Arteta segir meðferðina á Steve Bruce fæla menn frá starfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 16:00 Mikel Arteta tekur í höndina Steve Bruce eftir leik liða þeirra á síðasta tímabili. Getty/David Price Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal finnur til með kollega sínum Steve Bruce sem var rekinn sem knattspyrnustjóri Newcastle United á miðvikudaginn. Bruce sagði frá því í viðtali við Telegraph að árin tvö hjá Newcastle hafi verið mjög erfið fyrir hann og fjölskyldu hans. Bruce fékk mikla gagnrýni og fjölskyldumeðlimir sluppu ekki við pressuna sem var á þessum fyrrum fyrirliða Manchester United sem er einn reyndasti knattspyrnustjórinn enska boltanum. Bruce fékk bara einn leik og þrettán daga í starfi eftir að nýir eigendur eignuðust Newcastle. Hann segist líklega hafa stýrt sínum síðasta leik á ferlinum. Mikel Arteta has warned that some football coaches are being put off management because of the abuse from fans and on social media.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 21, 2021 Arteta segir að núverandi og líklegir knattspyrnustjórar framtíðarinnar muni hugsa sig tvisvar um að gerast stjórar liða í framtíðinni. „Já, margir hugsa þannig. Ég hef heyrt mikið um það og ég á marga vini sem hafa verið að taka þjálfaranámskeið en efast um hvort þeir treysta sér að setjast í heita sætið. Þeir telja kannski betra að verða bara aðstoðarmaður eða eitthvað viðlíka,“ sagði Mikel Arteta. „Fyrir mig sjálfan þá má það ekki vera hindrun að vera hræddur við þá meðferð sem þú munt fá. Ég tel að ánægjan sé það mikil á móti að það ætti ekki að stoppa þig,“ sagði Arteta. „Það er samt mikilvægt að við tökum til í þessu umhverfi og komum hlutunum í rétt ferli. Ef við gerum það ekki þá verður þetta ekkert betra í framtíðinni. Þetta ástand verður bara verra ef við tökum ekki á þessu,“ sagði Arteta. "He's one of the most important managers that England has had in the last 100 years."Mikel Arteta says he was shocked by the words from Steve Bruce's open letter after leaving Newcastle pic.twitter.com/sEySpuMYDN— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2021 Mikel Arteta er 39 ára gamall og meira en tuttugu árum yngri en Steve Bruce. Arteta hefur þurft að þola mikla gagnrýni sem stjóri Arsenal en gengi liðsins var mjög slakt til að byrja með á þessu tímabili. Arsenal tapaði þremur fyrstu leikjum sínum en hefur síðan spilað fimm leiki í röð án taps. Tveir síðustu leikirnir hafa endað með jafntefli en þeir voru á móti Brighton og Crystal Palace. Arsenal liðið mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og reynir að komast upp úr tólfa sætinu. Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Bruce sagði frá því í viðtali við Telegraph að árin tvö hjá Newcastle hafi verið mjög erfið fyrir hann og fjölskyldu hans. Bruce fékk mikla gagnrýni og fjölskyldumeðlimir sluppu ekki við pressuna sem var á þessum fyrrum fyrirliða Manchester United sem er einn reyndasti knattspyrnustjórinn enska boltanum. Bruce fékk bara einn leik og þrettán daga í starfi eftir að nýir eigendur eignuðust Newcastle. Hann segist líklega hafa stýrt sínum síðasta leik á ferlinum. Mikel Arteta has warned that some football coaches are being put off management because of the abuse from fans and on social media.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 21, 2021 Arteta segir að núverandi og líklegir knattspyrnustjórar framtíðarinnar muni hugsa sig tvisvar um að gerast stjórar liða í framtíðinni. „Já, margir hugsa þannig. Ég hef heyrt mikið um það og ég á marga vini sem hafa verið að taka þjálfaranámskeið en efast um hvort þeir treysta sér að setjast í heita sætið. Þeir telja kannski betra að verða bara aðstoðarmaður eða eitthvað viðlíka,“ sagði Mikel Arteta. „Fyrir mig sjálfan þá má það ekki vera hindrun að vera hræddur við þá meðferð sem þú munt fá. Ég tel að ánægjan sé það mikil á móti að það ætti ekki að stoppa þig,“ sagði Arteta. „Það er samt mikilvægt að við tökum til í þessu umhverfi og komum hlutunum í rétt ferli. Ef við gerum það ekki þá verður þetta ekkert betra í framtíðinni. Þetta ástand verður bara verra ef við tökum ekki á þessu,“ sagði Arteta. "He's one of the most important managers that England has had in the last 100 years."Mikel Arteta says he was shocked by the words from Steve Bruce's open letter after leaving Newcastle pic.twitter.com/sEySpuMYDN— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2021 Mikel Arteta er 39 ára gamall og meira en tuttugu árum yngri en Steve Bruce. Arteta hefur þurft að þola mikla gagnrýni sem stjóri Arsenal en gengi liðsins var mjög slakt til að byrja með á þessu tímabili. Arsenal tapaði þremur fyrstu leikjum sínum en hefur síðan spilað fimm leiki í röð án taps. Tveir síðustu leikirnir hafa endað með jafntefli en þeir voru á móti Brighton og Crystal Palace. Arsenal liðið mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og reynir að komast upp úr tólfa sætinu.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira