Búvörumerki sett á íslenskar vörur frá bændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2021 13:30 Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á sviði markaðsmála hjá Bændasamtökunum að kynna verkefnið fyrir sunnlenskum bændum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er unnið að því að hörðum höndum innan Bændasamtakanna að koma upp nýju íslensku búvörumerki þar sem merkið verður eingöngu notað á íslenskar matvörur, matjurtir og á blóm. Það ætti því engin að velkjast í vafa um hvort viðkomandi sé að versla íslenska eða erlenda vöru með nýja merkinu. Þeir sem eru að versla í matvöruverslunum kannast örugglega við það að þeir átta sig ekki alltaf á því hvort um íslenska eða erlenda vöru er að ræða þegar verslað er. Oft er smáa letrið svo lítið að það sést varla hvert upprunaland vörunnar er. Nú er þetta hins vegar allt að fara að breytast því Bændasamtökin munu kynna fljótlega nýtt búvörumerki á vörum, þannig að viðskiptavinurinn viti alltaf upp á hár hvaðan varan er sem hann verslar. Höskuldur Sæmundsson, sem er sérfræðingur á sviði markaðsmála hjá Bændasamtökunum stýrir verkefninu. „Við vitum það að Íslendingar hafa sagt í öllum rannsóknum og könnunum að þeir vilji neyta innlendra vara og við teljum að þetta sé framlag okkar að menn eigi þá skýrara val. Við raunverulega tökum okkur til og förum í samstarf við framleiðendur, hvort sem það eru afurðastöðvar eða frumframleiðendur vara heima á bæ og við vottum það með þriðja aðila að framleiðslan sé örugglega innan þess ramma, sem settur hefur verið og neytendur eiga þannig að geta treyst því að þessar merkingar þýði að varan sé innlend,“ segir Höskuldur. Höskuldur sagði frá nýja verkefni Bændasamtakanna á fjölmennum bændafundi á föstudaginn á Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höskuldur segir að kannanir hafi ítrekað sýnt það að neytendur telji sig vera að kaupa erlendar vörur undir jafnvel mjög gamal grónum íslenskum vörumerkjum, sem sé mjög bagalegt og þá sé smáa letrið á vörunum ekki að hjálpa til. „Við lítum á það sem eitt stærsta neytendamál samtímans að menn þekki upprunann. Við erum að þróa og hanna merkið í samstarfið við auglýsingastofu núna og þetta verður kynnt alveg sérstaklega. Það verður mjög afgerandi útlit sem menn eiga jafnvel að geta séð langar leiðir þannig að menn eiga að geta gengið að þessu vísu í kælum í matvöruverslunum og annars staðar,“ segir Höskuldur. Ein af glærunum frá Höskuldi á fundinum. Landbúnaður Árborg Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Þeir sem eru að versla í matvöruverslunum kannast örugglega við það að þeir átta sig ekki alltaf á því hvort um íslenska eða erlenda vöru er að ræða þegar verslað er. Oft er smáa letrið svo lítið að það sést varla hvert upprunaland vörunnar er. Nú er þetta hins vegar allt að fara að breytast því Bændasamtökin munu kynna fljótlega nýtt búvörumerki á vörum, þannig að viðskiptavinurinn viti alltaf upp á hár hvaðan varan er sem hann verslar. Höskuldur Sæmundsson, sem er sérfræðingur á sviði markaðsmála hjá Bændasamtökunum stýrir verkefninu. „Við vitum það að Íslendingar hafa sagt í öllum rannsóknum og könnunum að þeir vilji neyta innlendra vara og við teljum að þetta sé framlag okkar að menn eigi þá skýrara val. Við raunverulega tökum okkur til og förum í samstarf við framleiðendur, hvort sem það eru afurðastöðvar eða frumframleiðendur vara heima á bæ og við vottum það með þriðja aðila að framleiðslan sé örugglega innan þess ramma, sem settur hefur verið og neytendur eiga þannig að geta treyst því að þessar merkingar þýði að varan sé innlend,“ segir Höskuldur. Höskuldur sagði frá nýja verkefni Bændasamtakanna á fjölmennum bændafundi á föstudaginn á Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höskuldur segir að kannanir hafi ítrekað sýnt það að neytendur telji sig vera að kaupa erlendar vörur undir jafnvel mjög gamal grónum íslenskum vörumerkjum, sem sé mjög bagalegt og þá sé smáa letrið á vörunum ekki að hjálpa til. „Við lítum á það sem eitt stærsta neytendamál samtímans að menn þekki upprunann. Við erum að þróa og hanna merkið í samstarfið við auglýsingastofu núna og þetta verður kynnt alveg sérstaklega. Það verður mjög afgerandi útlit sem menn eiga jafnvel að geta séð langar leiðir þannig að menn eiga að geta gengið að þessu vísu í kælum í matvöruverslunum og annars staðar,“ segir Höskuldur. Ein af glærunum frá Höskuldi á fundinum.
Landbúnaður Árborg Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira