Svava í franskri frystikistu: „Hann vildi strax ekkert með mig hafa“ Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2021 08:31 Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni í leiknum gegn Tékklandi þar sem hún skoraði þriðja mark Íslands. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég veit ekki hvað ég hef gert til að verðskulda þetta. Ég er gjörsamlega í frystikistunni og tel mjög ólíklegt að ég fái eitthvað að spila,“ segir landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttur um leiðindastöðu sína hjá franska knattspyrnufélaginu Bordeaux. Svava skoraði eitt marka Íslands í 4-0 sigrinum gegn Tékklandi á föstudaginn, í undankeppni HM. Hún verður aftur á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland mætir Kýpur í seinni leik sínum í þessari törn. Eftir leikinn við Kýpur heldur Svava heim til Frakklands þar sem hún er hins vegar í hálfgerðri martraðarstöðu hjá liði sínu Bordeaux. Svava, sem verður 26 ára í næsta mánuði, kom til Bordeaux frá Kristianstad í Svíþjóð í ársbyrjun. Meiðsli settu strik í reikninginn í byrjun en eftir að Svava jafnaði sig „þá var bara allt ótrúlega flott, mér leið vel og spilaði í hverjum leik.“ „Gjörsamlega ekki inni í myndinni hjá þjálfaranum“ Allt breyttist hins vegar þegar franska félagið skipti um þjálfara í sumar. Spánverjinn Pedro Martínez Losa hætti til að taka við skoska landsliðinu og sextugur Frakki, Patrice Lair, tók við Bordeaux. Hverju sem um er að kenna virðist Lair ekki vilja nýta krafta íslenska sóknarmannsins: „Ég er gjörsamlega ekki inni í myndinni hjá þjálfaranum,“ segir Svava sem hefur bara spilað 23 mínútur í frönsku 1. deildinni í haust, allar í sama leiknum í september. Undanfarið hefur hún ekki einu sinni fengið sæti á varamannabekknum. Svava Rós Guðmundsdóttir fagnar marki með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur en þær skoruðu báðar gegn Tékklandi.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Samt er það ekki þannig að Bordeaux gangi vel innan vallar. Liðið er í 7. sæti af tólf liðum í frönsku deildinni, eftir að hafa endað í 3. sæti í vor. „Alltaf ný og ný ástæða“ Svava er með samning við Bordeaux sem gildir fram í júní á næsta ári en hún fékk ekki að fara frá félaginu í sumar þó að þjálfarinn hefði þá þegar virst búinn að ákveða að hún myndi lítið spila fyrir liðið í vetur: „Það er alltaf ný og ný ástæða. Til að byrja með þá sagði hann að ég þyrfti að vera búin að vera að spila. Ég er alltaf búin að vera að spila með B-liðinu og skora þar 4-5 mörk í hverjum leik, en það skiptir engu máli fyrir hann. Ég talaði svo við hann og spurði hvað ég gæti gert, því ég vil alltaf bæta mig og ef það er eitthvað sérstakt sem hann vill að ég bæti þá legg ég mig fram um það og bæti mig í því. Hann sagði þá að það væri ekkert sem ég gæti gert til að breyta hans skoðun,“ segir Svava, augljóslega miður sín yfir stöðunni. Enskt félag vildi fá hana en þjálfarinn stöðvaði það Svava reyndi að leysa stöðuna áður en félagaskiptaglugginn lokaðist 1. september og umboðsmaður hennar fann áhugasamt félag í ensku úrvalsdeildinni. „Ég stend mig vel á æfingum, alla vega finnst mér og fleirum það, en það skiptir engu máli fyrir þjálfarann. Einu svörin sem ég fæ frá honum eru bara: „Já, þetta er erfitt“. Hann var búinn að móta sér sína skoðun á mér og vildi strax ekkert með mig hafa. Ég fór á fund með honum tveimur vikum eftir að hann kom og þá sagði hann bara: „Já, ég vildi eiginlega ekki hafa þig hérna. Ég ætla samt að gefa þér séns á að vera hérna fram í janúar.“ Ég fór bara og talaði við umboðsmanninn minn og við fundum lið í ensku úrvalsdeildinni sem ég gat farið að láni til. Ég fór svo á fund með þjálfaranum, um fjórum dögum áður en félagaskiptaglugginn lokaðist, en þá sagði hann bara að ég mætti ekkert fara. Ég var auðvitað ekki sátt en gat svo sem ekkert gert í þessu þar sem ég er samningsbundin,“ segir Svava. Svava Rós Guðmundsdóttir hefur spilað 27 A-landsleiki á ferlinum og hefur verið í hópnum í fyrstu leikjunum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi árið 2023.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Reynir eins og hún getur að komast í burtu í janúar Hún fékk reyndar að spila tvo af erfiðustu leikjum Bordeaux á leiktíðinni, í umspili við Wolfsburg um sæti í Meistaradeildinni, en Bordeaux rétt tapaði einvíginu í vítaspyrnukeppni. Þess á milli, og eftir leikina, fékk hún hins vegar ekki einu sinni sæti í leikmannahópnum: „Það auðvitað meikar ekki sens að ég geti mætt Wolfsburg en sé svo ekki í hóp í leik í frönsku deildinni.“ Svava fékk aftur fund með þjálfaranum þegar hann hafði tekið hana út úr leikmannahópnum í september. Þá vöru svörin eitthvað á þessa leið: „Já, þú getur farið ef þú vilt.“ Félagaskiptaglugginn hafði þá hins vegar lokast, eins og þjálfarinn vissi sjálfsagt fullvel, og opnast ekki að nýju fyrr en í janúar. „Ég ætla að reyna eins og ég get að komast frá félaginu í janúar en það væri alveg dæmigert ef ég fengi ekki leyfi til þess. Ég er eiginlega komin á þann stað að ég vil ekki pæla í þessu lengur. Það virðist ekki vera neitt sem ég get gert til að breyta þessu.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Franski boltinn Tengdar fréttir Mótherjar Íslands tapað 8-0 tvisvar í röð en „spila agaðan varnarleik“ Ísland mætir Kýpur annað kvöld á Laugardalsvelli. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar að gera breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Tékklandi á föstudag og vann frábæran 4-0 sigur. 25. október 2021 15:01 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 „Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar. 25. október 2021 13:00 Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25. október 2021 11:01 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Svava skoraði eitt marka Íslands í 4-0 sigrinum gegn Tékklandi á föstudaginn, í undankeppni HM. Hún verður aftur á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland mætir Kýpur í seinni leik sínum í þessari törn. Eftir leikinn við Kýpur heldur Svava heim til Frakklands þar sem hún er hins vegar í hálfgerðri martraðarstöðu hjá liði sínu Bordeaux. Svava, sem verður 26 ára í næsta mánuði, kom til Bordeaux frá Kristianstad í Svíþjóð í ársbyrjun. Meiðsli settu strik í reikninginn í byrjun en eftir að Svava jafnaði sig „þá var bara allt ótrúlega flott, mér leið vel og spilaði í hverjum leik.“ „Gjörsamlega ekki inni í myndinni hjá þjálfaranum“ Allt breyttist hins vegar þegar franska félagið skipti um þjálfara í sumar. Spánverjinn Pedro Martínez Losa hætti til að taka við skoska landsliðinu og sextugur Frakki, Patrice Lair, tók við Bordeaux. Hverju sem um er að kenna virðist Lair ekki vilja nýta krafta íslenska sóknarmannsins: „Ég er gjörsamlega ekki inni í myndinni hjá þjálfaranum,“ segir Svava sem hefur bara spilað 23 mínútur í frönsku 1. deildinni í haust, allar í sama leiknum í september. Undanfarið hefur hún ekki einu sinni fengið sæti á varamannabekknum. Svava Rós Guðmundsdóttir fagnar marki með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur en þær skoruðu báðar gegn Tékklandi.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Samt er það ekki þannig að Bordeaux gangi vel innan vallar. Liðið er í 7. sæti af tólf liðum í frönsku deildinni, eftir að hafa endað í 3. sæti í vor. „Alltaf ný og ný ástæða“ Svava er með samning við Bordeaux sem gildir fram í júní á næsta ári en hún fékk ekki að fara frá félaginu í sumar þó að þjálfarinn hefði þá þegar virst búinn að ákveða að hún myndi lítið spila fyrir liðið í vetur: „Það er alltaf ný og ný ástæða. Til að byrja með þá sagði hann að ég þyrfti að vera búin að vera að spila. Ég er alltaf búin að vera að spila með B-liðinu og skora þar 4-5 mörk í hverjum leik, en það skiptir engu máli fyrir hann. Ég talaði svo við hann og spurði hvað ég gæti gert, því ég vil alltaf bæta mig og ef það er eitthvað sérstakt sem hann vill að ég bæti þá legg ég mig fram um það og bæti mig í því. Hann sagði þá að það væri ekkert sem ég gæti gert til að breyta hans skoðun,“ segir Svava, augljóslega miður sín yfir stöðunni. Enskt félag vildi fá hana en þjálfarinn stöðvaði það Svava reyndi að leysa stöðuna áður en félagaskiptaglugginn lokaðist 1. september og umboðsmaður hennar fann áhugasamt félag í ensku úrvalsdeildinni. „Ég stend mig vel á æfingum, alla vega finnst mér og fleirum það, en það skiptir engu máli fyrir þjálfarann. Einu svörin sem ég fæ frá honum eru bara: „Já, þetta er erfitt“. Hann var búinn að móta sér sína skoðun á mér og vildi strax ekkert með mig hafa. Ég fór á fund með honum tveimur vikum eftir að hann kom og þá sagði hann bara: „Já, ég vildi eiginlega ekki hafa þig hérna. Ég ætla samt að gefa þér séns á að vera hérna fram í janúar.“ Ég fór bara og talaði við umboðsmanninn minn og við fundum lið í ensku úrvalsdeildinni sem ég gat farið að láni til. Ég fór svo á fund með þjálfaranum, um fjórum dögum áður en félagaskiptaglugginn lokaðist, en þá sagði hann bara að ég mætti ekkert fara. Ég var auðvitað ekki sátt en gat svo sem ekkert gert í þessu þar sem ég er samningsbundin,“ segir Svava. Svava Rós Guðmundsdóttir hefur spilað 27 A-landsleiki á ferlinum og hefur verið í hópnum í fyrstu leikjunum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi árið 2023.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Reynir eins og hún getur að komast í burtu í janúar Hún fékk reyndar að spila tvo af erfiðustu leikjum Bordeaux á leiktíðinni, í umspili við Wolfsburg um sæti í Meistaradeildinni, en Bordeaux rétt tapaði einvíginu í vítaspyrnukeppni. Þess á milli, og eftir leikina, fékk hún hins vegar ekki einu sinni sæti í leikmannahópnum: „Það auðvitað meikar ekki sens að ég geti mætt Wolfsburg en sé svo ekki í hóp í leik í frönsku deildinni.“ Svava fékk aftur fund með þjálfaranum þegar hann hafði tekið hana út úr leikmannahópnum í september. Þá vöru svörin eitthvað á þessa leið: „Já, þú getur farið ef þú vilt.“ Félagaskiptaglugginn hafði þá hins vegar lokast, eins og þjálfarinn vissi sjálfsagt fullvel, og opnast ekki að nýju fyrr en í janúar. „Ég ætla að reyna eins og ég get að komast frá félaginu í janúar en það væri alveg dæmigert ef ég fengi ekki leyfi til þess. Ég er eiginlega komin á þann stað að ég vil ekki pæla í þessu lengur. Það virðist ekki vera neitt sem ég get gert til að breyta þessu.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Franski boltinn Tengdar fréttir Mótherjar Íslands tapað 8-0 tvisvar í röð en „spila agaðan varnarleik“ Ísland mætir Kýpur annað kvöld á Laugardalsvelli. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar að gera breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Tékklandi á föstudag og vann frábæran 4-0 sigur. 25. október 2021 15:01 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 „Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar. 25. október 2021 13:00 Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25. október 2021 11:01 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Mótherjar Íslands tapað 8-0 tvisvar í röð en „spila agaðan varnarleik“ Ísland mætir Kýpur annað kvöld á Laugardalsvelli. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar að gera breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Tékklandi á föstudag og vann frábæran 4-0 sigur. 25. október 2021 15:01
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50
„Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar. 25. október 2021 13:00
Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25. október 2021 11:01
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn