Telur að skotið hafi verið á dráttarvél: „Hefndargjörningur vegna ágreinings“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2021 22:33 Íbúi á Vatnsleysuströnd segist þess fullviss að skotið hafi verið á dráttarvél í hans eigu með þeim afleiðingum að rúða brotnaði. Hefur hann ákveðna aðila grunaða, en lögregla rannsakar nú málið. Virgill Scheving Einarsson á þrjár jarðir á Vatnleysuströnd og býr á Efri-Brunnastöðum I. Hann vaknaði við mikinn hávaða í nótt og sá í kjölfarið bíl keyra af lóðinni. Dráttarvél Virgils hafði verið skemmd og telur hann að skotið hafi verið á dráttarvélina. Virgill segir að þrjú gler á dráttarvélinni hafi verið brotin og tjónið hlaupi á nokkrum hundruðum þúsunda. Hann sé þó sem betur fer tryggður. Lögreglan hafi komið í kjölfarið og eytt töluverðum tíma í að skoða vettvanginn. Virgill Scheving Einarsson, landeigandi á Vatnsleysuströnd heldur því fram að skotið hafi verið á dráttavél hans. Hann kallaði lögreglu til, en ekkert liggur enn skýrt fyrir um málavexti. „Lögreglan var hér í nótt en þeir sáu ekkert nema að bara að það var brotin hliðin úr dráttarvélinni. Það eru þrjú gler sem að voru brotin. Þeir halda að það hafi verið með sleggju en við höldum að það hafi verið með afsagaðri haglabyssu, bara úr bíl, látið vaða í hliðina,“ segir Virgill. Lögreglan á Suðurnesjum segir málið til rannsóknar Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé til rannsóknar. „Það var farið í eignarspjöll þarna á Vatnsleysuströnd í nótt en meira hef ég ekki um þetta að segja,“ segir varðstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu. Varðstjórinn segir að ekkert bendi til þess að skotið hafi verið á dráttarvélina. Málið sé ekki rannsakað með tilliti til mögulegrar skotárásar. Grunar ákveðna aðila Virgill er myrkur í máli í samtali við fréttastofu og vill lítið gefa upp um mögulegar ástæður skemmdarverksins, fyrr en hann ræðir aftur við lögregluna. Hann segist þó hafa ákveðna aðila í huga og telur að um hefndargjörning hafi verið að ræða. „Það er hefndargjörningur vegna ágreinings þar sem að menn hafa staðið á sínum rétti og undið ofan af gömlum ósiðum. Það var bara sett harka í þetta. Það er bara það, að land sem maður er þinglýstur á, það á maður og ekkert meira. Ef einhverjir vilja fara á hverjum degi yfir land sem þeir eiga ekki þá stoppar maður það af.“ Lögreglumál Vogar Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira
Virgill segir að þrjú gler á dráttarvélinni hafi verið brotin og tjónið hlaupi á nokkrum hundruðum þúsunda. Hann sé þó sem betur fer tryggður. Lögreglan hafi komið í kjölfarið og eytt töluverðum tíma í að skoða vettvanginn. Virgill Scheving Einarsson, landeigandi á Vatnsleysuströnd heldur því fram að skotið hafi verið á dráttavél hans. Hann kallaði lögreglu til, en ekkert liggur enn skýrt fyrir um málavexti. „Lögreglan var hér í nótt en þeir sáu ekkert nema að bara að það var brotin hliðin úr dráttarvélinni. Það eru þrjú gler sem að voru brotin. Þeir halda að það hafi verið með sleggju en við höldum að það hafi verið með afsagaðri haglabyssu, bara úr bíl, látið vaða í hliðina,“ segir Virgill. Lögreglan á Suðurnesjum segir málið til rannsóknar Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé til rannsóknar. „Það var farið í eignarspjöll þarna á Vatnsleysuströnd í nótt en meira hef ég ekki um þetta að segja,“ segir varðstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu. Varðstjórinn segir að ekkert bendi til þess að skotið hafi verið á dráttarvélina. Málið sé ekki rannsakað með tilliti til mögulegrar skotárásar. Grunar ákveðna aðila Virgill er myrkur í máli í samtali við fréttastofu og vill lítið gefa upp um mögulegar ástæður skemmdarverksins, fyrr en hann ræðir aftur við lögregluna. Hann segist þó hafa ákveðna aðila í huga og telur að um hefndargjörning hafi verið að ræða. „Það er hefndargjörningur vegna ágreinings þar sem að menn hafa staðið á sínum rétti og undið ofan af gömlum ósiðum. Það var bara sett harka í þetta. Það er bara það, að land sem maður er þinglýstur á, það á maður og ekkert meira. Ef einhverjir vilja fara á hverjum degi yfir land sem þeir eiga ekki þá stoppar maður það af.“
Lögreglumál Vogar Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira