Hulda tilbúin að taka við keflinu af Hauki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2021 10:26 Hulda Bjarnadóttir yrði fyrsta konan til að gegna stöðu forseta GSÍ. Nýlega var Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin formaður KSÍ, fyrst kvenna. Vísir/Vilhelm Hulda Bjarnadóttir, kylfingur og starfsmaður hjá Marel, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forseta Golfsambands Íslands. Haukur Örn Birgisson hefur tilkynnt að hann ætli að láta staðar numið sem forseta. „Já ég get staðfest að ég ætla að gefa kost á mér sem forseti Golfsambandsins á næsta Golfþingi sem fram fer dagana 19.-20. nóvember. Ég sagði stjórnarmönnum það þegar ljóst var að Haukur Örn hyggðist ekki gefa kost á sér áfram. Við kylfingar megum vera Hauki Erni afar þakklát fyrir hans góðu störf í okkar þágu og við höfum unnið vel saman. Það verður missir af honum.“ Hulda hefur spilað golf í um tuttugu ár og er íþróttin mikið fjölskyldusport. Hún hefur setið í stjórn GSÍ frá árinu 2017, nú sem formaður Markaðs- og kynningarnefndar sem einbeitir sér að útbreiðslu íþróttarinnar. Unnið að útbreiðslu golfsins „Sjálf finn ég að mig langar að halda áfram og það er eru verðug verkefni í að fylgja eftir og halda áfram innleiðingu stefnu sambandsins sem var útskrifuð í fyrra og gildir til ársins 2027. Þar er mjög skýrt hvað telst til kjarnastarfsemi en þar er fókus á mótahaldið, landsliðsmál og útbreiðsluna.“ Þannig vilji hún halda áfram að efla golfíþróttina enn frekar, tryggja áframhaldandi uppgang hennar. „Halda áfram að sækja ungt fólk, tryggja nýliðun og auka fjölbreytni í íþróttinni í takt við stefnu sambandsins. Einnig hef ég verið að vinna í að efla sjálfbærnivinnu sambandsins samhliða stefnunni og það verður partur af útbreiðslunni. Unnið með ungum kylfingum Auk þess er sambandið 80 ára á næsta ári og það er mikilvægt í mínum huga að halda sögu sambandsins á lofti og þakka öllum þeim sem hafa lagt endalausa sjálfboðavinnu af mörkum.“ Hulda hefur farið fyrir vinnu og leiðir verkefni Heimsmarkmiðanna í tengslum við stefnu GSÍ og sjálfbærni. Þá hefur hún starfað sem sjálfboðaliði Nesklúbbsins til fjölda ára og verið mjög virk í öllu starfi klúbbsins. Hún hefur persónulega reynslu af Sveitakeppni golfklúbba, verið ráðgefandi í styrkja- og kostunarmálum atvinnukylfinga og unnið með nokkrum þeirra í verkefnum bæði hér heima og erlendis. Þá hefur Hulda kennt útskriftarhópum í PGA skólanum um mörkun og markaðssetningu, fór fyrir heimsókn Anniku Sörenstam til landsins árið 2016 sem miðaði meðal annars að valdeflingu ungra kylfinga. Hulda hefur farið utan sem fararstjóri í golfferðis og verið viðriðin íþróttir frá unga aldri. Hún á meðal annars að baki landsleiki í handbolta sem unglingur. Golf Tengdar fréttir Haukur hættir eftir átta ár sem forseti Eftir átta ár sem forseti Golfsambands Íslands hefur Haukur Örn Birgisson ákveðið að láta gott heita. Nýr forseti mun því taka við í næsta mánuði. 22. október 2021 09:18 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Sjá meira
„Já ég get staðfest að ég ætla að gefa kost á mér sem forseti Golfsambandsins á næsta Golfþingi sem fram fer dagana 19.-20. nóvember. Ég sagði stjórnarmönnum það þegar ljóst var að Haukur Örn hyggðist ekki gefa kost á sér áfram. Við kylfingar megum vera Hauki Erni afar þakklát fyrir hans góðu störf í okkar þágu og við höfum unnið vel saman. Það verður missir af honum.“ Hulda hefur spilað golf í um tuttugu ár og er íþróttin mikið fjölskyldusport. Hún hefur setið í stjórn GSÍ frá árinu 2017, nú sem formaður Markaðs- og kynningarnefndar sem einbeitir sér að útbreiðslu íþróttarinnar. Unnið að útbreiðslu golfsins „Sjálf finn ég að mig langar að halda áfram og það er eru verðug verkefni í að fylgja eftir og halda áfram innleiðingu stefnu sambandsins sem var útskrifuð í fyrra og gildir til ársins 2027. Þar er mjög skýrt hvað telst til kjarnastarfsemi en þar er fókus á mótahaldið, landsliðsmál og útbreiðsluna.“ Þannig vilji hún halda áfram að efla golfíþróttina enn frekar, tryggja áframhaldandi uppgang hennar. „Halda áfram að sækja ungt fólk, tryggja nýliðun og auka fjölbreytni í íþróttinni í takt við stefnu sambandsins. Einnig hef ég verið að vinna í að efla sjálfbærnivinnu sambandsins samhliða stefnunni og það verður partur af útbreiðslunni. Unnið með ungum kylfingum Auk þess er sambandið 80 ára á næsta ári og það er mikilvægt í mínum huga að halda sögu sambandsins á lofti og þakka öllum þeim sem hafa lagt endalausa sjálfboðavinnu af mörkum.“ Hulda hefur farið fyrir vinnu og leiðir verkefni Heimsmarkmiðanna í tengslum við stefnu GSÍ og sjálfbærni. Þá hefur hún starfað sem sjálfboðaliði Nesklúbbsins til fjölda ára og verið mjög virk í öllu starfi klúbbsins. Hún hefur persónulega reynslu af Sveitakeppni golfklúbba, verið ráðgefandi í styrkja- og kostunarmálum atvinnukylfinga og unnið með nokkrum þeirra í verkefnum bæði hér heima og erlendis. Þá hefur Hulda kennt útskriftarhópum í PGA skólanum um mörkun og markaðssetningu, fór fyrir heimsókn Anniku Sörenstam til landsins árið 2016 sem miðaði meðal annars að valdeflingu ungra kylfinga. Hulda hefur farið utan sem fararstjóri í golfferðis og verið viðriðin íþróttir frá unga aldri. Hún á meðal annars að baki landsleiki í handbolta sem unglingur.
Golf Tengdar fréttir Haukur hættir eftir átta ár sem forseti Eftir átta ár sem forseti Golfsambands Íslands hefur Haukur Örn Birgisson ákveðið að láta gott heita. Nýr forseti mun því taka við í næsta mánuði. 22. október 2021 09:18 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Sjá meira
Haukur hættir eftir átta ár sem forseti Eftir átta ár sem forseti Golfsambands Íslands hefur Haukur Örn Birgisson ákveðið að láta gott heita. Nýr forseti mun því taka við í næsta mánuði. 22. október 2021 09:18