„Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2021 13:01 Guðný Árnadóttir í leiknum gegn Hollandi í síðasta mánuði. vísir/hulda margrét Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. Guðný lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Ísland tapaði fyrir Hollandi, 0-2, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 í síðasta mánuði. Framundan eru tveir leikir í undankeppninni, gegn Tékklandi annað kvöld og Kýpur á þriðjudaginn. „Mér líst vel á að spila hægri bakvörð. Ég er að spila hægra megin í þriggja manna vörn úti þannig að það er blanda af hægri bakverði og miðverði. Það er gaman að fá að spila og að prófa nýjar stöður,“ sagði Guðný á blaðamannafundi í gær. Hún var nokkuð sátt með frammistöðu sína í leiknum gegn Hollandi. Þar fékk hún það hlutverk að gæta Lieke Martens, eins allra besta leikmanns heims. „Í fyrri hálfleik var ég svolítið týnd, var ekki alveg rétt staðsett alltaf. En svo fannst mér ég bara vinna mig inn í leikinn og leið betur þegar leið á hann. Það er kannski klassískt fyrir fyrsta leik í þessari stöðu.“ Guðný í baráttu við Lieke Martens í leiknum gegn Hollandi.getty/Andre Weening Hún segist ekki vita hvort hún sé fyrsti kostur í stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu en er tilbúin að leysa þá stöðu verði þess óskað. „Ég veit það ekki. Við erum nokkrar að berjast um þessa stöðu en af því að ég er hugsuð sem hægri bakvörður vil ég klárlega gera mitt besta til að halda henni. Ég þarf bara að standa mig í leikjum og á æfingum til þess að gera það,“ sagði Guðný. Hafnfirðingurinn segir að leikurinn gegn Tékkum á morgun verði erfiður og Íslendingar þurfi að spila vel til að vinna. „Tékkarnir líta vel út af því sem við höfum séð. Þær eru vel spilandi, vilja halda boltanum og eru með sterka leikmenn í sínu liði. Við þurfum bara að mæta klárar í þann leik og spila okkar besta leik til þess að ná í úrslit. Við þurfum að fara í þennan leik og ná í þrjú stig og þá erum við í góðri stöðu myndi ég segja,“ sagði Guðný sem hefur leikið ellefu landsleiki. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Guðný lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Ísland tapaði fyrir Hollandi, 0-2, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 í síðasta mánuði. Framundan eru tveir leikir í undankeppninni, gegn Tékklandi annað kvöld og Kýpur á þriðjudaginn. „Mér líst vel á að spila hægri bakvörð. Ég er að spila hægra megin í þriggja manna vörn úti þannig að það er blanda af hægri bakverði og miðverði. Það er gaman að fá að spila og að prófa nýjar stöður,“ sagði Guðný á blaðamannafundi í gær. Hún var nokkuð sátt með frammistöðu sína í leiknum gegn Hollandi. Þar fékk hún það hlutverk að gæta Lieke Martens, eins allra besta leikmanns heims. „Í fyrri hálfleik var ég svolítið týnd, var ekki alveg rétt staðsett alltaf. En svo fannst mér ég bara vinna mig inn í leikinn og leið betur þegar leið á hann. Það er kannski klassískt fyrir fyrsta leik í þessari stöðu.“ Guðný í baráttu við Lieke Martens í leiknum gegn Hollandi.getty/Andre Weening Hún segist ekki vita hvort hún sé fyrsti kostur í stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu en er tilbúin að leysa þá stöðu verði þess óskað. „Ég veit það ekki. Við erum nokkrar að berjast um þessa stöðu en af því að ég er hugsuð sem hægri bakvörður vil ég klárlega gera mitt besta til að halda henni. Ég þarf bara að standa mig í leikjum og á æfingum til þess að gera það,“ sagði Guðný. Hafnfirðingurinn segir að leikurinn gegn Tékkum á morgun verði erfiður og Íslendingar þurfi að spila vel til að vinna. „Tékkarnir líta vel út af því sem við höfum séð. Þær eru vel spilandi, vilja halda boltanum og eru með sterka leikmenn í sínu liði. Við þurfum bara að mæta klárar í þann leik og spila okkar besta leik til þess að ná í úrslit. Við þurfum að fara í þennan leik og ná í þrjú stig og þá erum við í góðri stöðu myndi ég segja,“ sagði Guðný sem hefur leikið ellefu landsleiki.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira