrst árið 1945, stuttu eftir endalok seinni heimstyrjaldarinnar, en þetta hefði orðið 26. heimsókn hennar þangað. BBC greindi frá. Bretland Norður-Írland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Elísabet, sem er 95 ára, dvelur nú í Windsor-kastala en er sögð ákveðin í að sækja COP21 loftslagsráðstefnuna í Glasgow síðar í mánuðinum. Þá er sagt liggja vel á drottningunni en það séu vonbrigði að hafa þurft að falla frá heimsókninni til Norður-Írlands. Til stóð að hún hæfist á morgun. Elísabet hefur verið önnum kafin síðustu daga og stóð meðal annars fyrir alþjóðlegri fjárfestingaráðstefnu í gærkvöldi. Fyrr um daginn átti hún fjarfund með japanska sendiherranum Hajime Hayashi og Joao de Almeida, sendiherra Evrópusambandsins. Á mánudag ræddi hún við nýjan fulltrúa sinn á Nýja-Sjálandi, Cindy Kiro, og um helgina sótti hún veðreiðar á Ascot. Í gær var greint frá því að drottningin hefði hafnað Gamalmenni ársins-verðlaununum (e. Oldie of the Year award), sem eru veitt af samnefndu tímariti. Ráðleggingar lækna drottningarinnar eru ekki sagðar tengjast Covid-19. Það vakti athygli að Elísabet gekk við staf í gær, í fyrsta sinn í langan tíma, en hún virtist að öðru leiti við góða heilsu. Drottningin heimsótti Norður-Írland fyrst árið 1945, stuttu eftir endalok seinni heimstyrjaldarinnar, en þetta hefði orðið 26. heimsókn hennar þangað. BBC greindi frá.
Bretland Norður-Írland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira