„Liverpool leit út fyrir að vera ljósárum á undan Manchester United“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2021 10:30 Það voru þung skrefin sem Cristiano Ronaldo og félagar hans í Manchester United tóku af vellinum eftir 5-0 skell á heimavelli á móti erkifjendunum í Liverpool í gær. AP/Rui Vieira Liverpool vann 5-0 sigur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í gær og úrslitin voru mikið áfall fyrir alla sem tengjast Manchester United á einhvern hátt og ekki síst fyrir stuðningsmennina. Manchester United hefur eytt stórum upphæðum í leikmenn til að brúa bilið milli þess og bestu liða Englands. Svörin sem United liðið gaf í gær voru öll á einn veg. Þetta United liðið hefur ekki unnið titla undir stjórn Ole Gunnars Solskjær og það lítur ekki út fyrir að það muni gera það. Phil McNulty, yfirmaður fótboltaskrifa hjá breska ríkisútvarpinu, ritaði pistil um leik Manchester United og Liverpool í gær þar sem hann skrifaði þetta stórslys United að mestu leiti á knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær. Look at their faces #MUFC #LFC #MUNLIVhttps://t.co/D5YrSwxRLy— talkSPORT (@talkSPORT) October 24, 2021 McNulty byrjaði pistil sinn að rifja upp myndbrot í útsendingunni frá leiknum þar sem fyrst sást Sir Alex Fergsuon hrista hausinn í öngum sínum í stúkunni en örskömmu síðar var skipt yfir á Sir Kenny Dalglish skellihlæjandi. McNulty sagði bros Dalglish vera þannig að það hefði þurft skurðaðgerð til að fjarlægja það. Þessar nokkrar sekúndur á skjánum sögðu svo mikið um hvað var að gerast á Old Trafford í gær. Þarna voru tveir höfðingjar félaganna tveggja sem hafa verið erkifjendur svo lengi og það vita allir að úrslitin í þessum innbyrðis leikjum Liverpool og Manchester United skipta stuðningsmenn þeirra gríðarlega miklu máli. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að höggbylgjur þessara úrslita munu kalla á viðbrögð á Old Trafford. Ef ekki frá eigendum þá örugglega frá óánægðum stuðningsmönnum sem voru búnir að fá von eftir að því virtist flott leikmannakaup í sumar. Manchester United 0-5 Liverpool: 'This was a terrible mismatch and Solskjaer has to take blame?'- BBC Chief football writer @philmcnulty https://t.co/NaN8i44GLu— BBC North West (@BBCNWT) October 25, 2021 „Þetta tap var á þeim skala og svo vandræðalegt að það verður erfitt verkefni fyrir velunnara Ole Gunnars Solskjær að halda því fram að norski stjórinn geti gert Manchester United að alvöru liði á ný,“ skrifaði Phil McNulty. „Því miður leit Solskjær út fyrir að að vera númerum of lítill sem knattspyrnustjóri við hlið Jürgen Klopp hjá Liverpool,“ skrifaði McNulty. „Á meðan Klopp var stanslaust að á hliðarlínunni, aldrei sáttur í eina sekúndu og reglulega að gefa sínum mönnum skilaboð þá sat Solskjær í sæti sínu og leit út fyrir að vera týndur og hreinlega í sjokki,“ skrifaði McNulty. „Liverpool leit út fyrir að vera ljósárum á undan Manchester United í öllum þáttum leiksins. Knattspyrnustjórn, Þjálfun, Skipulagi, Taktík. Klopp hefur búið til sterka liðsheild á sínum sex árum þar sem hann hefur bæði unnið Meistaradeildina og deildina en að sama skapi vonar United bara það besta,“ skrifaði McNulty. „En ætti þetta að vera svona? Ætti bilið að vera svona mikið eins og kom í ljós á Old Trafford? United liðið er fullt af hæfileikaríkum leikmönnum og það verður að taka það fram að Solskjær er búinn að eyða fjögur hundruð milljónum punda í leikmenn. En eru þeir komnir nær Liverpool? Ekki ef við skoðum þessi sönnunargögn,“ skrifaði McNulty. „Taktíkin hjá United lítur út fyrir að vera þannig að Solskjær sé bara að vonast til þess að einn af öflugum sóknarmönnum hans finni upp á einhverju. Vona bara og biðjast fyrir. Það er engin augljós samsetning eða form,“ skrifaði McNulty. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Manchester United hefur eytt stórum upphæðum í leikmenn til að brúa bilið milli þess og bestu liða Englands. Svörin sem United liðið gaf í gær voru öll á einn veg. Þetta United liðið hefur ekki unnið titla undir stjórn Ole Gunnars Solskjær og það lítur ekki út fyrir að það muni gera það. Phil McNulty, yfirmaður fótboltaskrifa hjá breska ríkisútvarpinu, ritaði pistil um leik Manchester United og Liverpool í gær þar sem hann skrifaði þetta stórslys United að mestu leiti á knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær. Look at their faces #MUFC #LFC #MUNLIVhttps://t.co/D5YrSwxRLy— talkSPORT (@talkSPORT) October 24, 2021 McNulty byrjaði pistil sinn að rifja upp myndbrot í útsendingunni frá leiknum þar sem fyrst sást Sir Alex Fergsuon hrista hausinn í öngum sínum í stúkunni en örskömmu síðar var skipt yfir á Sir Kenny Dalglish skellihlæjandi. McNulty sagði bros Dalglish vera þannig að það hefði þurft skurðaðgerð til að fjarlægja það. Þessar nokkrar sekúndur á skjánum sögðu svo mikið um hvað var að gerast á Old Trafford í gær. Þarna voru tveir höfðingjar félaganna tveggja sem hafa verið erkifjendur svo lengi og það vita allir að úrslitin í þessum innbyrðis leikjum Liverpool og Manchester United skipta stuðningsmenn þeirra gríðarlega miklu máli. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að höggbylgjur þessara úrslita munu kalla á viðbrögð á Old Trafford. Ef ekki frá eigendum þá örugglega frá óánægðum stuðningsmönnum sem voru búnir að fá von eftir að því virtist flott leikmannakaup í sumar. Manchester United 0-5 Liverpool: 'This was a terrible mismatch and Solskjaer has to take blame?'- BBC Chief football writer @philmcnulty https://t.co/NaN8i44GLu— BBC North West (@BBCNWT) October 25, 2021 „Þetta tap var á þeim skala og svo vandræðalegt að það verður erfitt verkefni fyrir velunnara Ole Gunnars Solskjær að halda því fram að norski stjórinn geti gert Manchester United að alvöru liði á ný,“ skrifaði Phil McNulty. „Því miður leit Solskjær út fyrir að að vera númerum of lítill sem knattspyrnustjóri við hlið Jürgen Klopp hjá Liverpool,“ skrifaði McNulty. „Á meðan Klopp var stanslaust að á hliðarlínunni, aldrei sáttur í eina sekúndu og reglulega að gefa sínum mönnum skilaboð þá sat Solskjær í sæti sínu og leit út fyrir að vera týndur og hreinlega í sjokki,“ skrifaði McNulty. „Liverpool leit út fyrir að vera ljósárum á undan Manchester United í öllum þáttum leiksins. Knattspyrnustjórn, Þjálfun, Skipulagi, Taktík. Klopp hefur búið til sterka liðsheild á sínum sex árum þar sem hann hefur bæði unnið Meistaradeildina og deildina en að sama skapi vonar United bara það besta,“ skrifaði McNulty. „En ætti þetta að vera svona? Ætti bilið að vera svona mikið eins og kom í ljós á Old Trafford? United liðið er fullt af hæfileikaríkum leikmönnum og það verður að taka það fram að Solskjær er búinn að eyða fjögur hundruð milljónum punda í leikmenn. En eru þeir komnir nær Liverpool? Ekki ef við skoðum þessi sönnunargögn,“ skrifaði McNulty. „Taktíkin hjá United lítur út fyrir að vera þannig að Solskjær sé bara að vonast til þess að einn af öflugum sóknarmönnum hans finni upp á einhverju. Vona bara og biðjast fyrir. Það er engin augljós samsetning eða form,“ skrifaði McNulty. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira